Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 32
Skipverjum á njósnaskipi sleppt Þetta er 240 hestafla bíll og hann segir ekki ha? þegar ég stíg á bensíngjöfina. Frænka okkar, Óla S. Þorleifsdóttir Hrafnistu, Vífilsstöðum, Garðabæ, Áður Dalalandi 4, Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum miðvikudaginn 20. desember. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. desember kl. 15.00. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þórður Þorgeirsson Staðarseli 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 27. desember kl. 13.00. Inga Magdalena Árnadóttir Árni Þórðarson Inga Jytte Þórðardóttir Ólafur Már Ólafsson Birgitta Svava, Steinar Þór, Þórunn Inga og Þorgeir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Kristjönu Margrétar Sigurðardóttur, Granaskjóli 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við þeim ættingjum og vinum sem heimsóttu hana í veikindum hennar og starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Guðmundur Pétursson Þórunn Kristjánsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Einar Gylfi Jónsson Sigurður Pétursson Hansína Hrönn Jóhannesdóttir barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hildur Emilía Pálsson Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Stigahlíð 4 lést að kvöldi 19. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Stefánía Stefánsdóttir Björn Valgeirsson Anna Guðnadóttir Stefán H. Stefánsson Jórunn Magnúsdóttir Kittý Stefánsdóttir Ólafur Ólafsson Hrafnhildur Stefánsdóttir Valur S. Ásgeirsson ömmu og langömmubörn. Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Fannýjar Ásgeirsdóttur frá Lækjarbakka, Skagaströnd, fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, mmtudaginn 28. des. kl. 14. Ása Jóhannsdóttir Pétur Steinar Jóhannsson Guðrún Víglundsdóttir Gissur Rafn Jóhannsson Gyða Þórðardóttir Gylfi Njáll Jóhannsson Guðrún Ólafsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Maðurinn minn, Gunnar Guðmundsson lést á sjúkrahúsinu Egilsstöðum 17. desember. Jarðarför fer fram í Djúpavogskirkju föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Þórdís Guðjónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingvar Breiðfjörð lést á heimili sínu, Skólastíg 16, Stykkishólmi, þriðjudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 29. desember kl. 14. Helga Magðalena Guðmundsdóttir Skúli Guðmundur Ingvarsson Brynja Harðardóttir Páll Kristinn Ingvarsson Kolbrún Jónsdóttir Atli Már Ingvarsson Sesselja Eysteinsdóttir Hrefna Jónsdóttir Gunnar Ólafsson Barnabörn og barnabarnabörn Þeir eru ófáir sem halda fast í þann sið að snæða skötu á Þorláksmessu. Sigmar B. Hauksson er einn þeirra, en hann sótti skötuveislur á Naustinu í tuttugu og tvö ár, þar til að veitingastaðnum var lokað. „Þetta var alltaf sami hópurinn. Við sátum við kóngaborðið á Naustinu, þar sem erlendir þjóðhöfðingjar og kon- ungar og drottningar Norðurlandanna höfðu setið í veislum. Það greip okkur mikið vonleysi þegar staðnum var lokað í fyrra,“ sagði Sigmar. Sigmar er ættaður af Vestfjörðum, en skötuhefðin er talin eiga ættir sínar að rekja þangað. „Heima hjá mér var skatan étin af og til yfir veturinn, ekki bara á Þorláksmessu,“ sagði Sigmar, sem gerir slíkt hið sama í dag. „Konan mín er líka Vestfirðingur og mikið fyrir skötu. Við fáum okkur til dæmis smá skötubita í hádeginu á gamlársdag. Það er mjög gott ef maður er að vaka lengi fram eftir og drekka mikið, þá er maður alveg galvaskur daginn eftir,“ sagði Sigmar. Hann hefur jafnframt tröllatrú á mætti skötunnar. „Fyrir nokkrum árum heyrði ég erindi um skötu sem Halldór Hermanns- son flutti á ráðstefnu um séreinkenni Vestfirðinga. Hann sagði, og ég er alveg sammála honum, að fólk sem borðaði skötu færi að tala tungum. Ég hef sagt það við erlenda vini mína að maður verði svolítið „high“ af henni,“ sagði Sigmar. Hann hefur einnig heyrt sögur af því að skata fái læknað ýmiss konar magakvilla. „Hallur kaupmaður, sem var með Svalbarða á Framnesvegi, sagði mér að það hefði komið til hans talsvert af fólki með magasár og magabólgur sem engin meðul hefðu læknað. Svo fékk það sér skötu, og hákarl þess á milli, og varð eins og nýtt,“ sagði Sigmar, sem hefur lengi velt því fyrir sér að benda Kára Stefánssyni á lækningamátt skötunnar. „Ég hitti hann stundum í ræktinni, ég hef bara gleymt að minnast á þetta við hann,“ sagði hann graf- alvarlegur. Í fyrra reyndu Sigmar og félagar hans fyrir sér með skötuveislu í heima- húsi, en hann segir það ævintýri ekki hafa gengið nógu vel. Í ár ætlar hópur- inn því að leggja leið sína á veitingahúsið Lauga-Ás. „Við bindum gríðarlegar vonir við þann stað, þar eru miklir fagmenn sem kunna þetta,“ sagði Sigmar, sem að vonum finnst ómissandi að bragða skötu á Þorláksmessu. „Það er mjög skemmtilegur siður, eins og að fá sér saltkjöt og baunir á sprengidag. Mér finnst mjög gaman að við eigum þessa siði og að þetta tilheyri okkar menn- ingu,“ sagði hann. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettab- ladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysin- gar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. FÆDDUST ÞENNAN DAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.