Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 44
Herramenn geta tekið gleði sína á ný því Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar hefur verið opnuð aftur. Kormákur og Skjöldur hafa komið sér vel fyrir, ásamt Þorláki Ein- arssyni verslunarstjóra, í kjallar- anum á Kjörgarði á Laugavegi 59. Þar opnuðu þeir verslun sína í síð- ustu viku og bjóða nú upp á flest það sem sannur herramaður þarf á að halda. „Við erum með bæði ný föt og notuð,“ segir Skjöldur Geir- harðsson. „Við keyptum upp heil- an lager hjá bresku herrafata- versluninni Woosters og fengum þar ekta breskar flíkur.“ Meðal þess sem hægt er að fá í versluninni eru hefðbundin jakka- föt, tweed-föt, jakkar og hattar. Einnig er hægt að fá sjaldgæfari hluti eins og pípuhatta, skotapils, hnébuxur og sokkana sem þeim fylgja. „Þó svo að markaðurinn sé ekki stór fyrir slík föt hérna þá held ég að hann sé stærri en marg- an grunar,“ segir Kormákur. Formlegur kvöldklæðnaður er mikilvægur hverjum herramanni sem sýna vill ríkidæmi sitt. Þeir sem eru ekki tilbúnir að leggja út fyrir kjólfötum og pípuhatti geta leigt slíkan klæðnað hjá Kormáki og Skildi. „Vilji menn dressa sig upp eina kvöldstund getum við séð um það,“ segir Kormákur. „Hægt er að fá öll notuðu fötin leigð hjá okkur, allt eftir óskum hvers og eins.“ Það eru ekki margir sem eru til í að spígspora niður Laugaveginn í tweed-jakka og hnébuxum, eins og enskur aðalsmaður frá síðustu öld. „Hvað okkur varðar er ég viss um að við vorum enskir aðalsmenn í fyrra lífi,“ segir Kormákur og hlær. „Þetta er líka viss spjátr- ungsháttur og af honum eru allir hrifnir. Þeir sem segja annað eru bara feimnir. Það eru allir spjátr- ungar inn við beinið.“ Allir eru spjátrungar inn við beinið Skart smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Gullsmiðja Hansínu Jens Laugavegi 42 • Sími 551 8448 Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 Jólafötin komin! Falleg föt á flotta krakka 1 mán til 9 ára Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.