Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 92
Glæpasagan hefur skákað ævi-
sögunni sem vinsælasta samtíma-
ritlist Íslendinga og nú keppast
allir við að skrifa glæpasögur,
unnendum þeirra til mikillar
gleði. Barnabókahöfundar láta
ekki sitt eftir liggja og ráðgátur
og leyndardómar eru viðfangs-
efni þeirra tveggja bóka sem hér
eru til umfjöllunar. Ráðgátur eru
þó ekki nýjar af nálinni i í barna-
bókum og ekki ómerkari höfund-
ar en Astrid Lindgren, Enid Blyton
og Guðrún Helgadóttir hafa léð
þessari bókmenntagrein penna
sína. Og nú Sigrún Eldjárn og
Björk Bjarkadóttir sem einnig
eiga það sameiginlegt að vera
bæði rithöfundar og myndlistar-
menn og eiga því heiðurinn af
bæði myndskreytingum og sögu-
þræði í bókum sínum.
Amma fer í sumarfrí eftir Björk
Bjarkadóttur segir frá Óla og
ömmu hans, en um þau hafa áður
komið út tvær bækur. Í þessari bók
þarf amma að komast í frí, enda
búin að klófesta alla bófana í heima-
bæ sínum, og fer með barnabarnið
sitt á sólarströnd þar sem hún getur
auðvitað ekki stillt sig um ná í skott-
ið á nokkrum glæpamönnum. Að
þessu sinni hefur hún þó samúð
með hinum brotlegu og leysir
vanda margra í einu á milli þess
sem hún sólar sig og fer á markaði
eins og aðrar ömmur gera. Þetta er
skemmtileg saga sem er ekkert of
flókin og ýtir undir að lítil lestrar-
folöld geti sjálf spreytt sig á text-
anum með því að hafa sum orðin í
stóru og aðgengilegu letri. Mynd-
irnar eru afar skemmtilegar og
Björk er vel að íslensku
myndskreytiverðlaununum
Dimmalimm komin.
Gula sendibréfið eftir Sigrúnu
Eldjárn er eins og aðrar bækur
höfundarins gneistandi af
sköpunargáfu og hugmyndaflugi.
Ráðgátan snýst um sendibréf sem
aðalpersónan, Logi, finnur á leið
sinni um vægast sagt ævintýra-
legt landslag með ósýnilegum vini
sínum. Þegar hann kemur til
sýnilegu vinanna sinna þá eru þau
önnum kafin við að baka kökur
með tannkremi en taka þátt í að
leita lausna á leyndardómnum
um bréfið gula sem leiðir þau á
vit enn fleiri ævintýra. Sagan er
spennandi og lausnin óvænt og
ævintýraleg með óskasteinum og
bleikum kanínum en ekki verður
nánar farið út í það hér. Eitt af því
sem vekur athygli er að í heimi
sögunnar skiptir það nákvæmlega
engu máli þó Sigga líti út fyrir að
vera kínversk og Nói sé í hjóla-
stól. Það er alltaf skemmtilegt
þegar þeir sem eru aðeins öðru-
vísi fá svona sjálfsagðan stað í
bókum. Sagan er mjög fyndin,
bæði fyrir börn og fullorðna, og
myndirnar skemmtilegar og fjöl-
breyttar eins og myndir Sigrúnar
eiga vanda til.
Þessar sögur ættu að vekja upp
Kalla Blómkvist í mörgum börn-
um og búa þau undir að leysa
flóknari ráðgátur í framtíðinni.
Stóra sviðið kl. 20:00
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1
kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1
kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evripídes
Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti
laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá
sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson
Fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt.
Leikhúsloftið
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1
Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
Bakkynjur, frumsýning 26. desember.
Kammerhópurinn Camerarctica
heldur sína árlegu kertaljósa-
tónleika á síðustu dögunum fyrir
jól og nú verða þrennir tónleikar
víðs vegar á höfuðborgarsvæð-
inu. Mozart-tónleikar Camerarc-
tica hafa verið fastur liður í
aðventuhátíðinni í yfir áratug og
þykir mörgum ómissandi að fá
að setjast inn í kyrrðina á þess-
um annasama tíma.
Í tilefni af 250 ára afmæli tón-
skáldsins leikur hópurinn nú á
upprunaleg hljóðfæri eins og þau
sem tíðkuðust á klassíska tíman-
um, hljóðfæri sem bera með sér
andblæ liðinna alda, þegar lífið
var rólegra og hljóðlátara.
Á efnisskránni er eitt fræg-
asta kammerverk Mozarts,
Kvartett fyrir flautu og strengi í
D-dúr, Adagio fyrir klarinett og
strengi og Tríó fyrir strengi,
einnig eftir Mozart. Einnig verð-
ur leikinn Kvartett fyrir klarinett
og strengi eftir samtímamann
Mozarts, Karl Stamitz.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Hafnarfjarðarkirkju í kvöld og
hefjast kl. 21 en annað kvöld leikur
hópurinn í Kópavogskirkju og
loks í Dómkirkjunni við Austur-
völl.
Camerarctica skipa þau Hall-
fríður Ólafsdóttir, flautuleikari,
Ármann Helgason, klarinettu-
leikari, Hildigunnur Halldórs-
dóttir, fiðluleikari, Svava Bern-
harðsdóttir, lágfiðluleikari og
Sigurður Halldórsson, sellóleik-
ari.
Aðgöngumiðar eru seldir við
innganginn, nemendur og eldri
borgarar fá afslátt og ókeypis er
fyrir börn.
Kyrrð, kertaljós og Mozart
Leynilöggusögur fyrir lítil
lestrarfolöld