Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 56
2 { íslensk jól }
Fréttablaðið ákvað að leita til Sól-
veigar Jónsdóttur, blaðakonu á
Bistro, til þess að útbúa léttar upp-
skriftir fyrir jólaárdegisverð. „Sá
tími sem núna fer í hönd einkennist
yfirleitt af þungum og miklum mat
sem veldur því að margir eru hálf-
partinn eftir sig þegar hversdags-
leikinn tekur svo aftur við. Þess
vegna er um að gera að byrja hátíð-
ina með notalegum málsverði sem
tekur litla stund að útbúa,“ segir
Sólveig brött.
Sólveig segist sjálf ekkert vera
mikil jólamanneskja. Henni þykir
samt stemningin í kringum jóla-
matseldina skemmtileg. „Ég vil líka
hvetja fólk til þess að slaka á hefðum
og prófa nýja hluti. Þá er aldrei að
vita nema að fólk finni eitthvað enn
þá betra,“ bætir Sólveig við. Sjálf
ætlar hún að elda lambafillet fyrir
fjölskylduna á aðfangadag enda
mikill aðdáandi lambakjötsins. „Svo
ætla ég að reyna troða þeirri hefð
inn að hafa jólagraut.“ Jólamöndlu-
grautur er einmitt afar hefðbundinn
árdegisverður á aðfangadag en Sól-
veig ákvað þó að koma með örlítið
meira framandi uppskriftir handa
lesendum Fréttablaðsins. Alls kyns
útfærslur og smávægilegar breyt-
ingar á uppskriftunum eru síðan
meira en sjálfsagðar til að réttirnir
falli sem flestum í geð að sögn Sól-
veigar. „Fallegur ávaxtabakki með
ferskum, niðurskornum ávöxtum,
nýbakað brauð og gott álegg setur
svo punktinn yfir i-ið á hinum full-
komna jólaárdegisverði,“ skýtur Sól-
veig brosandi inn í að lokum. - sha
Léttur jólaárdegisverður
Asinn getur oft verið mikill á aðfangadag og gleyma sumir jafnvel að borða. Ekki er
ráðlagt að sleppa máltíðum og þá er ekki úr vegi að fá sér þægilegan árdegisverð.
„Eftir nokkur metár í röð þori ég
næstum að fullyrða að árið í ár
verði ekki metár í útgáfu á íslenskri
tónlist,“ segir Eiðar Arnarson,
útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá
Senu. Hann segir samt sem áður að
íslensk plötuútgáfa hafi ekkert endi-
lega náð jafnvægi og að margt geti
breyst. Eiður tekur undir að þróunin
í sölu á tónlist undanfarið er ein-
faldlega þannig að allt hefur legið
niður á við, allavega hvað varðar
almenna plötusölu,
og nefnir sem
dæmi að sala á
erlendri tónlist
hafi minnkað
nokkuð á þessu
ári.
Sala á
íslenskri tónlist
hefur samt sem
áður staðið í stað
og jafnvel bætt
örlítið við sig.
„Hlutföllin hafa
verið að snúast
við. Ekki eru nema
um fimm ár síðan
hlutföllin voru
um 60 prósent
erlent og 40 pró-
sent íslenskt. Í dag
myndi ég halda að þetta
væri akkúrat öfugt,“ segir Eiður.
„Netið hefur gríðarleg áhrif og það
bitnar mest á erlendu tónlistinni.
