Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 12

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 12
 Tugþúsundir farþega sátu í gær strandaðar á Heathrow-flugvelli við Lundúnir, eftir að hundruðum fluga var aflýst vegna þykkrar þoku fjórða daginn í röð. Svo margir þurftu að bíða að flugvallaryfirvöld hafa sett upp upphituð tjöld og matsöluvagna víðs vegar um völlinn. Eins gengu starfsmenn um og dreifðu þunnum dýnum og teppum, svo fólk gæti hvílt sig. Um 160.000 manns fara um Heathrow-flugvöll á meðaldegi, en nærri 200.000 manns áttu pantað flug um völlinn í gær. „Það er allt farið úr böndunum,“ sagði Nicholas Velaz, 23 ára Bandaríkjamaður. „Það er svo mikið af fólki hér í flugstöðvarbyggingunni að maður getur varla gengið.“ Öll hótel í nágrenni Heathrow voru yfirfull og hafa hundruð manna neyðst til að sofa í flugstöðvar- byggingunum. Hátt í þúsund flug hafa verið afboðuð síðan á þriðjudag, þegar þykkur þokubakki færðist yfir Lundúnaborg. Voru farþegar varaðir við því að þeir kæmust hugsanlega ekki heim fyrir hátíðarnar, því líkur eru á að þokunni létti ekki í nokkra daga. Þokan hefur hins vegar haft lítil áhrif á öðrum flugvöllum. Ríkisútgjöld hafa vaxið að meðaltali um ellefu pró- sent á kosningaári á tímabilinu 1945-1997, samkvæmt athugun Þórunnar Klemensdóttur á ríkis- útgjöldum á þessu tímabili. Það er mun meira en árin á milli kosn- inga, þegar útgjöldin hafa aðeins vaxið um þrjú til fimm prósent. Sigurður Jóhannesson hag- fræðingur segir að ríkisútgjöld aukist um 16,7 prósent milli fjár- laga 2006 og fjárlaga kosningaárs- ins 2007. Sé reiknað með verð- bólgu upp á fimm til sjö prósent aukist útgjöldin svipað og í venju- legu kosningaári. „Þetta passar allt saman. Fjár- lögin 2007 eru hefðbundin kosn- ingafjárlög,“ segir Sigurður. „Það er aðeins meiri hagvöxtur í kosn- ingaárum, eða 4,6 prósent, en önnur ár á því tímabili sem Þór- unn skoðar, eða 4,1 prósent í meðalári,“ segir hann. Sigurður segir að hugsunin sé sú að menn reyni að viðhalda góð- ærinu og halda atvinnuleysinu niðri á kosningaári þannig að kjós- endum líði vel og búi ekki við mikið atvinnuleysi á meðan þeir meta hvort þeir vilji hafa sömu stjórnendur áfram. Þetta gildi bæði um ríki og sveitarfélög. „Stjórnmálamennirnir hafa sjálfsbjargarviðleitni og reyna að fresta bakslagi í hagkerfinu fram yfir kosningar. Ég veit ekki hvort það er úthugsað eða hvort það ger- ist ósjálfrátt en með því að auka útgjöldin svona mikið þá frestast bakslagið og þá vonandi, fyrir stjórnmálamennina, fram yfir kosningar,“ segir hann og telur dæmigert að nú sé vel tekið í ýmsar hugmyndir, til dæmis vegagerð. Sigurður hefur skoðað vöxt í útgjöldum sveitarfélaganna. Hann segir að útgjöld þeirra hafi vaxið mest ári fyrir kosningar, eða um 6,5 prósent, ef miðað er við tímabilið 1981-2005. Hin árin hafi þau vaxið frá tveimur og upp í sex prósent. „Ríkið hefur meiri áhrif á hag- sveifluna þannig að það er kannski meiri von um að menn geti haldið góðæri í gangi í ríkisfjármálun- um. Í sveitarfélögunum eru menn að skoða afrekalistann fyrir síð- ustu fjögur ár. Áhrifin á almennt efnahagsástand eru kannski ekki alveg jafn mikil þar ennþá þó að áhrif sveitarfélaganna hafi aukist mjög mikið,“ segir hann. Ríkisútgjöld vaxa alltaf á kosningaári Ríkisútgjöldin vaxa um 16,7 prósent milli fjárlaga 2006 og fjárlaga kosninga- ársins 2007. Þetta er þó svipað og í venjulegu kosningaári sé tekið tillit til verð- bólgu. Hagfræðingur telur að vel sé tekið í hugmyndir um framkvæmdir. Talsverður eldur kom upp í kjallaraíbúð í á Kirkjuvegi í Keflavík á sjöunda tímanum á föstudagsmorgun. Þrennt var inni í íbúðinni og náði fólkið að koma sér út af sjálfsdáð- um áður en lögreglan og slökkvi- liðið komu á vettvang. Fólkið var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en var útskrifað að lokinni skoðun. