Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 6
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir uppbyggingu skemmti- og menntagarðs í Laugardal í rækilegri skoðun. Hann segir að rekstrargrundvöllur slíks garðs og stofnkostnað þurfi að skoða gaumgæfilega og ekki megi rasa um ráð fram í þessu sem öðru. „Við erum að tala um þrjú söfn. Náttúrugripasafn, vísindasafn og sjávardýrasafn. Hugmyndin um vísindasafn og sjávardýrasafn er eldri en umræðurnar um náttúru- gripasafn kveiktu þá hugmynd að sameina öll söfnin þrjú,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur minnir á að ríkið fékk úthlutað lóð undir náttúru- gripasafn í Vatnsmýrinni árið 1991 en ekkert hafi gerst í því máli síðan. „Við viljum því ræða hug- myndir um safnamál þar sem borg og ríki gætu komið saman og koma þessu þannig á hreyfingu. Nú veit ég að þeir sem starfa hjá Náttúru- fræðistofnun telja það æskilegt að safnið og stofnunin séu í sömu byggingunni. Ég skal ekki dæma um það en mér þætti það allavega skynsamlegt að söfnin væru á sama stað. Þá gætu fjölskyldurnar nýtt sér fjölbreytt val og skemmt sér vel ef þetta risi til dæmis í Laugardalnum.“ Aðspurður hvort borgin gæti hugsað sér að koma að uppbygg- ingu náttúrugripasafns í Vatns- mýrinni ef ríkið kysi að nýta lóðar- réttindi sín þar segir Vilhjálmur að borgin hafi ekki hingað til tekið þátt í uppbyggingu á háskólasvæð- inu. „Fyrst af öllu þurfum við að tala saman og sjá hverjir snerti- fletirnir eru á milli okkar í þessum málum.“ Nýtt glæsilegt húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrugripasafn Íslands er hluti af stórum mennta- og skemmtigarði sem Reykjavíkur- borg íhugar að byggja í Laugar- dalnum. Safnahlutinn verður um 11.500 fermetrar sem skiptist á milli náttúrugripa- og vísindasafns og sjávardýrasafns. Byggingin er 23.000 fermetrar að stærð þar sem fjölbreyttir möguleikar verða til skemmtunar og fræðslu. Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að óska eftir formlegum viðræðum við ríkis- stjórnina um aðstöðu fyrir náttúru- gripa- og vísindasafn í Reykjavík auk starfsemi Náttúrufræðistofn- unar. Bréf þessa efnis, undirritað af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra, barst Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær. Björn Ingi Hrafnsson, formaður Borgarráðs, segir að fjárfestar séu í viðræðum við borgina um gríðar- lega uppbyggingu í Laugardalnum. „Það sem við erum að segja með bréfinu er að í Reykjavík eru marg- víslegir valkostir og við erum til- búin til viðræðna við ríkisvaldið um sameiginlega aðkomu að þessu máli. Við tökum undir það að ekki sé búandi við núverandi ástand og teljum það hlutverk okkar að benda á lausnir.“ Samstarfshópur Reykjavíkur- borgar er leiddur af þrem fjár- festum. Klasa hf., fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar Palomar Pictures og Fasteign hf. Hönnun er í höndum Jerde Partnership í Los Angeles og THG Reykjavík. Ragnar Atli Guðmundsson er verkefnisstjóri. „Þetta er opnan- legt torg sem verður aðalhliðið inn í dalinn. Innangengt verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Skautahöllina og Laugardalshöll- ina. Við viljum sýna dalnum virð- ingu út frá náttúru og umhverfi og þess vegna eru byggingarnar felldar inn í grastorfuna á milli Laugardalshallarinnar og Glæsi- bæjar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að sér hafi verið kynntar hugmyndir um stóran náttúru- og vísindagarð í Laugardalnum. „Auðvitað er það mikið fagnaðarefni ef margir geta sammælst um gera þetta á öflug- an hátt. Því fylgir mikill kostnað- ur að byggja náttúruminjasafn, ekki undir 1,5 milljörðum króna, og því fleiri sem geta komið að slíkri uppbyggingu því betra.