Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 16
 Aurskriða féll á þjóð- vegi númer E6 nærri Munkedal í suðvesturhluta Svíþjóðar á miðvikudagskvöld og reif í sundur 400 metra langan kafla vegarins. Minnst 26 manns voru fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra reynd- ist alvarlega slasaður. Fjölmargir bílar eyðilögðust í hamförunum og unnið var að því í gær og fyrra- dag að tína þá upp úr aurnum, en ellefu bifreiðar fóru á kaf í drull- una. Jafnframt skemmdust lestar- teinar í hamförunum. Þrátíu kílómetra löngum kafla vegarins var lokað af ótta við frek- ari aurskriður, og hafa sænsk samgöngumálayfirvöld tilkynnt að vinnan við enduruppbygging- una verði tímafrek. Hingað til hafa um fimmtán þúsund bílar farið á degi hverjum eftir vegin- um, sem liggur eftir vesturströnd Svíþjóðar og yfir til Noregs. „Þetta er meginæð umferðar milli Noregs og Danmerkur, svo ég held þetta geti reynst sumum [bílstjórum] þungbært. Þeir neyð- ast núna til að ferðast eftir minni vegum,“ sagði Thomas Anders- son, talsmaður samgöngumála- ráðuneytis Svíþjóðar. Hann bætti við að búast mætti við að viðgerð- in tæki allt að þremur mánuðum. Miklar rigingar hafa verið á svæðinu undanfarið og eru þær taldar hafa valdið skriðunni. Árið 2006 ætlar að slá öll met í fjölda innflytj- enda til Svíþjóðar, því ljóst er að um hundrað þúsund manns bætast aðfluttir í íbúafjöldann í ár. Fjöldinn í ár er 48 prósentum meiri en árið 2005. Flestir innflytjendurnir eru frá Írak, Póllandi og Serbíu og Svartfjallalandi, samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Svíþjóðar. Jafnframt eru fæðingar í Svíþjóð fimm prósentum fleiri í ár en var á síðasta ári, en dánartíðnin stendur í stað. Samanlögð áhrif aukinnar fæðingartíðni og fjölgunar innflytjenda gera það að verkum að íbúum landsins fjölgar um 0,7 prósent og eru þeir nú orðnir 9,11 milljónir. Innflytjenda- met í Svíþjóð Georgíumenn hafa fallist á að greiða Rússum frá og með áramótum sem svarar rúmlega sextán þúsund krónum fyrir þúsund rúmmetra af gasi, að því er rússneska gasorkufyrir- tækið Gazprom upplýsti í gær. Þetta er meira en helmingi meira verð en Georgíumenn hafa til þessa greitt Rússum fyrir gas. Georgíustjórn hefur sakað Rússa um að refsa Georgíumönnum með því að hækka gasverðið. Zurab Nogaideli, forsætis- ráðherra Georgíu, sagði hins vegar í gær að Georgíumenn myndu fá megnið af því gasi sem þeir þurfa frá Aserbaídjan. Georgía fellst á verðhækkun Sjóvá Forvarnahús hvetur landsmenn til að fara varlega með kertaskreytingar og staðsetja þær ekki nálægt eldfimu efni, til dæmis gardínum, nú þegar sá árstími fer í hönd, jól, áramót og þrettándinn, þar sem kerta- brunum fjölgar. „Skýringin er væntanlega sú að kertanotkun er meiri og ekki síður að skreytingar eru farnar að þorna og eru eldfimari fyrir bragðið. Það sem af er desember hafa tólf kertabrunar verið tilkynntir til tryggingafélaganna, sem er mun minna en undanfarin sex ár. Að meðaltali hafa þeir verið 44 fyrstu þrjár vikurnar í desember.“ Kerti ekki ná- lægt gardínum Erlendir starfs- menn eru óðum að fljúga utan í jólafrí. Flestar brottfarir verða frá flugvellinum á Egilsstöðum á Þorláksmessu en þá fara átta hundr- uð til níu hundruð Pólverjar í beint flug til Póllands. Pólverjarnir koma aftur til landsins milli jóla og nýárs eða í byrjun nýja ársins. Ingólfur Arnarson, flugvallar- stjóri á Egilsstöðum, segir að dag- legt flug hafi verið um nokkurra mánaða skeið frá Egilsstaða- flugvelli. Um þessar mundir séu fleiri að fara en koma til Egils- staða en brottfarir séu þó ekkert fleiri nú fyrir jólin en venjulega hefur verið í desember síðustu ár. Um tólf hundruð til þrettán hundruð erlendir starfsmenn eru hjá Bechtel í Reyðarfirði. Björn S. Lárusson, samskiptastjóri hjá Bechtel, segir að Bechtel hafi verið með beinar flugferðir til Póllands frá Egilsstöðum upp á síðkastið og stundum fimm ferðir á dag. „Það verða hundrað og fimmtíu starfsmenn við störf, fyrst og fremst sérfræðingar sem setja inn vélar og tæki í þær byggingar sem reistar hafa verið,“ segir hann og telur að yfirbragðið verði með rólegra móti á starfssvæði Bechtel um jól og áramót. „Fyrsta vélin kemur til Egils- staða strax eftir áramót og svo eru aðrir að tínast þangað milli jóla og nýárs og fram yfir áramót,“ segir hann. Ómar R. Valdimarsson, talsmað- ur Impregilo, segir að tæplega þrjú hundruð af tæplega ellefu hundruð starfsmönnum á Kárahnjúkum fari heim um jólin, flestir Portúgalar, Kínverjar og Ítalir. Þrettán fjölskyldur verði á Kárahnjúkum yfir jólin. Starfsmenn á höfuðborgarsvæð- inu eru líka farnir að tínast brott. Loftur Árnason, framkvæmda- stjóri Ístaks, áætlar að yfir hundr- að og fimmtíu erlendir starfsmenn Ístaks séu að yfirgefa landið þessa dagana og taki sér heldur lengra jólafrí en Íslendingarnir. Þeir komi ekki aftur fyrr en eftir áramót. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að vélar félagsins séu yfirleitt fullar og það sama hafi gilt nú fyrir jólin. Hann kveðst ekkert geta sagt um það hvort brottfarir erlendra starfs- manna séu fleiri en venjulega nú fyrir jólin. Útlendingarnir streyma í jólafrí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.