Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 36
greinar@frettabladid.is Íbyrjun desember stofnuðu þrettán trúfélög hér á landi Samráðsvett- vang trúfélaga, en markmið hans er samkvæmt fréttum „að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi“. Þjóð- kirkjan er eitt þeirra trúfélaga sem aðild eiga að samráðsvettvanginum. Þátttaka hennar í þessum félagsskap fór hins vegar ekki vel af stað því nokkrum dögum eftir stofnun hans birtist á vef þjóðkirkjunnar prédikun eftir sr. Birgi Ásgeirsson þar sem því er haldið fram að þeir sem hafna meintri tilvist guðs kristinna manna séu „hluttakendur heimskunnar“. Á einum stað í predikuninni segir að mesta „hætt- an [sé] fólgin í afneituninni. Afneitun staðreynda. Afneitun guðs. Afneitun þess að maðurinn er hluti sköpunarinnar. Afneitun þess að við erum guðs börn og þurfum á því að halda að eiga samfélag við hann“. Hættan sem stafar af því að afneita guði virðist sam- kvæmt sr. Birgi vera hnignun menningarinnar, en merki hennar „kemur helst fram, þegar við reynum að sníða trúna að eigin sjálfhverfu, duttl- ungum og hroka. En þannig verðum við ein- mitt hluttakendur heimskunnar. Heimsk- inginn segir: enginn guð“. Greinilegt er af samhengi sr. Birgis að þessum gagnrýnu ummælum er beint til trúleysingja og varpa þau sem slík skýrara ljósi á hann sjálfan en þá sem hann gagn- rýnir. Í sjálfhverfu sinni, svo við styðjumst við orðalag sr. Birgis, virðist hann hins vegar gleyma því að það eru ekki bara trú- leysingjar sem hafna meintri tilvist guðs kristinna manna, því allir þeir sem ekki játa kristna trú eru trúlausir gagnvart hinum kristna guði. Samkvæmt skilgreiningu sr. Birgis eru því vel á fimmta milljarð jarðarbúa, þ.e. allir þeir sem ekki játa kristna trú, heimskingjar. Þar sem þessi prédikun birtist á opinberum vef þjóðkirkjunnar, www.tru.is, hlýtur málflutningur séra Birgis að njóta stuðnings innan vébanda henn- ar. Ef sú er raunin ættu Baháísamfélagið, Félag múslima á Íslandi, Ásatrúarfélagið, Búddistafélag- ið og önnur félög sem taka þátt í Samráðsvettvangi trúfélaga að vara sig á því að innan þjóðkirkjunnar eru áhrifamiklir einstaklingar sem álíta meðlimi þessara félaga heimskingja. Höfundur er vísindasagnfræðingur Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska Evrópusambandið hét í fyrstu Kola- og stálbandalag Evr- ópu. Nafngiftin lýsti markmiðinu, sem var að setja náttúruauðlind- ir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt til að girða fyrir frekari átök um yfirráð yfir þessum auð- lindum og fleiri stríð. Þetta gafst svo vel, að Frakkar og Þjóðverj- ar ákváðu að rugla saman reyt- um sínum á fleiri sviðum og bjóða öðrum Evrópuþjóðum að vera með, og þeir hafa æ síðan lifað í sátt og samlyndi. Evrópa lifir nú mesta blómaskeið og friðar í sögu sinni. Evrópusambandið á mikinn þátt í því. Evrópusamstarfið hvílir á þeirri lykilhugsun, að sum verkefni sér- hvers samfélags séu þannig vaxin, að þau krefjist sameiginlegra lausna, þar eð staðbundnar lausn- ir íþyngi öðrum löndum að ósekju. Slík mál getum við kallað sam- mál til aðgreiningar frá sérmál- um, sem hvert einstakt land getur leitt til lykta á eigin spýtur án þess að valda öðrum skaða. Náttúru- auðlindir lúta sameiginlegri stjórn innan Evrópusambandsins (ESB) til að girða fyrir átök um yfirráð yfir þeim. Bretar