Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 24
Alþingi braut gegn sjálfstæði dóm- stóla með lögum sem felldu úr gildi ákvörðun Kjaradóms um launahækkun til kjörinna fulltrúa og dómara. Dómur þess efnis var kveð- inn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju- dag. Guðjón St. Marteinsson dómari við þann sama Héraðsdóm Reykja- víkur höfðaði dóms- málið en hann vildi ekki una lögunum. Var það enda mat hans að þau færu gegn stjórnarskránni. Þar sem fátítt er að mál sem þetta sé höfðað og enn fátíð- ara að dómarar fari í dómsmál er Guðjón St. Marteinsson maður vikunnar. Eins og algengt er um dómara berst Guðjón lítið á í sam- félaginu og hans verð- ur aðeins vart á opin- berum vettvangi þegar hann fellir dóma í málum sem þykja fréttnæm. Guðjón fæddist í Reykjavík í júlí 1953. Hann er elstur þriggja bræðra, sonur Guðrúnar Hjartar- dóttur fyrrverandi skrifstofumanns og Marteins Björns Skagfjörð Guðjóns- sonar járnsmíða- meistara. Eiginkona Guðjóns er Edda Guð- geirsdóttir íþrótta- kennari og eiga þau þrjú börn. Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1981. Fyrstu árin eftir lagaprófið starfaði hann sem full- trúi hjá Tollgæslustjóra, Saka- dómi og Lögreglustjóranum í Reykjavík en 1989 varð hann dóm- ari við Sakadóm Reykjavíkur og svo Héraðsdóm Reykjavíkur. Viðmælendum Fréttablaðsins ber saman um að mannkostir Guðjóns séu miklir, sama hvort þeir koma úr röðum samstarfs- manna við dóminn, sækjenda eða verjenda. Sanngjarn og réttsýnn voru orð sem flestir völdu honum. Guðjón þykir ekki sérlega refsi- glaður dómari en í því felst að dómar hans eru alla jafna ekki mjög þungir. Guðjón er sagður vinna hratt og fyrir vikið er hann afkastamik- ill. Hann er óþolinmóður en hin hliðin á þeim peningi er sú að hann á það til að vera fljótfær. Guðjón á gott með að ná til fólks og birtist það glögglega í sam- skiptum hans við vitni í dómssalnum. Guðjón St. Marteins- son þykir skemmtileg- ur maður og það er oft fjör í kringum hann. „Ansi ertu vel búinn,“ sagði Guðjón við Ástþór Magnússon friðarsinna þegar hann kom fyrir Héraðsdóm íklæddur jólasveina- búningi í desember 2002. Í frétt Morgun- blaðsins af málinu sagði að Guðjón hefði svarað aðspurður að ekkert meinaði mönnum að klæðast slíkum búningi í dómssal, allra síst í desember. Guðjón er afar áhugasamur um fót- bolta og spilar sjálfur reglulega með hinum nafntogaða félagsskap Lunch United. Þar eru innanborðs margir þjóðkunnir menn og má nefna Jón Steinar Gunnlaugsson, Þórólf Árnason, Sigmund Erni Rúnarsson, Ásgeir Sigurvinsson og Frið- rik Þór Friðriksson. Á yngri árum lék Guðjón bæði handbolta og fót- bolta með Fram og þótti nokkuð liðtækur. Hann er framherji í fótbolt- anum og þykir hafa góðan vinstri fót. Guðjón fylgist líka grannt með ensku knattspyrnunni og í hans huga er aðeins eitt knatt- spyrnulið í Manchester - Manchest- er City. Þarf hann stundum að þola háðsglósur vegna þess frá félög- um sínum enda hefur City staðið í skugga nágrannaliðsins United um áratugaskeið. Guðjón hefur einnig gaman af að veiða og á sér mikinn og góðan vin í hundinum sínum Skugga. Sanngjarn og réttsýnn með ólæknandi fótboltadellu Hugtakið vörumerking þjóða er tiltölulega nýtt en kemur æ oftar upp í umræðunni þegar þjóðir horfast í augu við, í