Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 84

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 84
Velkomin Elsa! Eins og þú kannski veist þá er bílprófið í tveimur hlutum, annars vegar er bóklegt próf og hinsvegar er verklegt próf. Ég skil. Hefurðu eitthvað keyrt áður? Já eitthvað keyrði ég nú þegar ég var yngri í sveitinni. Glæsilegt, og gekk það ekki vel? Já, það ætti auðvitað að vera góður undirbúningur en í raun gekk það alveg hrikalega. Jæja þá skulum við bara byrja á grunninum, hérna niðri eru .. Fingurna af fitunni, dónakall! Slæmar fréttir strákar. Foreldrar mínir ætla að innrétta kjallarann sem skrifstofu þannig að við getum ekki æft hér lengur. Og þess utan er ég orðinn leiður á hljósmveitinni, ég er hættur! Allt í lagi. Þetta er engin ástæða til að örvænta, við höfum séð það svartara! Það sem skiptir máli er að við höldum saman í gegnum þetta. Herra dómari, ég verð að óska eftir stuttu hléi, svo virðist sem kveiknað hafi í buxum skjólstæðings míns af einhverri dularfullri ástæðu! Hvar er skálin mín!?! Hún er hér, og lítur út fyrir að vera tóm. Erum við að fara að eignast annað barn? Jamm. Þrjú börn! Samkvæmt mínum útreikningum. Ég er svo glöð. Ég líka Bara að barni fylgi stærra húsnæði. Já það gæti orðið nokkuð þröngt um okkur. Ég er svo heppin að vera búin að koma öllum nauðsynja- vörum í hús fyrir jólin og þarf því lítið annað að gera í dag en ekki neitt. Ég er strax farin að slaka á og gleyma því að til sé nokkuð sem heitir vinnustaður. Ég er búin að fá mér jólabjór og er eitt aulabros eyrnanna á milli. Enda er ég í fríi, jólafríi. Ég hélt í fyrradag að ég myndi ekki hafa þetta. Ég fór nefnilega í Bónus, sem er hættulegur staður svona rétt fyrir jól. Ég gaf mér nokkrar sekúndur í að anda og blása áður en ég greip mér gula körfu í hönd og hélt inn á ólgandi stríðssvæði úttaugaðra húsmæðra, ráðvilltra eiginmanna og yfir- spenntra barna. Marineraður víg- völlur jólanna. Gular innkaupa- körfur stefndu á mig úr öllum áttum, taugatrekktur húsbóndi fálmaði skelfingu lostinn eftir bestu mandarínunum og ógnvekj- andi konur í miðri matseld gáfu mér illt auga þegar ég nálgaðist mjólkurkælinn, enda rjóminn alveg að klárast. Ég skipti um ham. „Ég skal komast héðan út lifandi. Ég skal ná rjómanum!“ hugsaði ég og tók á sprettinn með gulu kerruna í eftirdragi sem ískr- aði hærra og hærra eftir því sem fráir fætur mínir báru mig hraðar og hraðar í átt að rjómanum sem beið mín bakvið skæruliða- húsmæðurnar. „You can´t take away my freedom!“ ómaði í huga mínum og mér fannst ég svífa yfir pulsurekkann með blaktandi hárið í golu kjötkælisins, og viti menn, ég náði rjómanum. Og ég komst út lifandi. Ég er alveg með þetta. Þannig að nú mega jólin koma fyrir mér. Ég er sátt, ég á rjóma, og ég á bjór og hvað þarf maður meira um jólin? Ég er búin að bíða eftir þessum degi allan desembermánuð. Frí. Ég ætla að segja það aftur. Frí. Fallegt þetta orð, frí. Líka skemmtilegt hvernig það rímar við víííííí. Góðar jólastundir. ÁSKRIFTARSÍMI 550 5060 | WWW.VISIR.IS JÓLABLAÐIÐ KOMIÐ ÚT! MÁLUM BÆINN RAUÐAN ÆVINTÝRIÐ Í ENGLABORG LAGT Á HÁTÍÐARBORÐIÐ 100 HUGMYNDIR FYRIR JÓLABÖRNIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.