Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 4
Sjávarútvegsráðherr-
ar Evrópusambandslandanna
komu sér í fyrrinótt saman um
fiskveiðiheimildir næsta fiskveiði-
árs í lögsögu sambandsins. Sókn
í þorskstofninn í Norðursjó verð-
ur dregin saman um fimmtung, en
fiskifræðingar höfðu ráðlagt mun
róttækari niðurskurði til að bjarga
stofninum frá algeru hruni vegna
ofveiði síðustu ára og áratuga.
Veiðiheimildir voru líka minnk-
aðar í nokkrar aðrar eftirsóttar
fisktegundir, en þær voru auknar
í aðrar til að bæta útgerðarmönn-
um að nokkru leyti upp missinn.
Ráðherrarnir höfðu setið á rök-
stólum um kvótaútdeilinguna í
á þriðja sólarhring þegar niður-
staða fékkst loks. Sóknin verður
takmörkuð mest á miðunum vest-
ur af Skotlandi og í Keltneska haf-
inu við Írland. Þorskkvótinn var
minnkaður þar um 20 prósent
og um 15 prósent í nokkra aðra
stofna, að því er Joe Borg, sem
fer með sjávarútvegsmál í fram-
kvæmdastjórn ESB, greindi frá.
Borg hét því að hrinda í fram-
kvæmd róttækri áætlun sem
miðar að því að bjarga þorskstofn-
inum í Norðursjó og öðrum haf-
svæðum sem heyra undir fisk-
veiðilögsögu ESB. Þær aðgerðir
sem gripið hefur verið til á síð-
astliðnum þremur árum í þessu
skyni hafa ekki skilað áþreifan-
legum árangri. „Þorskstofninn er
í slæmu ástandi á öllum miðum
ESB,“ sagði hann, en bætti við að
nýjustu seiðatalningar bentu til
að gera mætti sér vonir um að til
betri vegar horfði.
Carol Phua, talsmaður alþjóð-
legu náttúruverndarsamtak-
anna WWF, sagði aðgerðir ESB
til verndar fiskistofnum langt
frá því að vera nægilegar. „Pól-
itísk hrossakaup um kvóta halda
áfram, á meðan ástandið í hafinu
versnar. Þeir eru að skjóta sig í
fótinn,“ sagði hann um niðurstöðu
ESB-ráðherranna í ár.
Hrun ansjósustofnsins í
Biskajaflóa leiddi til þess að sam-
staða náðist um að banna veiðar úr
honum í bili. Einnig verða síldar-
og lönguveiðar dregnar talsvert
saman í lögsögu sambandsins.
Ráðherrarnir ákváðu enn frem-
ur strangari reglur um möskva-
stærð og strandveiðar í Miðjarð-
arhafi.
Þorskveiðar skornar
niður um fimmtung
Eftir nærri þriggja sólarhringa átakafund komu sjávarútvegsráðherrar ESB sér í gær
saman um fiskveiðikvóta næsta árs í lögsögu sambandsins. Sókn í þorsk og fleiri
ofveiddar tegundir var minnkuð en þó ekki eins mikið og fiskifræðingar ráðlögðu.
Hátíðleg jólagjöf
Helga himneska stjarna
er ljóðperla Sigurbjörns
Einarssonar biskups við
lag Steins Kárasonar.
Flutt af Schola cantorum og
félögum úr kammersveit
Hallgrímskirkju.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Útsetning Atli Heimir Sveinsson.
utningi Hrólfs
Sæmundssonar bariton við
orgelundirleik
Steingríms Þórhallssonar.
Kærleikur á hvert heimili.
.
ng Steinn.is
s. 8966824
Benedikt sextándi
páfi segir að ársins 2006 verði
minnst fyrir þá hættu sem hann
segir vera á
átökum milli
menningar-
heima og
trúarbragða.
Hann hvatti til
þess að efnt
yrði til frekari
samræðna
milli kristinna
manna og
múslima.
Hann
sagðist hafa
sérstakar
áhyggjur af átökunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Páfi sagði þetta í gær þegar
hann flutti áramótaræðu sína í
Klementínusalnum í Páfagarði og
kom þar inn á mörg helstu
hugðarefni sín, eins og til dæmis
skírlífi presta og andstöðu við
hjónabönd samkynhneigðra.