flestum tilfell- um, vandamál af ýmsum toga. Mun bíómyndin Borat hafa víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir landið Kasakstan eða mun hún koma land- inu á kortið? Er eitthvað vit í að eiga viðskipti við fólk í Nígeríu? Eru Finnar of hlédrægir til að ná árangri á alþjóðavettvangi? Eru Svisslendingar leiðinlegir? Eru Íslendingar víkingar sem borða illa lyktandi hákarl í öll mál og skola niður með brennivíni? Ímynd þjóðar er margslungin og erfitt að kljást við neikvæða eiginleika orðsporsins og hlægi- legar staðalímyndir. Fæstar þjóðir vilja kannast við persónuna sem aðrir sjá í þeim sem þjóð, en í því orðspori geta þó legið tækifæri. Við tengjum jafnframt jákvæða eiginleika við þjóðir og erum þess flest fullviss að Þjóðverjar séu heimsins bestu verkfræðingar og skipuleggjendur, bestu kokkarnir komi frá Frakklandi og frumkvöðl- arnir og bestu sjómennirnir frá Íslandi. Það eru ekki allir á eitt sáttir um nauðsyn og tilgang þessara nýju hugmynda og hvort það sé yfirleitt hægt að vörumerkja þjóð. Ég skipa afstöðu manna í þrjá hópa; Als- innar (Absolu- tists), Krúnus- innar (Royalists) og Hófsamir (Moderates), og mun rétt tæpa á afstöðu þess fyrst nefnda. Alsinninn sér þjóðina sem fyrir- bæri sem lýtur sömu lögmálum og vara, þjónusta eða fyrirtæki. Þjóð- ina er hægt að staðsetja og vöru- merkja á sama hátt og nota til þess tól markaðsfræðinnar. Alsinninn telur að þjóð sé í eðli sínu háð breyt- ingum og valdhafar og þegnar hafi öldum saman reynt að staðsetja sig meðal þjóða samfélagsins. Hann spyr: Hvað var slagorð frönsku byltingarinnar, „frelsi, jafnrétti, bræðralag“ eða slagorð byltingar - sinna í Bandaríkjunum, „líf, frelsi og leitin að hamingju“ annað en til- raun til að skapa þjóðinni sess á meðal þjóða og staðsetja nýja aflið gagnvart gamla stjórnskipulaginu? Er einhver munur á milli slagorð- anna „Iceland Naturally“ eða „Viet- nam Value“ og „Brimborg - Örugg- ur staður til að vera á?“ Alsinninn telur að svo sé ekki. Það er þó reginmunur þar á og felst meðal annars í stjórnun vöru- merkisins (brand management). Stjórnunin felst í skipulagningu og stýringu skilaboða, gæðum, fram- leiðslu o.s.frv. á því sem vörumerk- ið stendur fyrir í samanburði við önnur vörumerki milli vöruflokka og markaða. Þjóð er margslungið fyrirbæri og verður ekki stýrt á sama hátt og vöru eða þjónustu. Hún getur verið eins mismunandi og einstaklingarnir eru margir ef svo má segja. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hægt sé nota orð- spor þjóðar til framdráttar vörum, þjónustu eða fyrirtækjum viðkom- andi þjóðar. Það er jafnframt mikil- vægt að átta sig á að einkenni þjóð- arinnar eru mismunandi milli markaða og landa og engin ein þjóð sér aðra í sama ljósi. Megintilgangurinn með vöru- merkingu þjóðar er sá að auka á hagsæld þjóðarinnar með því að styðja við og styrkja vörumerki hennar. Það er hægt með því að vernda orðspor þjóðarinnar með aðferðum vörumerkingar og kynna og halda fram jákvæðum eiginleik- um sem markaðir tengja við þjóð- ina og/eða landið og hægt er að yfir- færa á vörumerki á viðkomandi markaði. Höfundur er viðskiptafulltrúi Íslands fyrir Norður-Ameríku. Vörumerking þjóða Opið í dag: 10:00-22:00 á morgun 10:00-20:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.