Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 1

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 1
Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú Sennilega trúa ekki margir því að hægt sé að reka versluneingöngu með jólaskraut. Sig-ríður María Birgisdóttir, annareigenda Jólahússins við Skóla-vörðustíg, er sjálfsagt á allt öðrumáli. þeir standa fyrir utan og bíða eftir að við opnum á morgnana.“ Þó að sumarviðskiptin séu mest við ferðamenn í leit að fallegu íslensku jólaskrauti er þó farið að færast í aukana að Íslendingar komi í leit að skrauti yfir sumartímann. „Við erum með helling f ir í söfnun og fólk talar um að kaupa einn á ári, maður verður nú kominn á ellilífeyri þegar það verður komið. Þetta eru nú þrett- án sveinar, Grýla, Leppalúði og kötturinn þannig að ef b jár á Vöruúrvalið í Jólahúsinu er veglegt og þar er hægt að fá jóla- skraut frá ýmsum löndum allt frá Danmörku til Kanada Ísle khandverk Heldur jólin allt árið um kring Amal Tamimi í helgar- viðtali um flótta sinn með fimm börn frá Jerúsalem og nýja lífið á Íslandi, Ingvi Hrafn Jóns- son um nýju sjónvarps- stöðina sína, Í svörtum fötum gerir upp leiðar- lok sín, farið í saumana á ákærunum í olíumálinu mikla og allt um fallega borðsiði fyrir jólaboðin. Flytur jólakveðjuna til Íslendinga Nafn komið á síðustu Harry Potter-bókina Tæplega sex hundruð kíló af skötu fóru yfir afgreiðsluborðið hjá Hólmgeiri Einarssyni í Fiskisögu þar sem örtröð myndaðist í gær. Stærsti skötuátsdagur ársins er í dag á Þorláksmessu. „Lyktin er yndisleg. Fólkið kemur meðvitað um hana á þessum árstíma og sækir í lyktina til að losna við kvefið.“ Spurður um fleiri eiginleika skötunnar sagðist Hólmgeir nokkuð viss um að hún yki kyngetuna. Skötuunnendur sem lögðu leið sína í Fiskisögu í gær voru á ýmsum aldri en enginn undir þrítugu, að sögn Hólmgeirs, og hugðust flestir bjóða til skötu- veislu í dag. Læknar kvef og eykur kyngetu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Gleðil ega há tíð 1 dagur til jóla! Opið til 23 Gjafabréf - harður pakki en samt mjúkur Íslendingur á þrítugs- aldri liggur mikið slasaður á sjúkrahúsi í Árósum í Danmörku eftir að hafa fallið af svölum íbúð- ar sinnar og lent á steyptri stétt. Fallið var um tólf metrar. Slysið átti sér stað síðastliðinn sunnudag. Tildrög þess eru ekki ljós. Maðurinn féll af svölum íbúðar- innar, sem er á fjórðu hæð í fjölbýlis- húsi. Hann slasaðist mikið við fallið og telja læknar á sjúkrahúsinu það vera hreint kraftaverk að hann skuli vera á lífi, að sögn föður hans sem dvelur nú ytra við sjúkrabeð sonar síns ásamt fjölskyldu. Ungi maðurinn slasaðist mikið þegar hann lenti á stéttinni. Höfuðið og hryggjarsúlan sluppu ósködduð, en önnur meiðsl eru alvarleg, meðal annars innvortis. Hann hefur gengist undir þrjár stórar aðgerðir á undanförnum dögum og tóku tvær fyrstu um sjö klukkustundir. Síðasta aðgerðin var gerð í fyrradag og tók hún níu klukkustundir. Manninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél frá því að hann kom á sjúkrahúsið á sunnudag. Faðir hans segir að líðan hans sé stöðug og eftir atvik- um. Hann sé þó enn í lífshættu. Hann taldi, þegar Fréttablaðið ræddi við hann síðdegis í gær, að trúlega yrði prófað að vekja son hans síðdegis. Danska lögreglan rannsakar til- drög þess að maðurinn féll niður af svölunum. Féll 12 metra niður af svölum Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúða- lánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P láns- hæfiseinkunn fyrir langtímaskuld- bindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuld- bindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdrag- anda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnu- markaði skapa hættu á að verð- bólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxta- hækkana, en fyrir vikið yrði aðlög- unarkerfið sársaukafyllra,“ segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstak- lega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody‘s gefur okkur hæstu einkunn,“ segir Geir Haarde for- sætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt.“ Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvit- að brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmd- um þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik.“ Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjár- þörf og verið að greiða niður skuld- ir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar.“ Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest. Kosningaslaki rýrir láns- hæfismat íslenska ríkisins Krónan féll kröftuglega í kjölfar frétta um lækkun S&P á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs. Þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálum eru á skjön við peningamálastefnuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.