Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 76

Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 76
Auðvitað hélt fólk að ég væri eitthvað klikkaður þegar ég byrj- aði á þessu J usto var um tvítugt þegar hann gekk í klaustur en 27 ára varð hann að yfirgefa það þar sem hann veiktist af berklum. Hann var þó enn ákveðinn í því að þjóna Guði og kirkjunni. Þegar hann erfði svo jarðir eftir föður sinn ákvað hann að selja þær og hefjast handa við dóm- kirkjuna í Mejorada Del Campo með leyfi frá Franco upp á vasann. Enn vantar nokkuð upp á að dóm- kirkjan sé tilbúin en byggingin er átta þúsund fermetrar og eru hæstu turnarnir yfir sextíu metrar á hæð en miðhvolfið eða kúpurinn um þrjá- tíu og sjö metrar á hæð. „Mér þykir svo vænt um kirkjuna og Maríu mey svo allt sem ég á og geri er tileinkað þeim,“ segir Justo þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi ráðist í þessa framkvæmd. „Auð- vitað hélt fólk að ég væri eitthvað klikkaður þegar ég byrjaði á þessu. Enda er það kannski ekkert skrítið, hvað myndi maður halda sem kæmi að einhverjum sem væri að bardúsa á auðu túni og segðist vera að byggja dómkirkju?“ segir hann og brosir við. Svo þyngist yfir honum þegar hann er spurður um áætluð verklok. „Ég fæ ekki að upplifa þann dag, það fæst ekki nægur peningur til að klára þetta.“ „Heldur þú að Íslendingarnir fáist til að senda pening?“ spyr hann svo þegar blaðamaður hefur sagt honum hvaðan hann sé. Blaðamaður taldi það alls ekki útilokað og Justo spyr þá hverrar trúar Íslendingar séu. „Já, eruð þið mótmælendur? Ja, þar fór í verra. Annars er Pablo Cantuel, 84 ára mágur Justos, sá sem gengur harðast fram í því að fá fjármagn til verks- ins. Gestir sem ganga framhjá söfnunarbauknum í dómkirkjunni eru ekki teknir neinum vettlingatök- um; því fékk blaðamaður að kynnast þegar hann gekk rakleiðis inn án þess að gefa bauknum eða Pablosi gaum. „Hvert ert þú að fara?“ hróp- aði hann rámri röddu og sló stafnum í hjólbörur svo heyra mátti að hljóm- burðurinn í dómkirkjunni er afar góður. Seinna sagði Justo svo við Pablos, til að mýkja viðmót hans gagnvart blaðamanni, að hann væri frá Íslandi og það væri athugandi hvort hann myndi ekki fá Íslendinga til að gefa þeim bacalao. „Heldur þú að þú klárir dómkirkjuna með bacal- ao? Við þurfum pening,“ segir hann og stafurinn er aftur kominn á loft. Justo talar um þetta ævistarf sitt af svo miklu æðruleysi líkt og að dóm- kirkjur séu hristar fram úr erminni sisona ef vilji sé til staðar. „Ég hef enga verkfræðikunnáttu, ég notast bara við þá kunnáttu sem ég hef úr bókum og héðan og þaðan. Svo notast ég við fyrirmyndir. Kúpurinn er til dæmis áþekkur þeim sem er á Vatík- aninu.“ Efniviðurinn er heldur ekki af dýrara taginu en byggingin er að mestu úr endurunnu efni. Eða eins og Justo orðar það: „Menn láta mig hafa eitt og annað; múrsteina, sement, steinhellur og járn. Það er hægt að gera mikið úr því.“ Í dag fengju sjálfsagt fæstir leyfi til að hefja framkvæmdir á við þess- ar en sumir hlutir á sjöunda áratugn- um voru einfaldari en þeir eru nú. „Ég sótti um leyfi hjá Franco og hann gaf mér það bara. Þá gat ég hafist handa og þurfti aðeins að hafa það hugfast að byggingin sneri í áttina að Jerúsalem.“ Þorpsbúar sem blaðamaður ræddi við voru flestir hneykslaðir á því að Byggir dómkirkju úr endurunnu efni Árið 1965 héldu flestir þorpsbúar í Mejorada Del Campo að Justo Gallego Martínez væri endanlega genginn af göflunum þegar hann byrjaði að byggja dómkirkju í þorpinu, aleinn og án véla, tækja og nokkurrar sérfræðikunnáttu. Jón Sigurður Eyjólfsson ræddi við þennan 81 árs gamla mann sem áður var álitinn ruglaður en nú kraftaverkamaður. Justo nyti hvorki styrkja frá ríki né kirkju. En ekki hafa allir haldið að sér hjálparhöndum. Á hverju sumri koma um tvö þúsund gestir að skoða dómkirkjuna og láta margir pening af hendi rakna enda er annars Pablosi að mæta. 84 ára gamall járnsmiður, Alfonso Nunez af nafni, gaf svo dómkirkjunni í fyrra sex hurðir sem allar eru um þrír metrar á hæð og kirfilega skreyttar. Justo hefur heldur ekki farið varhluta af stóru markaðsöflunum því Coca Cola fyrirtækið fékk hann til að leika í auglýsingu fyrir Aquarius-drykkinn. Fékk hann vel greitt fyrir og framlögum fjölgaði stórlega í framhaldinu. Um þessar mundir er Justo með einn aðstoðarmann, sem er verkamaður frá Rúmeníu, og var hann að hamra til litlar járnplötur meðan á heimsókn blaðamanns stóð. En hvað sem framlögum, aðstoðar- mönnum og stuðningsaðilum líður þá mætir Justo gamli í dómkirkjuna klukkan sex á hverjum morgni og stendur vaktina til klukkan sex að kvöldi eins og hann hefur gert frá deginum örlagaríka 12. okt- óber 1965 þegar hann hófst handa við Dómkirkju Justo Gallego. Eftir að hafa gengið um þorpið, fengið sér næringu og spjallað við vegfarendur um Justo og ævistarf hans kemur blaða- maður aftur við í dómkirkjunni til að kasta kveðju á kraftaverkamanninn og félaga hans. Rúmenski verkamaðurinn, sem er ekki með lögmæta pappíra upp á vasann og vill því ekki segja til nafns, var þá að negla plötur hægt og rólega. Justo svaf hins vegar sitjandi skammt frá. Það þarf því greinilega eitt kraftaverk til ef Justo gamli á að fá að lifa þann dag þegar dómkirkjan verður vígð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.