Vill samræður
við múslima
Árni Mathiesen
fjármálaráðherra telur að lækk-
un Standard & Poor´s á lánshæfis-
einkunn ríkissjóðs gefi ekki til-
efni til breytinga á stefnu í
ríkisfjármálum. Stjórnvöld hafi
greinilega öðruvísi sýn á framtíð-
ina en matsfyrirtækið.
„Það læðist að manni sá grun-
ur að vegna þess hversu hagvöxt-
ur hefur verið mikill á undanförn-
um árum þá séu menn ekki búnir
að átta sig á því að það er spáð sex
prósenta samdrætti í þjóðarút-
gjöldum á næsta ári. Það jafnast á
við það mesta sem við höfum séð
síðustu fjörutíu árin.”
Í skýrslu S&P er sérstaklega
tekið fram að þensluhvetjandi
áhrif sem verða til vegna breyt-
inga frá upphaflega fjárlaga-
frumvarpi nemi yfir þrettán
milljörðum króna. Árni bendir á
að af þessari upphæð falli níu
milljarðar til vegna lækkaðra
vörugjalda og virðisaukaskatts á
matvælum.
Að mati Árna hafi þetta verið
rétti tímapunkturinn að láta lækk-
un matvælaverðs koma fram.
Ekki megi heldur gleyma því að
stefnt sé að tíu milljarða afgangi
af fjárlögum.
Fjármálaráðherra segir það sé
nokkuð erfitt að átta sig á þessu
mati þar sem aðeins vika sé liðin
síðan Moody´s staðfesti sitt mat.
„Af þessu matsfyrirtækjum er
Standard og Poor´s það sem breyt-
ir sínu mati oftast og ekki nema
ár síðan þeir breyttu okkar mati
til hækkunar.“
Hafa ólíka sýn á framtíðina
Miklar truflanir urðu á
innanlands- og millilandaflugi
vegna veðurs í gær. Fjölmargir
flugfarþegar þurftu að bíða
klukkustundum saman eftir að
komast í flug. Langar raðir
mynduðust út úr flugstöðinni á
Reykjavíkurflugvelli fyrir þrjú
flug sem farin voru til Akureyrar
í gær og komust færri að en
vildu.
Engar vélar fóru eftir klukkan
fimm í gær og er spáin tvísýn
fyrir daginn í dag.
Þá urðu miklar tafir á milli-
landaflugi í gær fóru síðustu
morgunvélarnar ekki í loftið fyrr
en upp úr hádegi.
Færri komust í
flug en vildu
Almannavarnarnefndir í
Árnessýslu afléttu í gærmorgun
viðbúnaðarástandi í sýslunni
vegna flóðahættu. Sjatna fór í
Ölfusá í fyrrakvöld en flóðið náði
hámarki um klukkan fimm og
hafði rennslið þá náð ríflega
sexföldu meðalrennsli árinnar.
Búið er dæla vatni úr nokkrum
húsum sem flætt hafði inn í.
Ljóst þykir að gríðarmiklar
skemmdir hafi orðið á girðingum
og ýmsum öðrum mannvirkjum í
uppsveitum sýslunnar, auk þess
sem hey hefur spillst eða flotið
burt. Vegir eru víða skemmdir, en
Vegagerðin vann að viðgerðum á
þeim í gær og vonaðist til að ná að
ljúka þeim fyrir daginn í dag.
Skriðuhætta í Eyjafirði er þá
liðin hjá.
Tekið að sjatna
í flóðunum
Fjárhagstoð Reykja-
víkurborgar hækkar um 8,8
prósent frá og með næstu
áramótum.
Fjárhagsaðstoð til einstaklinga
eldri en átján ára hækkar úr
87.615 krónum í 95.325 og aðstoð
til hjóna og fólks í skráðri
sambúð úr 140.184 krónum í
152.520 krónur á mánuði.
Hækkunin er í samræmi við
reglur Reykjavíkurborgar um
fjárhagsaðstoð til framfærslu en
grunnfjárhæð hennar ber að
endurskoða árlega í tengslum við
gerð fjárhagsáætlunar.
Hækkunin var samþykkt á
fundi borgarráðs í gær.
Einstaklingar fá
95.325 á mánuði
© GRAPHIC NEWS
Norður-
sjór
Biskajaflói
Keltneska
hafið
Vestur-Skot-
landsmið
ÍRL.
HOLL.
DANM.
SVÍÞJÓÐ
NOREGUR
BRETLAND
ÞÝSKAL.
BELGÍA
FRAKKLAND
SPÁNN