Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 23.12.2006, Qupperneq 95
LOKAÐ Í DAG ÞORLÁKSMESSU Óskum Landsmönnum Öllum Gleðilegra Jóla opnum aftur annan í jólum Nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á WWW.SAMbio.is „Ég er komin með staðinn og vinn- an þar inni er byrjuð, en annars tekur allt svona svo langan tíma,“ segir Inga Friðjónsdóttir um nýjan tónleikastað sem hún hefur í hyggju að opna. Staðurinn verður staðsettur í Hafnarstræti, þar sem áður var staður að nafni Rökkurbarinn. Í næsta nágrenni er skemmti- staðurinn Gaukur á stöng, sem lokar á næstunni og þurfa því þeir tónlistarunn- endur sem vanið hafa ferðir sínar á þessar slóðir ekki að örvænta. Inga undir- strikar að framkvæmdir staðarins séu nýfarn- ar af stað og því lítið hægt að fara út í smáatriði hvað varð- ar framtíðar rekstur hans. „Þetta verður þó ekki neinn sveitaballastaður, heldur bara það helsta sem er að ske“ segir Inga örugg og bætir því við að framsækin tónlist verði helst á boðstólnum. Inga er alls ekki ókunnug rekstri staða sem þess- um, en lengi vel átti hún helming í skemmtistaðn- um Sirkus við Klappar- stíg. Þegar Gaukurinn og Grand Rokk loka, verður fram- boð tónleikastaða í Reykjavík engan veginn nægilegt til þess að svara eftirspurn. Staðurinn sem þessi verður því kærkominn í íslenskt tónlistarlíf og fagna tónlistarmenn opnun hans. En að opna stað tekur tíma eins og allt annað og býst Inga við því að staðurinn verði ekki klár í fyrsta lagi fyrr en í apríl eða maí á komandi ári. Enginn sveitaballastaður Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. Höfundurinn J.K. Rowling hefur þegar viðurkennt að tvær persón- ur muni deyja í bókinni og hafa einhverjir talið að önnur þeirra verði sjálfur Harry Potter. Aðdáendur Potter gátu tekið þátt í leik á heimasíðu Rowling til að komast að bókatitlinum. Orðrómur hafði verið uppi um hina ýmsu titla, þar á meðal Harry Potter and the Graveyard of Memories, en Rowling vísaði þeim öllum á bug. Talið er að bókin komi út á ensku næsta sumar og kemur hún væntanlega út í íslenskri þýðingu um haustið. Má búast við því að hún njóti mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar um galdrastrák- inn og ævintýri hans. Í nýlegu viðtali sagðist Rowling vera farin að skrifa á kaffi- húsum á nýjan leik, rétt eins og hún gerði fyrir þrettán árum þegar hún byrjaði fyrst að semja bækurn- ar um Harry Pot- ter. Hún hefur einnig viðurkennt að hafa dreymt að hún væri bæði Potter og sögu- maður á sama tíma. Rowling sagði að margir hefðu spurt sig í gegnum árin hvort hana dreymdi nokkurn tímann að hún væri í heimi Potters. „Svarið var „nei“ þangað til fyrir skömmu þegar mig dreymdi að ég væri á sama tíma Harry og sögumaðurinn,“ sagði hún. „Kannski ætti ég að draga úr koffínneyslunni.“ Rowling bætti því við að hún hefði séð tuttugu mínútna myndskeið úr fimmtu kvikmyndinni um Harry Potter, Harry Potter og Fönixregl- an, og fannst mikið til koma. Verður myndin frumsýnd í júlí á næsta ári. Bækurnar um Potter hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hafa verið þýdd- ar yfir á 63 tungumál. Væntanlegur er á markað lygamælir fyrir farsíma, en sá mælir stress í rödd þess sem er hringt í. Nú þegar geta þeir sem nota forritið Skype til símtala nálgast lygamæl- inn á netinu án endurgjalds, en Skype gerir fólki kleift að hringja í hvort annað yfir netið. Lygamælirinn notast við sömu tækni og þeir lygamælar sem löggæslustofnanir í Banda- ríkjunum nota við að yfirheyra glæpamenn, en um leið og sá sem prófaður er fer að ljúga verða öll ljós rauð. Mælinn má nálgast á heimasíðu Skype, en þar er líka hægt að sjá hvernig mælirinn bregst við orðum Bill Clinton, þegar hann sagði bandarísku þjóðinni að hann hefði ekki stundað kynlíf með Monicu Lewinsky. Talið er að grun- semdafullar eiginkonur muni nýta sér þessa tækni hvað mest, en nú geta ótryggir eigin- menn hvergi flúið. Lygamælar í símum Rokkkóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, tók á móti gullplötum fyrir tónleikaplötu og mynddisk sinn, 06.06.06, á útvarpsstöðinni Bylgjunni í gær. Jónatan Garðars- son afhenti honum plöturnar í beinni útsendingu og var Bubbi vitaskuld hæstánægður með þessa góðu sölu. Alls hafa platan og mynd- diskurinn selst í rúmum 17.500 eintökum sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við aðsóknina á afmælistónleika Bubba í Laugar- dalshöll. Seldist upp á þá á skömm- um tíma og var mikil stemning í Höllinni eins og sjá má á mynd- disknum. Söng Bubbi þar öll sín bestu lög við frábærar undirtektir tónleikagesta. Bubbi fékk gull Á nýafstaðinni jólamessu Voga- skóla flutti kór skólans lag eftir fjóra nemendur úr tíunda bekk. Þeir Tómas Hrafn Ágústsson, Magnús Ingvar Ágústsson, Davíð Stefánsson og Sigurður Ingi Einarsson mynda hljómsveitina Fúx-Frá sem hefur nú verið starf- rækt í eina fjóra mánuði. „Við sömdum lagið eiginlega fyrir okkur, en fengum svo þá hugmynd að fá kórinn með okkur í þetta,“ sagði Tómas, en strákarnir semja allt sitt efni sjálfir. Tómas sagði það þó hafa verið dálítið frábrugð- ið því sem þeir eiga að venjast að semja fyrir kórinn, því venjulega er melódískt rokk á efnisskránni. „Þetta var kórstjóranum, henni Ágústu, að þakka líka. Við bjugg- um til laglínuna alveg sjálfir, en hún hjálpaði okkur svolítið við að koma kórnum inn í þetta, með röddun og þannig lagað,“ sagði Tómas. Hljómsveitarmeðlimir Fúx-Frá hafa allir verið lengi í tónlist. „Við höfum verið að spila í svona fjög- ur ár. Trommarinn okkar hefur verið lengst í þessu, í heil sex, sjö ár, held ég,“ sagði Tómas. Jóla- messan var frumraun strákanna í Vogaskóla, en þeir hafa áður komið fram í félagsmiðstöðinni Þrótt- heimum. „Annars höfum við bara verið að reyna að redda okkur giggum,“ sagði Tómas, sem sagði Íslendinga alveg mega eiga von á því að heyra frá Fúx-Frá í framtíð- inni. „Það verður samt ekki kóra- tónlist, nema við fáum aftur svona hugdettu,“ sagði hann. Sömdu lag fyrir kór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.