Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 86
Kl. 16.00 Arnaldur Indriðason áritar bók sína Konungsbók í Þjóðmenning- arhúsinu. Höfundur mun koma sér fyrir nálægt hinni einu sönnu Konungsbók Eddukvæða, handriti frá síðari hluta 13. aldar, sem er til sýnis á sýningu Árnastofnunar Handritin í Þjóðmenningarhús- inu. Í bók Arnaldar er það einmitt leyndarmál tengt Konungsbók Eddukvæða sem leiðir atburðarás- ina áfram. Óperusöngvarinn geðþekki Davíð Ólafsson hefur umsjón með svokölluðu óperukarókí á Þorláks- messukvöld en með fram iðandi jóla- amstrinu hafa margir gripið tækifærið feg- ins hendi og látið í sér heyra í Íslensku óper- unni milli verslunar- tarna. Hefur þetta framtak hans vakið stormandi lukku en í fyrra ómaði söngurinn út í Ingólfsstræti langt fram eftir kvöldi. Davíð mun spila þekkt lög af geisladisk- um og bjóða gestum og gangandi að taka lagið með sínu nefi. Einnig mun hann fá til sín góða gesti og að sjálfsögðu tekur hann lagið sjálfur. Það verður því án efa gríðarleg jólastemning í Óperunni í kvöld. Dag- skráin hefst kl. 20 en kaffihúsið Sólon verð- ur með veitingasölu á staðnum ef hungrið sverfur að söngvurun- um. Allir í óperukarókí Ég keyri inn í völundarhús. Það er slagveður, dimmt og rigning og umferðin hæg á Vesturlandsvegin- um. Hraðinn yfir mörkum og sviptingar á veginum snarpar og tillitslausar. Ég er á leið í miðhús Einars Más Guðmundssonar. Úr jaðrinum inn í miðju. Heim til Einars. Hann stendur í myrkrinu og tekur á móti gesti glaður í hlaðinu. Í ritstofunni hans eru bunkar af pappír, skjöl, handrit, blöð, og bækur. Í fyrrakvöld og í gær var hann að lesa upp úr nýrri ljóðabók sem kom út snemma í bókavertíð, fyrsta ljóðabókin hans um margra ára skeið. Hún kemur út í danskri þýðingu í vor, rétt í kjöl- farið á stórum safnútgáfum af eldri skáldsögum. „Ég vinn margt í einu. Það er aðferð sem hefur mótast gegnum tíðina. Ég byrjaði þannig, skrifaði og skrifaði, úr fimmhundruð ljóðum kom kannski eitt sem var nothæft. Ég á þetta efni allt í kössum. Þetta er einskonar samtal við mann sjálfan. Ég byrjaði í ljóðunum og þau þróuð- ust svo út í sögur. Þegar maður les Róbinson kemur allt í einu bernsku- ljóð. Bernskan fær rödd, sem ég þróaði svo áfram yfir í Riddara hringstigans og þær sögur.“ Er það óhjákvæmilegt þegar menn taka að setja saman sögur að þeir fari í gúmmistígvélin og sæki aftur í bernsku sína? „Það fer eftir hvar menn eru staddir held ég. Ákveðin gerð sagna- listar sækir í minnið. Íslendingasög- urnar eru til dæmis bernskusögur þjóðar. Gunnar Gunnarsson og Gabriel Garcia Marques gera þetta hvor með sínum hætti.“ Nú var bernskusögum þínum ekki vel tekið af sumum í bókmennta- stofnuninni: Helga Kress kallaði þær strákabækur? „Nei, það þótti ekki fínt í þeirri veröld, að vera strákur og skrifa bækur, það var baneitraður kokteill. Prófessor Ástráður Eysteinsson var líka gerður út af örkinni, það má segja að þau séu andlegir arkitektar þeirrar múgsefjunar sem stundum er kallað tossabandalagið. Ég er ekk- ert að vanvirða fræðimennsku þessa fólks, hvorki fyrr né síðar, en tónn- inn hjá Ástráði var, þarna er kominn náungi sem skorar bókmenntirnar á hólm, við skulum taka hann niður. Þetta er einhver misheppnaðasta aftaka sem farið hefur fram, enda er ég sprelllifandi og enn í fæting við vindmyllur orðanna. Síðan hefur þetta færst yfir á eitthvað svona síðdegisblaðamental- ítet, um