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni og sprungu meðal annars tvær rúður. Að sögn lögreglunnar í Keflavík eru eldsupptök ókunn en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá raftækjum. Rúður sprungu í eldinum Aurskriða féll á veginn í Hörgárdal norðan við Staðar- bakka rétt fyrir miðnætti aðfaranótt fimmtudags með þeim afleiðingum að sjö manns lokuðust inni á Staðarbakka. Símasamband rofnaði en íbúar voru ekki taldir vera í neinni hættu. Um morguninn hófst Vega- gerðin handa við að hreinsa veginn og lauk því starfi um hádegi. Þó voru einhverjir vegir á svæðinu enn ófærir seinnipartinn í gær. Á Akureyri flæddi nokkuð vatn um Kjarnaskóg og tjald- stæðið að Hömrum, en Brunná hafði þá flætt yfir bakka sína. Innilokuð á Staðarbakka Grétar Mar Jóns- son, skipstjóri í Sandgerði, er ósáttur við að ekki sé fyrir löngu byrjað að dæla úr flutningaskip- inu Wilson Muuga sem situr strandað í Hvalsnesfjöru í Sand- gerði. Nú sé hætta á því að skipið nuddist til í fjörunni, göt komi á olíutankana og olía renni út. „Við erum með eitt mesta fuglalíf frá Stafnesi norður á Garðskaga og ég er skíthræddur um að þegar olía renni í sjóinn drepist allur fugl á svæðinu,“ segir Grétar og telur veður hafa verið nægilega gott til að byrja að dæla. Næg tækifæri gefist milli dúra og því hafi átt að dæla strax og vegurinn hafi verið til- búinn á miðvikudag. Grétar gagnrýnir þá sem stjórna aðgerðum í strandinu fyrir að hafa ekki áhyggjur af því að missa níutíu tonn af olíu í hafið. „Ef skipið brotnar og gat kemur á tanka þá er þetta skelfi- legt mengunarslys,“ segir hann og skilur ekki „hægagang og rólegheit“. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að gagnrýni af þessu tagi komi allt- af upp. Henni sé svarað með sama hætti og gagnrýni vegna Vikartinds. „Það er alltaf gagn- rýnt að það sé ekki rokið í fram- kvæmdir en þetta eru stórir atburðir og það þarf mikið til að koma aðgerðum í gang. Það má ekki gleyma því að þetta eru stór- ar aðgerðir þar sem menn koma inn í aðstæður sem þeir lítið þekkja.“ Þetta eru stórar aðgerðir Fyrsti áfangi viðbyggingar við barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut hefur verið boðinn út. Nýbyggingin er tvær hæðir og kjallari, 1.244 fermetrar. Á fyrstu hæð verður móttaka göngudeild- ar, viðtals- og meðferðarherbergi og á annarri hæð skrifstofur starfsmanna og viðtalsaðstaða. Í kjallara verður mötuneyti, tæknirými og fleira. Áætlaður kostnaður við nýbygginguna nemur um 340 milljónum króna. Fyrir utan framlag ríkisins hafa fjölmörg félagasamtök stutt við áform um uppbyggingu á BUGL með myndarlegum gjöfum. Fyrsti áfangi boðinn út Kona á fertugsaldri keyrði á hús og hlaðinn vegg á gatnamótum Skólavegs og Hásteinsvegs í Vestmannaeyjum síðdegis á miðvikudaginn. Hún var ein í bílnum og slasaðist ekki í árekstrinum. Bíllinn hennar er nokkuð skemmdur, sem og annar bíll sem stóð við vegginn, en grjót kastaðist úr honum og lenti það á bílnum. Konan fékk flogaveikiskast og missti stjórn á bílnum. Hún hefur ekki áður fengið flogaveikiskast undir stýri. Fékk flog og keyrði á vegg Sex ríkja viðræðum um kjarnorkuvopnaáform Norður- Kóreu lauk í gær án þess að nokkur árangur fengist. Þvert á móti hóta Norður-Kóreumenn því núna að efla vopnabúr sitt. Í viðræðun- um, sem stóðu í fimm daga og voru haldnar í Kína, vildu fulltrúar Norður- Kóreu ekki ræða neitt annað en fjármálalegar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu, en Banda- ríkjamenn voru ekki til væðræðu um að hætta þeim aðgerðum nema Norður-Kórea ræddi vopnaáform sín. Þó eru fulltrúar ríkjanna sex, sem auk Norður-Kóreu og Bandaríkjanna eru Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea, staðráðnir í að hittast aftur innan fárra vikna. N-Kórea eflir vopnabúr sitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.