Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 82

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 82
F jöldi Bandaríkja- manna lét gabbast árið 1938 þegar útvarps- leikritið Innrásin frá Mars eftir Orson Welles var frumflutt og hélt að Marsbúar hefðu fyrir alvöru lent á jörðinni. Svipuð voru viðbrögðin í Belgíu þegar ríkissjónvarpið RTBF til- kynnti að Flæmingjar hefðu lýst yfir sjálfstæði. Þúsundir manna hringdu í örvæntingu í fjölmiðla og stjórnmálamenn og fjöldi fólks þusti út á göturnar til að sýna óánægju sína. Gabbið hafði verið tvö ár í undirbúningi, en mætti litlum skilningi þegar ljóstrað var upp um það. Mikill stuðningur er við aðskilnaðaröfl í landinu og var það markmið aðstandenda frétta- rinnar að skapa umræðu um málið. „Ætlun okkar var að kynna belgískum áhorfendum hversu miklu máli þetta skiptir fyrir framtíð Belgíu og að mögulega muni Belgía ekki vera ríki innan nokkurra mánaða,“ sagði yfir- maður RTBF. „Við hræddum þó greinilega marga, fleiri en við höfðum ætlað okkur.“ Hinn 20. júlí síðastliðinn átti alþjóðlegi hoppidagurinn sér stað. Skipuleggjendur hans sögðu að 600 milljónir manns á vesturhveli jarðar hygðust hoppa látlaust í tvær mínútur á slaginu 11.39.13 í því skyni að færa jörðina af spor- baug yfir í annan sem myndi stöðva afleiðingar gróðurhúsa- áhrifa. Dagurinn var í raun gjörnings- listaverk þýska listamannsins Torsten Lauschmann, en margir tóku þó hugmyndina alvarlega og höfðu 600 milljónir manna skráð sig til leiks, samkvæmt síðunni www.worldjumpday.org, en það er um helmingur allra netnotenda heims. Þessar tölur voru þó lík- lega falsaðar sem hluti af gabb- inu. Vísindamenn hafa bent á að fjöldahopp af þessu tagi geti ekki mögulega haft áhrif á sporbaug jarðar, en aðstandendur verkefn- isins héldu því fram að vegna góðrar þátttöku hefði meðalhita- stig jarðarinnar lækkað lítillega á hoppidaginn. Haustið 2005 birtist síða á netinu þar sem tilkynnt var að leikarinn góðkunni Christopher Walken ætl- aði í forsetaframboð í Bandaríkj- unum haustið 2008. „Landið okkar góða er á hrikalegri niðurleið,“ var haft eftir Walken á síðunni. „Við verðum að beina athygli okkar að því sem er mikilvægt, að sýna börnunum, borgurunum og framtíðinni athygli. Það er tími til kominn að koma Bandaríkjunum aftur á beinu brautina.“ Walken kom af fjöllum þegar hann var spurður út í hver stæði fyrir síðunni í spjallþætti Conan O‘Brien stuttu seinna. Honum þótti uppátækið fyndið, en datt aðspurðum ekkert betra kosninga- slagorð í hug en „Enga dýragarða! Ég vil að öll dýrin verði frjáls!“ Í árslok 1969 fór fjöllunum hærra orðrómur um að Paul McCartney, bassaleikari Bítlanna, hefði látist árið 1966. Bítlarnir hefðu þó ekki látið bugast og einfaldlega skipt honum út fyrir annan söngvara. Sá héti William Shears Campbell og hefði unnið McCartney-eftir- hermukeppni. Aðdáendur Bítlanna kepptust við að lesa í tónlist og plötuumslög hljómsveitarinnar í leit að vís- bendingum um lát McCartneys. Með því að sjóða saman nokkur textabrot komust þeir að því að McCartney hefði látist í bílslysi. Hann hefði ekki tekið eftir rauða ljósinu af því að hann hefði verið of upptekinn við að horfa á stöðu- mælavörðinn Ritu. Margar vísbendingarnar um dauða Pauls má finna með því að spila lög afturábak og er það helst á plötunum Sgt. Pepper‘s, Magical Mystery Tour, Hvíta albúminu og Abbey Road sem vísbendingar er að finna. McCartney er þó enn sprelllifandi, þótt hann sé kannski ekki kátur þessa dagana, enda nýbúinn að ganga í