Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 94

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 94
Það er ekkert nýtt við The Information, níundu stúdíóplötu Becks. Hann hefur verið kallaður kamelljón innan tónlistarbransans enda hafa flestar plötur hans farið í allt aðra átt en hann hafði áður fengist við. Nú virðist sem Beck sé kominn hringinn. The Information er flott plata enda er á henni að finna brot af flestu því besta sem hann hefur gert. Beck er bara ekki eins spennandi og hann var. Fyrstu fjögur lögin eru frábær- lega vel heppnuð, sér í lagi Strange Apparation sem er eflaust eitt af allra bestu lögum Becks frá upphafi. Byrjunarkafli plötunnar minnir á allt það besta sem hann sýndi á Odelay, flott sömpl, flottir taktar og yndislegar poppmelódíur. Þetta heldur áfram í lögum eins og Nausea, We Dance Alone og No Complains en þegar líður á plötuna fer honum að fatast flugið. Þá ger- ast lögin bæði myrkari og tilrauna- kenndari. Áhrif upptökustjórans, Nigels Godrich, eru auðheyrð á seinni helmingi The Information, hér minnir margt á nýlega sóló- plötu Thoms Yorke sem hann vann að. Það er ekkert nýtt að Beck skjóti inn nokkrum tilraunakennd- um lögum á plötur sínar. Að þessu sinni ganga þau bara ekki eins vel upp og þau hafa gert áður. Auk þess er seinni hluti plötunnar allt of langur, þeir félagar hefðu skilað af sér mun betra verki ef þeir hefðu verið grimmari í niður- skurðinum. Það er engin ástæða til að afskrifa Beck þó þessi plata hans valdi nokkrum vonbrigðum. Hann getur enn samið frábær popplög og gerir það hér. Því miður skýtur hann yfir markið í tilraunastarfseminni að þessu sinni. Kominn hringinn Rapparinn Eminem hefur skilið í annað sinn við æskuást sína Kim Mathers, aðeins ári eftir að þau giftust á nýjan leik. Ákváðu þau að skipta eignum sínum samkvæmt eigin samkomu- lagi og munu þau hafa sameigin- legt forræði yfir dóttur sinni, hinni tíu ára Hailie Jade Scott. Að sögn dómarans í málinu gerðu Eminem og Kim sér grein fyrir því að skilnaðurinn væri endanlegur og voru þau yfirveguð í dómsalnum. Eminem og Kim giftust í annað sinn þann 14. janúar. Sótti rappar- inn um skilnað aðeins tæpum þremur mánuðum síðar, eða 5. apríl. Þau giftust fyrst árið 1999 en skildu 2001. Eminiem, sem heitir réttu nafni Marshall Bruce Mathers III, hefur unnið níu Grammy-verðlaun á ferli sínum, þar á meðal þrenn fyrir bestu rappplöturnar: The Slim Shady LP, The Marshall Mathers LP og The Eminem Show. Hann vann einnig Óskarinn fyrir lag sitt Lose Yourself úr myndinni 8 Mile. Eminem skilinn Fyrir rúmum sex árum reyndi bandaríski leikstjór- inn Terry Gilliam að festa á filmu sögu Miguel De Cervantes um hug- prúða riddarann Don Kíkóta en nánast allt fór úrskeiðis. Terry Gilliam lýsti því hins vegar yfir í fjölmiðlum nýverið að hann gæti vel hugsað sér að fara aftur á stað með myndina. Gilliam hafði fengið Johnny Depp og Jean Rochefort til að leika fyrir sig en eftir að flóð og hvers kyns veikindi settu strik í reikninginn urðu kvikmyndagerðarmennirnir frá að hverfa þó að leikmyndir og handrit væru fyrir hendi. Fjár- magnið var einfaldlega uppurið og gott betur en það. Reyndar varð til heimildarmynd um þessa „stór- mynd“ sem bar hið skemmtilega heiti Lost In La Mancha en þar var þess- ari misheppn- uðu til- raun gerð góð skil. Slíkt varð fjárhagslegt tap Gilliam að hann tók upp samband við Weinstein-bræðurna, Bob og Harvey, fyrir sína næstu mynd, The Brothers Grimm. Þetta olli aðdáendum Gilliam nokkru hugar- angri og mörgum fannst sem hann væri að svíkja sjálfan sig með þessu skrefi enda væri hann þar með komin í öruggan faðm kvik- myndaiðnaðarins. Gilliam lýsti því síðan yfir í samtali við fjölmiðla að kvik- myndin The Man Who Killed Don Quixote gæti eftir allt saman orðið að raunveruleika, aftur. „Ég hef fengið upplýsingar um að handrit að myndinni gæti orðið klárt um jólin,“ sagði Gilli- am. „Reyndar hef ég heyrt þann orðróm á hverju ári undanfarin sex ár en að þessu sinni er ég nokkuð bjartsýnn,“ bætti leik- stjórinn við en hann er ef til vill hvað þekktastur fyrir afrek sín með Monty Python-flokknum og kvikmyndir á borð við Brazil, Time Bandits og Fisher King. „Vandamálið er hins vegar hvenær Johnny Depp er tilbúinn og hvort ég verði á lífi þá,“ sagði Gilliam.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.