Ég held líka einfaldlega að íslenskir
tónlistarmenn standi okkur nær og
við höfum aðeins meiri móral yfir
því að sækja þeirra tónlist ókeypis
á netinu.“
Eiður óttast að útgáfan haldi
áfram á sömu nótum og hún er núna
en vonar að svo verði ekki. „Auð-
vitað væri maður til í að sjá kjarna
aðdáendahóps tónlist-
ar aðeins taka betur
við sér í að kaupa
tónlist. Vegna þess
að að sama skapi og
salan hefur minnkað
hefur neyslan aukist
til muna.“ Jafnframt
segir Eiður að erfitt
sé að finna lausn á
vandamáli plötuút-
gefenda en telur að
útgáfan gæti farið
að snúast meira um
myndmiðilinn, sam-
anber útgáfa á DVD-
diskum. „Ég held að
menn geti samt alls
ekki kvartað og það
er mjög magnað hvað
sala á íslenskri tónlist
hefur haldist vel.“ - sha
Salan minnkar
en neyslan eykst
Íslensk plötuútgáfa er gróskumikil, sérstaklega ef miðað
er við höfðatölu. Plötusala hefur þó breyst mikið síðustu
ár og erfitt að sjá fyrir hvernig þróunin á eftir að verða.
VINSÆLASTA TÓNLISTIN
Baggalútur
Sálin & Gospel
Ragnheiður Gröndal
Björgvin Halldórsson
Elísabet Eyþórsdóttir
STERKUSTU NÝJUNGARNAR
Skakkamanage
Lay Low
Siggi Pálma
Reykjavík!
Toggi
Áhugaverðast
EGGJABRAUÐ MEÐ PARMASKINKU OG RJÓMAOSTI
fyrir 4
8 brauðsneiðar
4 msk. rjómaostur
4 sneiðar parmaskinka
50 g pekanhnetur, saxaðar
4 egg
salt og svartur pipar
1 msk. smjör
Byrjaðu á því að smyrja brauðsneiðarnar með rjóma-
ostinum áður en þú leggur þær saman með parma-
skinkusneið og pekanhnetum. Sláðu eggin í sundur í
skál og kryddaðu með smá salti og nýmöluðum pipar.
Veltu samlokunum upp úr eggjablöndunni. Steiktu
þær í smjörinu á meðalheitri pönnu á hvorri hlið þar
til þær eru orðnar ljósbrúnar, berðu þær fram strax.
MORGUNVERÐARPÖNNUKÖKUR MEÐ GRANATEPL-
UM OG BLÁBERJUM
4 ½ dl hveiti
3 tsk. lyftiduft
2 dl sykur
2 egg
2 ½ dl mjólk
2 msk. smjör
1 granatepli
100 g bláber
hlynsíróp, magn stjórnast af löngun
Sigtaðu hveiti og lyftiduft saman, bættu sykrinum
við. Blandaðu eggjum og mjólk saman við, hrærðu
þar til deigið er kekkjalaust. Steiktu pönnukökurnar
í dálitlu smjöri á meðalheitri pönnu þar til þær eru
ljósbrúnar. Staflaðu þeim upp og dreifðu granatepla-
fræjum og bláberjum yfir áður en þú hellir hlynsíróp-
inu yfir.
BAKA MEÐ REYKTUM LAXI
fyrir 8
BÖKUBOTN:
75 g smjör
150 g hveiti
½ dós sýrður rjómi með graslauk og lauk
½ tsk. salt
½ tsk. þurrkað oregano
Blandaðu öllu vel saman og þrýstu á botninn og með
hliðunum á smurðu smelluformi. Pikkaðu í böku-
botninn á nokkrum stöðum með gaffli áður en þú
setur fyllinguna í. w
FYLLING:
100 g reyktur lax, skorinn í bita
50 g sveppir, skornir í sneiðar
2 tómatar, skornir í sneiðar
150 g rifinn ostur
2 egg
1 dl rjómi
svartur pipar
Hitaðu ofninn í 200 gráður. Settu laxabitana, sveppi,
tómata og rifinn ost á bökubotninn. Hrærðu egg og
rjóma vel saman og kryddaðu með svörtum pipar.
Helltu eggjablöndunni ofan á botninn og bakaðu
bökuna í um 40 mínútur áður en þú berð hana fram
með fersku salati og góðu brauði.