og Spánverjar heyja engin innbyrðis þorskastríð, af því að útvegur þeirra lýtur sam- eiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem er einmitt ætlað að stilla til friðar um fiskveiðar aðildarþjóð- anna. Útvegsstefna ESB er að vísu meingölluð, en hugsunin að baki hennar er eigi að síður vel grunduð og skýr. Ætla mætti, að ástandið í Aust- urlöndum nær væri friðsælla, ef olíulindirnar þar lytu sameigin- legri stjórn að evrópskri fyrir- mynd. Hefðu Írakar ráðizt inn í Íran 1980, ef olíulindir hefðu ekki verið í húfi? Varla. Innrásarlið- ið byrjaði einmitt á því að leggja undir sig olíuver. Stríðið stóð í átta ár og kostaði milljón mannslífa, og því lauk með þrátefli. Hefðu Bandaríkjamenn og fylgjendur þeirra ráðizt inn í Írak 2003, ef þar væri engin olía? Væri Sádi-Arab- ía eitt harðsvíraðasta einræðisríki heims, ef konungsfjölskyldan þar teldi sig ekki þurfa að verja eignar- hald sitt á olíulindum landsins með tiltækum ráðum? Væri hatur mús- límskra hryðjuverkamanna á kon- ungsfjölskyldunni og bandamönn- um hennar eins hyldjúpt og raun ber vitni um, ef engum olíuauði væri til að dreifa? Hvernig ætli Kaninn brygðist við, ef Texas með alla sína olíu segði sig úr lögum við Bandaríkin? Og hvernig ætli Englendingar tækju því, ef Skot- ar lýstu yfir sjálfstæði til að sitja einir að olíu Bretlands í Norðursjó? Þannig er hægt að færa sig land úr landi: munstrið er býsna skýrt. Hvaða sammál önnur hafa ESB- löndin kosið að afgreiða á sam- eiginlegum vettvangi? Þau eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi lúta ESB-löndin sameiginlegri stjórn peningamála og hafa komið sér saman um eina mynt, evruna. Í þessu felst, að aðildarlöndin hafa orðið ásátt um að deila þessum anga fullveldis síns – til dæmis réttinum til að fella gengi eigin þjóðmyntar eða hækka vexti – með öðrum sambandsþjóðum. Aðild- arlöndin hafa þannig afsalað sér rétti sínum til að prenta peninga og hleypa verðbólgu á skrið til að koma sér í mjúkinn hjá kjósend- um fyrir kosningar, en ýmis brögð voru að slíkum atkvæðakaupum fyrir daga evrunnar. Í annan stað hafa ESB-löndin komið sér saman um sameiginlega stefnu í við- skiptamálum út á við. Þau leggja einn og sama toll á innflutning frá löndum utan ESB og hafa afsal- að sér réttinum til meiri eða minni tollheimtu. Þetta var gert til að greiða fyrir millilandaviðskipt- um, því að flest ESB-lönd þurftu að lækka tolla sína til að ná sam- eiginlegu marki Sambandsins. Í þriðja lagi hafa ESB-þjóðirn- ar sammælzt um sameiginlega stefnu í samkeppnismálum. Þess- um þætti hefur verið gefinn minni gaumur en vert væri. Ætlanin hér er að skerða getu innlendra einokunar- og fákeppnisfyrir- tækja til að okra á almenningi og skerða einnig getu stjórnvalda í hverju landi til að hygla sumum með beinni eða óbeinni ríkisað- stoð á kostnað annarra. Í fjórða lagi fylgja ESB-löndin sameig- inlegri landbúnaðarstefnu, sem er að sönnu óhemjudýr, en hún leggur samt mun léttari byrðar á neytendur og skattgreiðendur en búverndarstefnan hér heima. Við þessi fjögur sammál bætist sam- ræming ýmissa laga og reglna, svo sem Íslendingar hafa kynnzt með aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Önnur mál en þessi lúta að mestu leyti staðbundinni stjórn í hverju landi fyrir sig. Mikið atvinnuleysi víða á meginlandi Evrópu er til að