gegnum erfið- an skilnað. Sagan segir að fljúgandi furðu- hlutur hafi brotlent árið 1947 í nágrenni við bæinn Roswell í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Stjórn- völd höfnuðu þessu og sögðu að fyrirbærið hefði verið veðurloft- belgur sem hrapaði. Þetta er ein af mörgum ráðgátum um geimverur sem áhugamenn um allan heim hafa rýnt í. Myndatökumaðurinn Ray Sant- illi skaust fram á sjónarsviðið árið 1995 þegar hann sýndi myndband af vísindamönnum að kryfja það sem leit út fyrir að vera geimvera frá öðrum hnetti. Hann sagði að myndatökumaður úr bandaríska hernum hefði tekið myndbandið upp í tjaldi stuttu eftir Roswell atvikið. Árið 2006 viðurkenndi Santilli reyndar að myndbandið væri fals- að, en hélt því þó statt og stöðugt fram að það væri endurgerð á öðru myndbandi sem hann hafði séð árið 1990, en týndist stuttu seinna. Einnig væru nokkrir rammar úr myndbandinu teknir úr því myndbandi. Þetta hefur þó ekki fengist sannað. Í apríl árið 1983 keypti þýska tímaritið Stern brot af texta sem voru talin vera dagbækur Adolfs Hitler, leiðtoga nasista og einræð- isherra Þýskalands, frá árinu 1932 til dauðadags hans árið 1945. Tímaritið borgaði tíu milljónir þýskra marka fyrir textann og við skoðun töldu fjölmargir virtir sagnfræðingar hann vera ekta. Blaðamaðurinn Gerd Heide- mann sagðist hafa uppgötvað dag- bækurnar og að þær hafi fundist í flugvél sem hrapaði nálægt Dresd- en árið 1945. Allt þetta reyndist tómur upp- spuni. Innan nokkurra vikna kom í ljós að dagbækurnar voru illa vandaðar falsanir, skrifaðar á nútímapappír með nýrri gerð bleks og fullar af sagnfræðileg- um rangindum. Meðal annars stóð skammstöfunin FH á for- síðunni, en ekki AH, og hafði falsarinn greinilega ekki þekkt vel til gamaldags þýsks leturs. Texti bókanna var að mestu feng- inn beint upp úr gömlum ræðum Hitlers. Tímaritið beið mikinn álits- hnekki vegna málsins og neyddust ritstjórar þess til að segja af sér. Sagnfræðingarnir sem höfðu farið yfir handritin fengu einnig skömm í hattinn, en upp komst um falsar- ann bíræfna og fékk hann fjög- urra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir uppátækið. Á árunum 2000 og 2001 tóku að birtast færslur á umræðuvefjum áhugamanna um tímaflakk frá manni að nafni John Titor. Sá sagð- ist vera hermaður frá árinu 2036 sem hefði ferðast aftur í tímann til að ná í IBM 5100 tölvu sem ríkis- stjórnin þurfti til að stilla tölvur framtíðarinnar. Í skrifum sínum sagði Titor frá atburðum framtíðarinnar og lýsti því yfir að þriðja heimsstyrjöldin væri í nánd, en hún á víst að hefj- ast árið 2015 með kjarnorkuátök- um í Mið-Austurlöndum. Hann sagði einnig að upp úr árinu 2004 yrði mikil óöld í Bandaríkjunum sem yrði til þess að borgarastríð brytist út í kringum forsetakosn- ingarnar 2008. Titor vildi lítið gefa upp um hvernig tímavélin hans virkaði, en sagði að Ólympíuleikarnir árið 2004 yrðu þeir seinustu sem yrðu nokkurn tímann haldnir. Sú spá brást þegar Vetrarólympíu- leikarnir fóru fram í febrúar síð- astliðnum með glæsibrag. Ekk- ert hefur spurst til Titors síðan 2001. Gabb, blöff og allt í plati Á dögunum tilkynnti belgíska ríkissjónvarpið að flæmski hluti landsmanna Belgíu hefði lýst yfir sjálfstæði og hygðist stofna eigið ríki. Fréttin olli uppþoti og reiði í landinu, en í ljós kom að hún var einungis vel undirbúið gabb. Steindór Grétar Jónsson skoðaði fleiri göbb, framkvæmd í gróðavon eða gríni, sem hafa valdið heilabrotum gegnum tíðina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.