“ Byggingarverktakar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við telja að uppbygging garðsins muni kosta á bilinu fimm til tíu millj- arða króna. Náttúrugripasafnið staðsett í Laugardal Borgaryfirvöld íhuga að reisa stóran skemmti- og menntagarð í Laugardal. Gert er ráð fyrir húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun og Náttúrugripasafnið. Kostn- aður gæti numið tíu milljörðum króna. Borgin vill ræða samstarf við ríkið. Er stýrikerfið í tölvunni þinni fengið á löglegan hátt? Borðar þú skötu um jólin? Norskir vísindamenn hafa fundið nýja frumveru- fylkingu í sjónum sem talin er vera einn af allra elstu forfeðrum mannanna, kom fram á Aften- posten. Telonemia eru örsmáir einfrumungar sem lifa í öllum höfum heims, og telja vísinda- mennirnir að þeir hafi lítið sem ekkert breyst í milljarð ára. „Þeir eru meðal fyrstu lífveranna ... og Telonemia- fylkingin er týndur hlekkur í þróunarferlinu,“ sagði Kjetill S. Jakobsen og bætti við að hann gerir ráð fyrir að Telonemia finnist einnig í norskum fjalla- vötnum, sem og öðru ferskvatni. Uppgötvunin hefur vakið mikla athygli meðal vísinda- manna sem rannsaka upphaf lífs á jörðu. Týndur hlekk- ur uppgötvaður Flugstoðir ohf. og Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hafa fullan stuðning Geirs H. Haarde forsætisráðherra í deilu þeirra við flugumferðar- stjóra. Geir sendi flugumferðar- stjórum tóninn í gær og sagði „frá- leitt að nota svona tilefni til að knýja fram breytingar á kjara- samningi sem er í fullu gildi.“ Geir sagði samgönguyfirvöld og Flugstoðir „hafa staðið í einu og öllu að þessu máli í samræmi við lög í landinu“ og er þess full- viss að deilan leysist, en vildi ekki útskýra hvað væri verið að gera í málinu. Sturla Böðvarsson vildi heldur ekki tjá sig um þetta í gær. Forsætisráðuneytið svaraði í gær bréfi frá Alþjóðasamtökum flugumferðarstjóra, en í því var lýst yfir áhyggjum af aðgerðum Flugstoða. Sérstaklega var bent á að samkvæmt aðilaskiptalögum væri óleyfilegt að segja upp starfsfólki við breytt rekstrar- form og að allt liti út fyrir að ríkis- stjórnina skorti pólitískan vilja til að tryggja að flugumferðarstjórar fengju sanngjarna meðferð. Í svari forsætisráðuneytisins kemur fram að svo virðist sem Alþjóðasamtökin hafi ekki kynnt sér allar forsendur málsins. Ráðu- neytið túlki lög um aðilaskipti með öðrum hætti, án þess að það sé útskýrt nánar í svarinu. Forsætis- ráðuneyti ábyrgist að kjör flug- umferðarstjóra skerðist ekki. Treystir Sturlu og Flugstoðum Vatnsborð Hálslóns fór í 562,2 metra í gær og hafði þá hækkað um tæplega 60 sentimetra á sólahring, sem er tífalt meira en að jafnaði í síðustu viku. Þessa miklu vatnavexti má rekja til hlákunnar sem geysað hefur á svæðinu að undanförnu. Í óveðrinu flettist einnig klæðning af kafla Kárahnjúka- vegar og Sandá flæddi yfir vestari Eyjabakkaveg. Vindkviðurnar í fyrrinótt héldu vöku fyrir fólki á vinnu- svæðinu en fámennt er þar nú vegna yfirstandandi jólafría. Mikil hækkun vatnsborðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.