Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 67
fræðsla er sérstaklega búin til fyrir áfengissjúkar konur. „Þá er til dæmis tekið á þeim verkefnum og þeim málum sem þær þurfa að undirbúa sig fyrir þegar þær koma heim aftur. Til dæmis í sambandi við börnin. Þar þurfa þær oftar að bera ábyrgð en verða jafnframt að taka sér tíma til að sinna meðferðinni. Taka sér tíma frá fjölskyldunni. Þær þurfa meiri stuðning og meiri hvatningu til þess.“ Spyrja má af hverju það sé svo, að samviskubitið gagnvart fjöl- skyldunni nagi konur meira. Lík- ast til eru það djúpstæðar ástæður sem liggja meðal annars í samfé- lagsgerð og sögu. Halldóra segir skömm meiri hjá konum en körl- um. „Þær eru dæmdar harðar en karlar. Áfengissjúkar konur eru oft dæmdar harðar af umhverfinu – okkur sjálfum – en áfengissjúkir karlar.“ Þetta er staðreynd að mati Hall- dóru. Auk þess sem kvennameðferð er rekin á Vík eru þar í meðferð karl- ar 55 ára og eldri. Á Vík eru sem sagt afarnir, ömmurnar og mömm- urnar í meðferð. Gróflega skipt eru að jafnaði 20 konur og 10 karl- ar í meðferð á Vík hverju sinni. Á Staðarfelli eru hins vegar ein- göngu karlar. Þangað er hætt að senda konur. Að sögn Halldóru segja tölur til um að komum hafi fjölgað mikið í eldri hópnum – það er meðal þeirra sem eru að koma í fyrsta skipti. „Við metum það sem svo að þar ráði meiri léttvíns- og bjórneysla. Dagdrykkja hefur verið að aukast. Hún er lúmskari. Þeir sem eru að koma í fyrsta skipti hafa verið að reka sig á það og farið að há þeim varðandi heimili og vinnu.“ Aðspurð segir Halldóra gott ef auknar nýkomur þeirra sem eldri eru megi að einhverju leyti reka til aukinnar fræðslu og þar með minni fordóma. „Fræðsla eyðir vissulega for- dómum. Við vitum það. Og mikil hjálp er í að fræðslan sé fyrir hendi. Samt er það svo, þegar kemur að manni sjálfum, að þá er afneitunin mikil. Það er eitthvað að hjá Jóni í næsta húsi og Siggu á móti en ekki hjá mér. Ég þarf ekki í meðferð. Já, þó nú sé árið 2006 þykir enn skömm að fara í með- ferð.“ Halldóra reiknar með því að yfir hátíðarnar verði 20 manns í með- ferð. Strax að hátíðum loknum fyllist allt. Sú er reynslan. „Það er miklu meira að gera hjá okkur eftir jól en fyrir jól. Þá taka afarnir, ömmurnar og mömmurn- ar sem eiga við áfengisvanda að stríða á sínum málum. Betra er að vera edrú amma en full,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að konur verði oft fyrir því að fá ekki að hitta barnabörnin sín af því að þær hafa verið að drekka. „Það getur verið sárt. Að geta ekki verið ein með barnabarninu sínu af því að það finnst af þér lykt. Og börnin treysta þér ekki. Þetta er oft þannig. Að afar og ömmur fá ekki að hitta barnabörn sín. Og oft er það þetta sem hvetur eldra fólk til að fara í meðferð. Það getur verið sárt. Að geta ekki verið ein með barnabarninu sínu af því að það finnst af þér lykt. Og börnin treysta þér ekki. Þetta er oft þannig. Að afar og ömmur fá ekki að hitta barnabörn sín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.