Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 92

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 92
Carmel Sloane, 29 ára málari frá Ástralíu, heldur því fram að hún sé laundóttir Mels Gibson og fer nú fram á DNA-próf til að sanna mál sitt. Mamma Sloane, Mari- lyn, segist hafa hitt Gibson þegar hún var á puttaferðalagi um Ástralíu áður en að hann varð frægur. Gibson gaf henni far, og aðeins meira, því eftir ástarnótt í aftursætinu komst Marilyn að því að hún var ólétt. Marilyn ekki að setja sig í samband við leikarann fyrr en árið 1995, þegar hún komst að því að hann hefði keypt sér hús í Ástralíu. Hún náði þá ekki til hans áður en hann var floginn aftur til Banda- ríkjanna, og segist ekki hafa vilj- að valda vandræðum, hún hafi bara viljað láta hann vita af Carmel. Carmel segist ekki sækjast eftir peningum frá leikaranum, heldur vilji hún bara hitta mann- inn sem hún hafi alltaf vitað að sé faðir sinn. Eins vilji hún kynna Gibson fyrir syni sínum, en það er mál manna að stráksi líkist óstaðfestum afa sínum töluvert. Carmel hefur séð hverja einustu mynd sem Gibson hefur leikið í, og segist óska þess að hann við- urkenni að þau séu skyld. Helst af öllu vilji hún þó fá úr því skor- ið hvort sagan sé sönn eða ekki. Enn hafa engin viðbrögð bor- ist úr herbúðum Gibsons, en honum verður gert skylt að gang- ast undir DNA-próf viðurkenni hann ekki faðernið. Gibson hefur verið giftur konu sinni í 26 ár og er því að minnsta kosti ekki sekur um framhjáhald. Laundóttir Gibsons vill DNA-próf Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, hélt tónleika í Hljómalind á dögunum til að kynna sína fyrstu sólóplötu, Id. Biggi, sem er búsettur í London, var einn með kassagítarinn á tón- leikunum og spilaði lögin af plöt- unni í sinni nöktustu mynd. Spilaði hann einnig eldri lög með hljóm- sveitinni Maus og náði upp nota- legri stemningu á þessum litla tón- leikastað. Biggi stefnir að því að halda útgáfutónleika með hljóm- sveit sinni á næsta ári. Rapparinn 50 Cent greinir frá því í nýlegu viðtali að hann hafi aðeins verið 12 ára gamall þegar hann stundaði kynlíf í fyrsta skipti. Í dag er rapparinn þekktur kvenna- maður og hikar ekki við að grobba sig um það í lögum sínum, en í við- talinu viðurkennir hann að hafa verið glórulaus um hvað ætti að gera í fyrsta skiptið. „Ég var 12 ára gamall og hún hefur verið 22 ára, og ekkert sérstaklega sæt. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera svo ég fylgdi henni í einu og öllu,“ segir 50 Cent um sína fyrstu kyn- lífsreynslu. Byrjaði ungur Kim Porter, kona rapparans og tískujöfursins P.Diddy eignaðist tvíburadætur í vikunni. Fyrir á rapparinn tvö börn, 12 ára gamlan son úr fyrra hjónabandi og annan átta ára gutta með Porter. Diddy hefur ákveðið að skíra telpurnar eftir ömmum sínum, eða Lila Star og Jessie Smalls. P.Diddy hefur lengi sagt að hann sé mikill fjöl- skyldumaður og að hann vanti bara stelpu í krakkaskarann og þá sé allt klárt. Nú hefur hann aldeil- is verið bænheyrður og mun vænt- anlega hafa það unaðslegt í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Eignaðist tvíbura Talið er að leikarinn Johnny Depp muni koma fram á tónlistarverð- laununum Brit Awards á næsta ári. Depp mun stíga á svið til að afhenda rokk- sveitinni Oasis heiðursverðlaun fyrir framlag hennar til tónlist- arheimsins. Depp og Noel Gallagher, aðallagahöfund- ur Oasis, hafa verið góðir vinir síðan þeir hittust fyrst í gegnum þáverandi kærustur sínar, Meg Matthews og Kate Moss. Á meðal þeirra sem munu troða upp á Brit-verðlaununum eru Take That, The Scissor Sisters og Amy Winehouse. Depp á Brit- verðlaunum Jimmy Chamberlin, trommari hinnar endurreistu The Smashing Pumpkins, segir að sveitin sé búin að taka upp fjögur ný lög fyrir næstu plötu sína. „Við höfum verið upptekin við að búa til hljóðrænt landslag með hafsjó af gítar og helling af bassa,“ sagði Chamberlin. Fregnir herma að hljómsveitin ætli að spila á nokkrum tónlistarhátíðinum næsta sumar til að kynna nýju plötuna, sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af rokk- urum um heim allan. Fjögur lög tilbúin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.