Vogasögur, strákasögur, ég meina, hvers eiga Vogarnir að gjalda? Menn búa til staðfræði sem segir, saga má gerast í sveit, saga má gerast í New York, en ekki í Vog- unum. Hvað myndu menn segja ef ég léti sögu gerast á Vogi? Þetta hefur farið rosalega í taugarnar á sumu fólki og það breiðir úr ein- hverjum svona eldhúsborðapirringi yfir alla þjóðina, eiginlega mígur yfir hana einsog Thor sagði um Kristmann. Þessi viðhorf hafa verið algeng hjá sorpblaðamönnum, en það þýðir ekkert að vera að æsa sig yfir þeim. Ég verð bara að búa við þetta, þetta kemur svona í gusum, en þarna kemur sér vel að bækur mínar eru þýddar og lesnar af fólki sem er ekkert sérlega uppsigað við Vogahverfið, nú eða stráka. En það sem ég vildi sem sé gera í þessum sögum og í sögulegu bókunum líka var að rifja upp það gleymda. Sagna- list byggist alltaf á minningum, end- ursköpun hins liðna.“ Þú nýttir þér töfraraunsæið í fyrstu sögum þínum? „Það fer allt í hringi: raunsæið kemur aftur og hugarflugið líka. Ég finn ekki mun þar á. Ég vil vera raunsær og framkvæma hið ómögu- lega. Töfrar eru raunveruleiki fyrir mér. Það sem ég er að reyna er að gera hið óskáldlega skáldlegt, eins og Eliot sagði. Okkar heimur krakk- anna sem ólumst upp á þessum árum, þótti ekki fínn til skáldskap- ar, þessi heimur alþýðumenningar. Við vorum alin upp við að við værum ekki í frásögur færandi, en þannig fæðist sagnalistin.“ Módernistarnir voru ekki par hrifnir af hasarblöðum. „Ónei, en þeirra aðferðir dugðu samt vel til að takast á við þennan heim og það var stutt í súrrealism- ann í hasarblöðunum. Eins og gerist oft. Þegar sagan og ljóðið rekast á gerist eitthvað. Hugarflugið verður að raunsæi og um leið að sýn á heim- inn. Svo var á þessum tíma, fyrir og um 1970, hægt að ganga inn í bóka- búð og kaupa sér ljóðasöfn í aðgengi- legum útgáfum eftir öll helstu ljóð- skáld heimsins. Það gerist ekki núna.“ Hann teygir sig eftir þverhandar- þykkum bunka af ljóðaútgáfum Penquin og hampar þeim framan í mig. „Þetta les maður aftur og aftur: var það ekki Pablo Neruda sem sagði að hann ætti sér þann draum að ljóðið lenti ekki úti í horni. Sjáðu heimspekina – hún varð að áhuga- máli örfárra sérvitringa, sagði Pablo Neruda. Ég held að hann hafi ekki óað fyrir að örlög ljóðsins yrðu þau sömu. Ljóðið er rosalegt tæki, tjáningarmiðill sem á sér enga hlið- stæðu, en jafnvel útgáfufyrirtækin líta á það mjög svipuðum augum og ríkisstjórnin á öryrkjana. Menn segja að ljóðið sé bara fyrir fáa. Þjóðirnar eru hættar að talast við í ljóðum. Það er til í tímaritum og ein- hverstaðar á netinu, en í vitund manna er það hornreka. Þess vegna er það einsog ég segi í ljóðinu: Það vantar ekki bara ljóðlist í lífið held- ur líf í ljóðið. Og það er svo sem sprelllifandi ef út í það er farið. Sjáðu bara Nýhil og allar uppákom- urnar í kringum þau. Ljóðið er leit að innihaldi, og því barátta gegn tómleikanum, andspyrnuhreyfing andans. Þess vegna mælist ljóðlistin ekki í eintakafjölda, þó hann mætti alveg vera meiri. Skáldsagan gæti líka verið á leiðinni út í horn. Er ekki allt að fyllast af einhverjum mannræktarbókum eða lífsstíls skáldsögum sem hægt er að kvikmynda með Hugh Grant í aðal- hlutverki? Fyrir tuttugu árum þá var skáldsagan afgerandi og staða hennar sterk. Þegar Rushdie var að senda frá sér Miðnæturbörn. Bara sem dæmi. Eða Tunström. Skáldsag- an skiptir máli. Sögur eru sameigin- legt prógram þjóðanna. Menn finna skyldleikann birtast við ólíkar aðstæður. Tengsl hins staðbundna og hnattræna eru gömul tíðindi í bókmenntunum. Nú eru menn að reyna að gera sakamálasögurnar og reyfarana að aðalatriði, að main- streami. Þar er auðvitað að finna perlur, en það er ekki annað hægt en að skoða obbann af þessu sem hluta af fávitavæðingunni, allt þetta crazy world of Dan Brown flipp.