Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 40

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 40
Nýjung í lóðaframboði Stórar lóðir í útjaðri byggðar Í landi Gljúfurárholts í Ölfusi rís nú hvert einbýlishúsið af öðru á risastórum lóðum en þessi nýja byggð er staðsett í útjaðri Hveragerðisbæjar. 130 hektara jörð var deilt niður í 6.000-9.000 fermetra lóðir með stórum byggingareitum og er fyrsta áfanga að ljúka í uppbyggingunni. Sigríður Hjálmarsdóttir kynnti sér málið og fékk upplýsingar frá eigendum svæðisins, stærsta fram- kvæmda-aðilanum og álit skipulagsfræðings á þessu nýja fyrirkomulagi. Sælureit- ur með andrými Verktakafyrirtækið Austurbrú hefur verið stórtækast í upp- byggingu á Gljúfurárholtssvæð- inu en það keypti átta lóðir. „Húsin eru flest á bilinu 260-300 fermetr- ar en tvö húsanna eru miklu stærri, eða um 500 fermetrar. Í þeim er aukaíbúð í kjallara en aðalhúsið er um 320 fermetrar,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Austurbrú. Jónas segir fermetraverðið á svæðinu vera það sama og í Hvera- gerði og á Selfossi sem er mun ódýrara en á höfuðborgarsvæð- inu. „Við vorum til dæmis að selja rétt rúmlega fokhelt hús sem er 260 fermetrar á 33 milljónir. Síðan erum við með 300 fermetra hús sem eru seld alveg tilbúin á 49 milljónir.“ Spurður hvort þetta sé hugsað sem herragarðar fyrir efnafólk segir Jónas: „Við höfum nú aldrei kynnt þetta sem herragarða eða neitt þvílíkt. Við höfum reyndar litið á þetta sem stór hús þar sem fólk getur verið með sinn sælureit. Þarna er hægt að hafa heimili, vinnustofu, hesthús, garðrækt og fleira en þarna er líka mikið and- rými,“ segir Jónas og bætir því við að upphaflega hafi verið miðað við að hestamenn keyptu lóðirnar en það hafi þó ekki verið sá hópur sem hafi keypt nú þegar. Það er þegar byrjað að byggja á sautján af þeim tuttugu lóðum sem seldar voru í fyrsta áfanga sem tekur yfir tuttugu hektara landsvæði,“ segir Örn Karlsson og bætir því við að hámarksstærð húsanna sé 600 fermetrar þó flest þeirra séu ekki svo stór. „Að minnsta kosti tvö þeirra eru fast að þeirri stærð en leyfilegt er að byggja útihús á lóðunum og á ég von á að eigendur eigi eftir að nýta sér það þegar hverfið fer að þrosk- ast.“ Örn bendir á að búið sé að leggja reiðvegi víða í kringum hverfið og almennt búið að efla reiðvegakerfið í Ölfusinu þannig að kjörið sé fyrir hestamenn að notfæra sér þetta tækifæri. „Menn hafa lagt sig fram við að færa reið- vegina af akvegum þannig að það er hægt að ríða þvert um Ölfusið án þess að snert nokkurn tíma akvegi svo þetta svæði er mjög vænt fyrir hestamennskuna,“ segir Örn en hann sér fyrir sér að einhverjir noti réttinn til bygg- ingu útihúsa fyrir heimilisiðnað eða vinnustofu. „Þeir sem eru svo vel settir að geta unnið heima geta þarna skapað sér gott umhverfi, hvort sem það er í hestamennsku eða öðru.“ Feðgarnir keyptu jörðina í þeim tilgangi að byggja upp hverfi með stórum lóðum og húsum. „Þetta er ákveðin hugmyndafræði og finnst mikið í Bandaríkjunum þó það hafi ekki tíðkast hér á landi fyrr en það er ákveðinn hópur sem finnst þetta fýsilegur kostur, það er alveg klárt,“ segir Örn en þetta er ein- mitt nýjung í framboði á lóðum af því þessar lóðir eru við byggðar- kjarna en ekki sér lóðir úti í sveit. „Þegar þú ert kominn út í úthverfi þá færðu eitthvað sem vegur upp á móti því að þú ert kominn lengra frá og þetta svæði býður upp á mikla möguleika. Byggingareit- irnir eru mjög stórir, arkitektúr- inn frjáls, hæðamörk mjög rúm og hægt er að staðsetja húsin innan stórs byggingareits. Þannig að það er enginn reglustikufílingur í þessu hverfi.