Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 6
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri segir uppbyggingu
skemmti- og menntagarðs í
Laugardal í rækilegri skoðun.
Hann segir að rekstrargrundvöllur
slíks garðs og stofnkostnað þurfi
að skoða gaumgæfilega og ekki
megi rasa um ráð fram í þessu sem
öðru.
„Við erum að tala um þrjú söfn.
Náttúrugripasafn, vísindasafn og
sjávardýrasafn. Hugmyndin um
vísindasafn og sjávardýrasafn er
eldri en umræðurnar um náttúru-
gripasafn kveiktu þá hugmynd að
sameina öll söfnin þrjú,“ segir
Vilhjálmur.
Vilhjálmur minnir á að ríkið
fékk úthlutað lóð undir náttúru-
gripasafn í Vatnsmýrinni árið 1991
en ekkert hafi gerst í því máli
síðan. „Við viljum því ræða hug-
myndir um safnamál þar sem borg
og ríki gætu komið saman og koma
þessu þannig á hreyfingu. Nú veit
ég að þeir sem starfa hjá Náttúru-
fræðistofnun telja það æskilegt að
safnið og stofnunin séu í sömu
byggingunni. Ég skal ekki dæma
um það en mér þætti það allavega
skynsamlegt að söfnin væru á
sama stað. Þá gætu fjölskyldurnar
nýtt sér fjölbreytt val og skemmt
sér vel ef þetta risi til dæmis í
Laugardalnum.“
Aðspurður hvort borgin gæti
hugsað sér að koma að uppbygg-
ingu náttúrugripasafns í Vatns-
mýrinni ef ríkið kysi að nýta lóðar-
réttindi sín þar segir Vilhjálmur að
borgin hafi ekki hingað til tekið
þátt í uppbyggingu á háskólasvæð-
inu. „Fyrst af öllu þurfum við að
tala saman og sjá hverjir snerti-
fletirnir eru á milli okkar í þessum
málum.“
Nýtt glæsilegt húsnæði
fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands
og Náttúrugripasafn Íslands er
hluti af stórum mennta- og
skemmtigarði sem Reykjavíkur-
borg íhugar að byggja í Laugar-
dalnum. Safnahlutinn verður um
11.500 fermetrar sem skiptist á
milli náttúrugripa- og vísindasafns
og sjávardýrasafns. Byggingin er
23.000 fermetrar að stærð þar sem
fjölbreyttir möguleikar verða til
skemmtunar og fræðslu.
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum á fimmtudag að óska eftir
formlegum viðræðum við ríkis-
stjórnina um aðstöðu fyrir náttúru-
gripa- og vísindasafn í Reykjavík
auk starfsemi Náttúrufræðistofn-
unar. Bréf þessa efnis, undirritað
af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
borgarstjóra, barst Geir H. Haarde
forsætisráðherra í gær.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
Borgarráðs, segir að fjárfestar séu
í viðræðum við borgina um gríðar-
lega uppbyggingu í Laugardalnum.
„Það sem við erum að segja með
bréfinu er að í Reykjavík eru marg-
víslegir valkostir og við erum til-
búin til viðræðna við ríkisvaldið
um sameiginlega aðkomu að þessu
máli. Við tökum undir það að ekki
sé búandi við núverandi ástand og
teljum það hlutverk okkar að benda
á lausnir.“
Samstarfshópur Reykjavíkur-
borgar er leiddur af þrem fjár-
festum. Klasa hf., fyrirtæki
Sigurjóns Sighvatssonar Palomar
Pictures og Fasteign hf. Hönnun
er í höndum Jerde Partnership í
Los Angeles og THG Reykjavík.
Ragnar Atli Guðmundsson er
verkefnisstjóri. „Þetta er opnan-
legt torg sem verður aðalhliðið
inn í dalinn. Innangengt verður í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn,
Skautahöllina og Laugardalshöll-
ina. Við viljum sýna dalnum virð-
ingu út frá náttúru og umhverfi
og þess vegna eru byggingarnar
felldar inn í grastorfuna á milli
Laugardalshallarinnar og Glæsi-
bæjar.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segir að sér
hafi verið kynntar hugmyndir um
stóran náttúru- og vísindagarð í
Laugardalnum. „Auðvitað er það
mikið fagnaðarefni ef margir geta
sammælst um gera þetta á öflug-
an hátt. Því fylgir mikill kostnað-
ur að byggja náttúruminjasafn,
ekki undir 1,5 milljörðum króna,
og því fleiri sem geta komið að
slíkri uppbyggingu því betra.“
Byggingarverktakar sem
Fréttablaðið ráðfærði sig við telja
að uppbygging garðsins muni
kosta á bilinu fimm til tíu millj-
arða króna.
