Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 71
um eins og Raufarhöfn, Bíldudal,
Ísafirði og Grindavík, sem sér-
staklega eru tiltekin í ákærunum.
Miðuðu samskiptin einkum að því
að komast að niðurstöðu um það
hvar væri skynsamlegt að reka
„bensínstöðvar í sameiningu“, eins
og orðrétt segir í skýrslu Sam-
keppniseftirlitsins vegna samráðs-
ins. Forsvarsmenn olíufélaganna
mátu stöðuna á markaðnum sem
svo að samráð um staðbundna
markaði væri nauðsynlegt til þess
að ná fram ákjósanlegri framlegð.
Í tíu ákæruliðum eru brotaþol-
ar allir þeir sem áttu sértæk við-
skipti við olíufélögin, það er sem
tengjast efni ákæruliðanna, á til-
teknu tímabili en í hinum beinast
brotin að fyrirtækjum eða sveitar-
félögum.
Ljóst er að erlend skipafélög sem
hingað komu voru í mörgum til-
fellum þolendur samstilltra
aðgerða félaganna. Forstjórarnir
eru ákærðir fyrir samráð vegna
viðskipta við skipafélög, erlend
sem innlend, en útgerðarfélög
hafa um árabil verið með stærri
olíukaupendum á landsvísu.
Forstjórarnir eru sérstaklega
ákærðir fyrir að beita sér gegn
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna er það leitaði leiða til þess
að lækka kostnað útgerðarfyrir-
tækja vegna olíukaupa á haust-
mánuðum árið 2000.
Eins og greint hefur verið frá
í Fréttablaðinu verður mál
ákæruvaldsins gegn forstjórun-
um þremur þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur 9. janúar á
komandi ári en meðferð málsins
fyrir dómi verður einstök að því
leyti að aldrei áður hafa ein-
staklingar verið ákærðir fyrir
brot á samkeppnislögum. Þess
er krafist af hálfu ákæruvalds-
ins að forstjórarnir verði dæmd-
ir til refsinga fyrir þátt sinn en
eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu eru skiptar skoð-
anir um á hvaða forsendum rök-
semdir fyrir ákæru geta byggt.
Refsiákvæði eru þó ótvíræð í
lögum.
Starfsmenn olíufélaganna höfðu töluverð samskipti vegna
markaðsskiptingar í sveitarfélögum eins og Raufarhöfn, Bíldu-
dal, Ísafirði og Grindavík