Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 19

Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 19
Allt virðist stefna í að japanski bílaframleiðandinn Toyota taki fram úr bandaríska bílaframleið- andanum General Motors sem stærsta fyrirtækið á þessu sviði á næsta ári. Toyota ætlar að gefa í á nýju ári og auka framleiðslu á nýjum bílum um 4 prósent sem jafngildir því að fyrirtækið búi til 9,42 milljónir bíla á árinu. Til samanburðar áætl- ar General Motors að framleiða tæpar 9,2 milljónir bíla á næsta ári. Greiningaraðilar gera hins vegar ekki ráð fyrir að þær áætl- anir standist enda búast þeir við sam- drætti frekar en aukn- ingu. Ástæðan liggur í því að bíla- framleiðandinn bandaríski hefur átt við taprekstur að stríða og ætlar að loka nokkrum verksmiðj- um á næstunni auk þess sem 30.000 manns verður sagt upp. Aðrir bandarískir bílaframleið- endur hafa átt við rekstrarvanda að stríða og gripið til svip- aðra aðgerða. Ólíkt General Motors ætlar Toyota, sem skaust fram úr Ford í bílaframleiðslu sem næststærsti bílaframleiðandi heims fyrir þremur árum, að reisa sex nýjar framleiðslulínur um heim allan fyrir lok þessa áratugar og fram- leiða umhverfisvæna bíla í aukn- um mæli. Bandaríska dagblaðið The New York Times býst við að Toyota geti farið fram úr General Motors snemma á næsta ári. Toyota tekur fram úr GM Stjórnvöld í Afríkuríkinu eiga í viðræðum við Kínastjórn um töku allt að tveggja milljarða dala eða 140 milljarða króna láns. Með lán- tökunni er vonast til að hægt verði að blása lífi í fremur dapurt efna- hagslíf Simbabve. Gangi lántakan í gegn mun þetta vera stærsta erlenda lánið sem stjórnvöld í Simbabve hafa tryggt sér. Mestur hluti þess verð- ur nýttur til að berjast við verð- bólguna, sem mælist talsvert yfir 1.000 prósentum, auk þess sem drjúgur hluti þess verður nýttur til kaupa á matvælum, en þau eru af skornum skammti. Afríkuríkið er gríðarlega skuldsett og segja stjórnmála- skýrendur að um sé að kenna bágri efnahagsstjórn Roberts Mugabe, forseta landsins. Stjórn- völd hafa átt í erfiðleikum með greiðslu af lánum banka- stofnana en Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn varaði við því fyrr í vikunni að efnahagsástand landsins gæti versnað enn fre- kakar. Stjórnmálaskýrendur segja Kínverja hafa á síðustu misserum reynt að bæta samband sitt við Afríku og héldu í þeim tilgangi leiðtogafund Afríkuríkja fyrir skömmu. Mugabe horfir til Kína Flestir greinendur telja líkur á að heimsmarkaðsverð á hráolíu muni hækka í næstu viku vegna aðgerða OPEC, samtaka olíuútflutnings- ríkja, til að stemma stigu við verð- lækkunum á olíu á seinni hluta árs og minnka umframbirgðir af olíu helstu hagkerfa, samkvæmt Bloomberg í gær. Fréttaveitan segir 16 grein- endur af 42 telja líkur á að olíu- verð hækki, 13 að verðið fari niður en jafn margir búast við óbreyttu verði eða lítilli breytingu. Þá telja nokkrir þeirra að hráolíuverðið geti farið allt upp í 70 dali á tunnu á næsta ári, sem er nálægt því sögulega meti sem olíuverðið fór í um miðjan júlí í sumar. Bloomberg les í olíuverðið Svo virðist sem farsímafyrirtæki séu að undirbúa baráttu um ind- verska farsímafyrirtækið Hutchi- son Essar, fjórða stærsta farsíma- fyrirtæki Indlands. Breski farsímarisinn Vodafone staðfesti í gær að það væri að þreifa fyrir sér og sagðist tilbúið að greiða allt að 13,5 milljarða dala eða 944 milljarða íslenskra króna fyrir farsímafélagið, sem er í eigu eins ríkasta manns Asíu. Þá sagði bandaríski fjárfest- ingasjóðurinn og indverska fjar- skiptafyrirtækið Reliance Comm- unications sömuleiðis að þau væru að leita eftir allt að 15 milljörðum dala eða rúmum milljarði króna til að fjármagna tilboð í það. Þá munu fjarskiptafélögin Maxis í Malasíu og egypska félagið Orascom Tele- com sömuleiðis hafa áhuga á ind- verska félaginu. Barátta far- símarisa hafin ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 55 11 1 2/ 06 Sölutímabil er til 24. des. 2006 kl. 18:00. Bókunartímabil er til og með 26. jan. 2007. Ferðatímabil er frá 10. jan.-31. maí 2007 á alla staði nema Gautaborg, Bergen, Halifax sem er til 15. júní. Tilboðið gildir til allra áfangastaða nema Orlando og Salzburg. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is Þessar ferðir gefa 3.000 til 12.400 Vildarpunkta. Jólapakkarnir fást líka á söluskrifstofum Icelandair og í Fjarsölu í síma 50 50 100. GEFÐU FRÍ Í JÓLAGJÖF Evrópa 24.900 kr.* Bandaríkin 34.900 kr.* Saga Class Evrópa 49.900 kr.* Saga Class Bandaríkin 54.900 kr.* Einungis fyrir handhafa Vildarkorta VISA og Icelandair. Evrópa 29.900 punktar** Bandaríkin 43.900 punktar** **Greiða verður flugvallarskatta (Evrópa 8.200 kr., USA 13.200 kr.)*Skattar eru innifaldir í verði. Komdu virkilega á óvart um þessi jól. Flugferð með Icelandair til Evrópu eða Bandaríkjanna er besti jólapakkinn í ár. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is 20% barnaafsláttur gildir í almennu farrými. Safnaðu Vildarpunktum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.