“ Bæjarstjórnin hefur samþykkt áframhaldandi uppbyggingu í kringum svæðið og deiliskipulag fyrir annan áfanga hefur verið sam- þykkt. „Eftir að ákveðinni uppbygg- ingu hefur verið náð þá ætlar bæj- arstjórnin að reisa þarna grunnskóla en ákveðinn byggingarreitur er fyrir hann á deiliskipulaginu,“ segir Örn og bætir því við að í framtíðinni verði þetta nýja hverfi í samfelldri byggð við Hveragerði. „Jörðin sem við keyptum er 130 hektarar og verður líklega öll í þessum sama dúr en það er að sjálfsögðu háð markaðnum,“ segir Örn Karlsson. Ódýrari lausn fyrir hestamenn Þessar lóðir eru mjög stórar, hálfur til heill hektari, og má segja að mörk borgar og sveitar sem voru svo greinileg hér áður fyrr séu svolítið að hverfa. Skilin verða ógreinilegri en það er greini- lega eftirspurn eftir þessum lóðum og þetta er bara svar við eftir- spurn,“ segir Sigríður Kristjáns- dóttir, spurð um álit á þessari nýju byggðarþróun. „Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna slík byggð rísi ekki nær höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður og bætir við: „Það er búinn að vera mikill þrýstingur bæði frá Reykja- víkurborg og Kópavogi á að koma hesthúsasvæðunum út úr byggð en þau eru í sumum tilfellum lent inni í henni miðri.“ Sigríður segir slíkt einkennandi fyrir svokölluð jaðar- belti sem myndast um borgir. „Jað- arbelti eru landnotkun í kringum borgir, fyrir hverfi sem er ekki æskilegt að hafa inni í borginni. Það sem gerist með svona jaðar- belti er að þegar landið verður svo dýrt að það borgar sig að nota það undir eitthvað annað þá færist þessi byggð utar, hún stekkur út yfir byggðina sem er komin í kring. Kópavogur og Reykjavík hafa verið að taka þessi gömlu hest- húsahverfi og byggt þar íbúabyggð í staðinn,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Fyrir þá sem eru með hesta er þá spurning hvort það borgi sig ekki að fara alla leið í Ölf- usið þar sem hægt er að fá ódýrari lóð en í Kópavogi og Reykjavík. Á lóðinni er hægt að byggja bæði ein- býlishús og hesthús í stað þess að reisa hesthús uppi á heiði þar sem verið er að byggja nýja hesthúsa- byggð fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Sigríður segir þessa þróun mjög áhugaverða því þetta séu breyting- ar á búsetuþróun í dreifbýlinu. „Landbúnaðarháskólinn var einmitt með málþing um skipulagsmál og búsetuþróun í dreifbýli á dögunum því þetta er að breytast svo mikið á Suðurlandi og í Borgarfirðinum.“ Aðspurð hvort þetta nýja skipu- lag sé líkt því sem gerist í Amer- íku segir Sigríður: „Það sem er amerískt við þetta er að þessir svokölluðu „developerar“, sem myndu hugsanlega geta kallast byggðarþróunarfjárfestar, kaupa jarðir, fá skipulagshönnuð eða arkitekt til að hanna skipulagið og fá svo verktaka til að framkvæma þetta. Þá vaknar sú spurning hvort íslenska skipulagslöggjöfin sé í stakk búin til að takast á við þessa fjárfesta.“ Sigríður segir þessa fjárfesta kaupa einhverja spildu og hanna hana alveg eftir sínu höfði án þess að taka tillit til þess sem er í kring. „Það er líka dálítill póst-módernismi í því að finna bara lausn á sínu en spá ekkert í heildina,“ segir Sigríður en hún telur að byggðarþróun verði eitt af kosningamálunum í vor. „Flokk- arnir munu eflaust fara að marka sér meiri stefnu í þessum málum,“ segir Sigríður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.