Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 2

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 2
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur verður kærð- ur af 24 ára konu fyrir kynferðisbrot og að misnota aðstöðu sína er hún var í meðferð á Byrginu. Þetta staðfestu Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn og Sigurbjörn Víðir Eggertsson rannsóknarlögreglu- maður í gær. Þá er hann einnig kærður fyrir að draga að sér fé frá konunni en hún segir hann hafa haft af sér fjórar milljónir króna eins og fram kom í viðtali við kon- una í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á fimmtudags- kvöld. Tekin var skýrsla af konunni í gær en líklegt er að lögreglan á Selfossi og lögreglan í Reykjavík muni vinna í sameiningu að rannsókn málsins. Sagðist konan í þættinum hafa átt í ástarsam- bandi við Guðmund frá 18. nóvember 2004 en hún var þá í meðferð á Byrginu. Stóð það yfir í rúm tvö ár. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir nauð- synlegt að upplýsa um það hvort Guðmundur Jóns- son hafi misnotað stöðu sína sem forstöðumaður Byrgisins en meðferð þar byggir öðru fremur á trúarlegum grunni. „Það er alveg sama hvernig á þetta er litið, málið er á allan hátt hræðilegt. Þessar ásakanir eru það alvarlegar að það verður að fara fram nákvæm skoðun á þessu máli. Mér fannst umfjöllunin í sjónvarpi [þáttur Kompáss] fara út fyrir öll velsæmismörk en það er annað mál og létt- vægara. Ef þessar ásakanir reynast sannar þá þarf að horfa til þess hversu alvarlegt það er að misbeita stöðu sinni undir trúarlegu yfirvarpi. Það er algjör- lega ólíðandi.“ Hilmar Baldursson, lögmaður Guðmundar, sagði kæru á hendur 365 miðlum hafa verið lagða fram vegna umfjöllunar Kompáss. Hann sagði málið nú vera komið í eðlilegan farveg. „Það er svolítið ein- kennilegt að hægt sé að fara upp á fréttastofu Stöðv- ar 2 og ausa úr skálum reiði sinnar yfir nafngreinda menn án þess að það sé stutt með haldbærum sönn- unum sem mark er á takandi. Hins vegar er málið nú komið í eðlilegan farveg og verður ekki rekið í fjölmiðlum af okkar hálfu.“ Konan lagði fram ýmis gögn er kæran var lögð fram hjá lögreglunni í Reykjavík. Meðal annars myndbandsupptökur, tölvupósta og önnur gögn um er vörðuðu fjármál. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Guð- mund Jónsson í gær. Guðmundur kærður fyrir kynferðisbrot Guðmundur Jónsson hefur verið kærður fyrir að misnota stöðu sína sem for- stöðumaður Byrgisins. Ólíðandi ef ásakanir um misbeitingu undir trúarlegu yfir- varpi reynast réttar, segir biskup. Ekki fjölmiðlamál, segir lögmaður Guðmundar. Jakobína, ertu smeyk við reyk? „Lagalegur réttur vímu- efnasjúklinga er ekki nægilega tryggður. Því er hægt að fara illa með sjúklinga án þess að brjóta lög,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá meðferðarstofn- uninni SÁÁ. „Sjúklingar okkar eru mjög áhrifagjarnir og líta upp til þeirra sem eru að aðstoða þá og meðhöndla.“ Í almennum hegningarlögum segir að ef umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, á geð- sjúkrahúsi, vistheimili, uppeldis- stofnun eða annarri slíkri stofn- un hefur samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni varðar það fangelsi allt að fjórum árum. Þórarinn segir að ekkert sé beinlínis í lögum um þá sem séu haldnir vímuefnavanda. „Það er kannski vegna þess að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað dóm- greind þeirra er skert fyrst eftir að þeir hætta í neyslunni. En nýj- ustu rannsóknir hafa sýnt það að þeir eru gríðarlega áhrifagjarnir og jafnvel játa á sig glæpi og annað sem ekki er fótur fyrir.“ Engar reglur eða lög eru til um að stofnanir setji sér siða- reglur og þeim því í sjálfsvald sett hvort og þá hvers konar siða- reglur þær setji sér. Þá ber stofn- unum engin skylda til að tilkynna brot á siðareglum til yfirvalda nema um saknæmt athæfi sé að ræða. Þórarinn segir að í seinni tíð hafi menn farið að tala um að þörf sé á strangari og formlegri siðareglum. Greinargerð sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra óskaði eftir frá stjórn Byrgisins barst ráðuneytinu í gær. Hún verður tekin til skoðunar á á þriðjudaginn. Þarf að horfa til þess hversu alvarlegt það er að misbeita stöðu sinni undir trú- arlegu yfirvarpi. Það er algjörlega ólíðandi. Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS CADILLAC ESCALADE Nýskr. 01.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 12 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 8.200 .000. - Mjög slæmt veður var víða á landinu í nótt og er útlit fyrir áframhaldandi vonskuveður fram eftir degi norðanlands. Veðrið skánar til muna sunnan- og suðvestanlands eftir hádegi og er útlit fyrir fínt veður til jólagjafa- kaupa á flestum stöðum landsins í kvöld, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Á morgun, aðfangadag, verður líklega rigning og strekkingsvind- ur á öllu landinu fyrir hádegi en hæglætisveður þegar fer að nálgast jólamatinn. Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig, sem Sigurður segir óvenjulega hlýtt á þessum árstíma. Viðrar vel til jólagjafakaupa Harðir bardagar geisa nú í Sómalíu milli hermanna stjórnarinnar, sem nýtur stuðn- ings frá Eþíópíu, og liðsmanna múslímahreyfingar sem vill taka völdin í landinu. Stjórnarherinn segist hafa fellt 600 múslima, en sveitir múslima segjast hafa fellt 400 stjórnarliða. Þær tölur hafa þó ekki verið staðfestar. Múslimar hafa einnig beint spjótum sínum að hermönnum frá Eþíópíu og vilja hrekja þá úr landi. Í gær sendi Eþíópíustjórn síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði þolinmæði sína vera á þrotum. Hundruð fallin Minningarathöfn um Jan Nordskov Larsen, danska sjóliðann sem lést er skipverjar á danska varðskipinu Triton freistuðu þess að bjarga áhöfn flutningaskipsins Wilson Muuga, fór fram um borð í Triton í gær. Sjö skipverjar af Triton sluppu ómeiddir þegar björgunarbáti þeirra hvolfdi í miklu brimi skammt frá strandstað flutninga- skipsins Wilson Muuga sunnan við Sandgerði skammt frá Hvalsnesi. Jan Nordskov drukknaði áður en þyrlu Land- helgisgæslunnar tókst á ná honum upp úr sjónum við erfiðar aðstæður. Minntust sjólið- ans sem lést Bandaríkjastjórn notar fé eyrnamerkt þróunarlönd- unum til að múta þeim löndum sem hafa kosningarétt í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Fá þessar þjóðir 59 prósentum meira fé á ári frá Bandaríkjunum meðan þær hafa sæti í ráðinu, segir í frétt breska blaðsins Guardian. Þetta kemur fram í nákvæmri greiningu Ilyana Kuziemko og Eric Werker, vísindamanna við Harvard-háskólann, á gögnum sem ná fimmtíu ár aftur. Hjálparstofnanir brugðust illa við fréttunum. „Hjálpin ætti að fara til þeirra sem á henni þurfa að halda,“ hefur blaðið eftir Duncan Green hjá Oxfam. Sögð beita mút- um í öryggisráði Ekkert bendir til þess að rangar ákvarðanir hafi leitt til þess að hinn 25 ára gamli Jan Nordskov Larsen, danskur skip- verji á danska varðskipinu Triton, lést við björgunaraðgerð skammt frá strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga við Hvalsnes. Þetta staðfesti Klaus Randrup, yfirmaður upplýsingamála hjá danska sjóhernum, í samtali við Fréttablaðið í gær. Starfsmenn rannsóknardeildar sjóhersins hafa að undanförnu yfirheyrt skipverja á Triton og einnig skipstjórann Ulf Michael Berthelsen. „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að rangar ákvarðanir hafi leitt til slyssins. Fyrst og fremst var um erfiðar aðstæður að ræða sem voru ófyrirsjáanlegar. Mótorar björg- unarbátsins gáfu sig og það olli því að báturinn var stjórnlaus í miklu brimi sem endaði með því að honum hvolfdi,“ sagði Randrup. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur undanfarna daga yfirheyrt skipverja á Wilson Muuga. Ekki hefur enn fengist skýr niðurstaða á hvað olli því að sjálfstýring skipsins bilaði. Lög- reglumenn og sérfræðingar hafa farið um borð í skipið og yfirfarið vélar þess en niðurstöður þeirrar skoðunar liggja ekki fyrir. Rannsóknarnefnd sjóslysa vinnur enn að yfirheyrslum vegna strandsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Ekkert óeðlilegt komið í ljós
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.