Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 52

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 52
Hugrún R. Hjaltadóttir, kynja- fræðingur og sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, er mikið jóla- barn og byrjar alltaf að skreyta hjá sér í byrjun desember. Jólaskreytingar eru mikilvægur hluti jólahaldsins hjá Hugrúnu og hún á sér eitt uppáhalds jóla- skraut. „Jólakaðallinn minn sem er svona kaðall með heimaprjón- uðum jólasveinum að klifra upp er uppáhaldið mitt af öllu jóla- skrautinu,“ segir hún. Kaðalinn fékk Hugrún frá ömmu sinni en hún og systir henn- ar, sem er nýlátin, prjónuðu svona kaðla handa öllum í fjölskyldu Hugrúnar. „Ég fékk minn ekki fyrr en ég flutti að heiman og mér fannst það rosaleg viðurkenning að fá hann. Það var svona merki um að ég væri orðin fullorðin og ætti eigið heimili til þess að skreyta,“ segir hún og hlær. Hugrún segist ekki vera alveg viss um hvort amma hennar eða frænka hafi prjónað kaðalinn hennar. „Stundum er verið að reyna að finna út úr því hvor þeirra hafi prjónað hvaða kaðal og sagt að amma hafi prjónað þennan því Stína frænka hafi prjónað miklu fínna. En það er eiginlega ekki hægt að segja neitt um það. Mér finnst það heldur ekki skipta neinu máli því mér þykir vænt um hann óháð því hvor þeirra prjónaði hann.“ Jólakaðallinn hefur vakið tölu- verða athygli þeirra sem koma í heimsókn til Hugrúnar fyrir jólin. „Ég er búin að hengja hann upp öll jól síðan ég flutti að heiman, nema ein jól þegar ég bjó í útlönd- um, og það eru margir sem tala um hvað hann sé fallegur,“ segir hún. Hugrún segir að hún setji kað- alinn alltaf upp í byrjun desem- ber með öðru jólaskrauti. „Ég skreyti alltaf hjá mér fyrsta desember. Það er bara eins og það sé hluti af stjórnarskránni að allir eigi að skreyta fyrsta des. og ég tek auðvitað þátt í því eins og vel þjálfaður samfélagsþegn. Mér finnst samt alltaf gaman að bæta einhverju við á þorláksmessu og ég skreyti aldrei jólatréð fyrr en þá.“ Viðurkenning að fá jólasveinakaðalinn EKKI FARA Í JÓLAKÖTTINN!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.