Náttúrugripasafnið
staðsett í Laugardal
Borgaryfirvöld íhuga að reisa stóran skemmti- og menntagarð í Laugardal. Gert
er ráð fyrir húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun og Náttúrugripasafnið. Kostn-
aður gæti numið tíu milljörðum króna. Borgin vill ræða samstarf við ríkið.
Er stýrikerfið í tölvunni þinni
fengið á löglegan hátt?
Borðar þú skötu um jólin?
Norskir vísindamenn
hafa fundið nýja frumveru-
fylkingu í sjónum sem talin er
vera einn af allra elstu forfeðrum
mannanna, kom fram á Aften-
posten.
Telonemia eru örsmáir
einfrumungar sem lifa í öllum
höfum heims, og telja vísinda-
mennirnir að þeir hafi lítið sem
ekkert breyst í milljarð ára.
„Þeir eru meðal fyrstu
lífveranna ... og Telonemia-
fylkingin er týndur hlekkur í
þróunarferlinu,“ sagði Kjetill S.
Jakobsen og bætti við að hann
gerir ráð fyrir að Telonemia
finnist einnig í norskum fjalla-
vötnum, sem og öðru ferskvatni.
Uppgötvunin hefur vakið
mikla athygli meðal vísinda-
manna sem rannsaka upphaf lífs
á jörðu.
Týndur hlekk-
ur uppgötvaður
Flugstoðir ohf. og
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hafa fullan stuðning
Geirs H. Haarde forsætisráðherra
í deilu þeirra við flugumferðar-
stjóra. Geir sendi flugumferðar-
stjórum tóninn í gær og sagði „frá-
leitt að nota svona tilefni til að
knýja fram breytingar á kjara-
samningi sem er í fullu gildi.“
Geir sagði samgönguyfirvöld
og Flugstoðir „hafa staðið í einu
og öllu að þessu máli í samræmi
við lög í landinu“ og er þess full-
viss að deilan leysist, en vildi ekki
útskýra hvað væri verið að gera í
málinu. Sturla Böðvarsson vildi
heldur ekki tjá sig um þetta í gær.
Forsætisráðuneytið svaraði í
gær bréfi frá Alþjóðasamtökum
flugumferðarstjóra, en í því var
lýst yfir áhyggjum af aðgerðum
Flugstoða. Sérstaklega var bent á
að samkvæmt aðilaskiptalögum
væri óleyfilegt að segja upp
starfsfólki við breytt rekstrar-
form og að allt liti út fyrir að ríkis-
stjórnina skorti pólitískan vilja til
að tryggja að flugumferðarstjórar
fengju sanngjarna meðferð.
Í svari forsætisráðuneytisins
kemur fram að svo virðist sem
Alþjóðasamtökin hafi ekki kynnt
sér allar forsendur málsins. Ráðu-
neytið túlki lög um aðilaskipti með
öðrum hætti, án þess að það sé
útskýrt nánar í svarinu. Forsætis-
ráðuneyti ábyrgist að kjör flug-
umferðarstjóra skerðist ekki.
Treystir Sturlu og Flugstoðum
Vatnsborð Hálslóns
fór í 562,2 metra í gær og hafði
þá hækkað um tæplega 60
sentimetra á sólahring, sem er
tífalt meira en að jafnaði í
síðustu viku.
Þessa miklu vatnavexti má
rekja til hlákunnar sem geysað
hefur á svæðinu að undanförnu.
Í óveðrinu flettist einnig
klæðning af kafla Kárahnjúka-
vegar og Sandá flæddi yfir
vestari Eyjabakkaveg.
Vindkviðurnar í fyrrinótt
héldu vöku fyrir fólki á vinnu-
svæðinu en fámennt er þar nú
vegna yfirstandandi jólafría.
Mikil hækkun
vatnsborðs