“ Er fimm ára plan hjá þér? Nú ertu kominn yfir miðjan aldur – veistu núna hvað þú ætlar að gera? „Við skulum orða það svo að ég veit að margt er ógert. Svo koma nýir og nýir vinklar upp. Heimar toga í mann. En eins og ég hef sagt þá eru engin mál afgreidd. Ég trúi á spurningamerkið. Þannig kallast Bítlaávarpið á við strákabækurnar og þegar maður kom aftur að þessu yrkisefni kom í ljós að þegar þær voru settar saman var heimurinn meira niðurnjörvaður, viðhorfið breytist. Við vorum aldir upp í heimi þar sem persónulegir múrar voru aðrir: ef það kom til manns kall og bauð manni nammi sagði maður já takk. Nú er hann þegar í stað grun- aður um græsku. Við erum að horfa á heim þar sem undantekningin er gerð að reglu.“ Tal okkar berst að þýðendum. Einar hefur átt þeirri gæfu að fagna að hann hefur átt liðsinni góðra þýð- enda, Erik Skyum Nielsen hefur þýtt öll verk hans jafnharðan á dönsku og Inge Knutson hefur líka verið iðinn að þýða verk hans: hugsum við nægilega vel um þessa þýðendur íslenskra bókmennta á önnur mál? „Starf þýðenda er fórnfúst starf. Þeir yrðu glaðir ef þeim væri sýnd- ur meiri áhugi.“ Nú er ljóðabók að baki – er von á nýrri skáldsögu á næstunni? „Já, á næstunni. Tilraunin er í ljóðunum og ef menn lesa ljóðabók- ina vel sjá þeir kímin að efni næstu sögu. Vatnið er byrjað að sjóða, nú er bara að hella uppá. Þannig eru þessi heimar sem ég get horfið í. Sagan er aldrei sögð að fullu og svo dettur maður um ný viðfangsefni.“ Ertu búinn að líta á sögu Fylkingar- innar í Óvinum ríkisins? „Er ég þar? Er ég óvinur ríkis- ins?“ Nei, en þú varst þar eins og þú lýstir í Rauðum dögum. „Já það var ábyrgðarlaus bók, lífsglöð bók. Ég var búinn að fá alveg nóg af þessum þunglyndislegu bókum um það tímabil, fór í gegnum bækur, minningar og heimildir og vildi skila tilfinningu þess tíma. Skrá sögu andófsins. Rauða húsið var umferðarmiðstöð alls kyns strauma. Mér hefur þótt minnið ansi gloppótt um árin eftir 68. Menn gleyma atvinnuleysinu og landflóttanum sem var eina bjargráð fólks til að komast af. Þetta var enginn Súlna- salsgamanleikur. Þessi heimur var heillandi. Ég hef ekki sagt mitt síð- asta orð um hann og á enn talsvert efni.“ „Þetta er svolítið eins og að skreppa í kaffi og svo geta liðið mörg ár: ég vinn eftir mínum æðri mætti, til- finningu og hugboðum. Það sem var heillandi við þennan tíma var að heimurinn kom til okkar. Maður væri dofinn ef það efni leitaði ekki á mann.“ Sérðu einhvern rauðan þráð í verkunum þínum? „Ef ég kíki yfir verkin mín þá sé ég að það er sameiginlegur þáttur með þeim: að minna á hið gleymda. Það var markmið mitt með sögulegu sögunum. Það er alltaf talað um alþýðuna en gleymist að þetta voru einstaklingar – lifandi fólk. Eins var það með börnin í Riddurunum. Þetta er andóf gegn gleymskunni, að koma sögunni til skila. Sáldsagan er rannsókn, tilraun til að finna mennskuna. Sérhver maður er áhugaverður, ekki síst þeir sem fara sínar eigin leiðir.“ !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.