mynda ekki sök ESB, því að hvert aðildarland markar sér sjálfstæða stefnu í vinnumarkaðsmálum og ber því ábyrgð á atvinnuleysinu heima fyrir. Sammál og sérmál Evrópusamstarfið hvílir á þeirri lykilhugsun, að sum verkefni sérhvers samfélags séu þannig vaxin, að þau krefjist sameiginlegra lausna, þar eð staðbundnar lausnir íþyngi öðrum löndum að ósekju. N ú er sá tími framundan að fólk sleppir gjarnan fram af sér beislinu þegar kemur að mat og drykk. Af því tilefni er við hæfi að minna á að aldrei koma fleiri á neyðarmóttökur spítalanna vegna hjarta- og æðasjúkdóma en einmitt á þessum árstíma þegar græðgin verður stjórnlaus. Sagan segir okkur sem sagt að næstu dagar munu óhjákvæmi- lega hafa í för með sér ótímabær dauðsföll og varanlegt heilsu- tjón, sem fólk vinnur sjálfu sér með því að kunna sér ekki hóf. Lítið er við því að gera, fyrir utan að óska þess að sem flestir gangi hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar. Til langs tíma er hins vegar full ástæða til að velta fyrir sér hvað veldur, fyrir utan hið augljósa óhóf. Hjarta- og æðasjúkdómar leggja fleiri í gröfina á heimsvísu en nokkrir aðrir sjúkdómar. Meginorsökin fyrir þeim eru of hár blóðþrýstingur og undanfarin ár hefur athyglin beinst í vaxandi mæli að því hve salt er mikill skaðvaldur í þeirri jöfnu. Salt er lúmskur fjári. Það er ekki hægt að lifa án þess en ef maður notar það í óhófi í langan tíma er það vísasta leiðin til að kveðja þennan heim fyrir aldur fram. Ólíkt ýmsum efnum er salt hins vegar svo auðvinnanlegt og þar af leiðandi svo ódýrt að stjórnvöld geta ekki með nokkru móti hlaðið á það svokölluðum neyslustýringarsköttum, eins og er til dæmis gert með tóbak og áfengi, og treyst því að þar með sé kominn nógu mikill fælingarmáttur til þess að fólk haldi sig frá óhollustunni. Þar fyrir utan er allsendis óvíst að slík skattlagning sem tæki til neyslustýringar, hafi þau áhrif sem til er ætlast. Óvíða í heiminum er til dæmis meira þambað af gosdrykkjum en hér á Íslandi og það þrátt fyrir að skattlagning gosdrykkja sé á fáum stöðum hærri en hér. Sykur og salt eiga það sammerkt að vera í grunninn mjög ódýrar vörur sem erfitt er að skattleggja svo svakalega að buddu neytenda sé ofboðið. Heilbrigðisyfirvöld þurfa því að finna aðrar leiðir til að koma neyslu sykurs og salts inn fyrir hófleg mörk. Finnum hefur einmitt lukkast svo vel í baráttunni gegn saltnotkun að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fylgist grannt með málum, með það fyrir augum að þar sé komið fordæmi sem aðrar þjóðir geti fylgt. Á síðustu þremur áratugum hefur finnskum heilbrigðisyfir- völdum með markvissum áróðri, eða forvarnarstarfi ef menn kjósa það orð, tekist að fá þjóð sína til að skera daglega salt- neyslu niður, úr um fjórtán grömmum í átta, en talið er hóflegt að innbyrða fimm grömm af salti á dag. Fyrir vikið hefur hjarta- og æðasjúkdómatilfellum fækkað verulega og meðalaldur Finna hækkað um tæp sex ár. Og athugið að á sama tíma hefur áfeng- is- og tóbaksneysla aukist og verð á þeim vörum svo sannarlega ekki lækkað. Af þessum árangri má draga þá ályktun að það er mun væn- legri leið fyrir heilbrigðisyfirvöld að höfða til skynsemi fólks en sparsemi þegar kemur að bættum lífsháttum. Þegar græðgin verður stjórnlaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.