Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 102

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 102
Undanfarna daga hafa borgarbúar flykkst í miðbæinn. Sumir kaupa jólagjafir og aðrir njóta stemning- arinnar og skoða jólaskreyting- arnar. Marga hefur þó rekið í rogastans þegar að Tjörninni er komið, en risavaxin kerti hafa þar komið í stað ljósastaura. „Þetta á að hafa róandi áhrif á fólk, svona eins og kertaljósin. Þetta er ekki eitthvað öskrandi, æpandi, blikkandi nútímajóla- skraut,“ sagði Örn Alexandersson, en hann er einn fimm meðlima í hópnum Norðan Bál sem stendur fyrir jólakertunum. „Þetta er bara svolítið stærra í sniðum,“ bætti hann við, en það er Orkuveitan sem tók hugmynd hópsins upp á arma sína. Norðan Bál hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum sem flestar hafa verið frekar stórar í sniðum. Hópurinn hefur til dæmis klætt ljósastaura í miðbænum í túlipanaskrúð á Vetrarhátíðum, sá um opnunaratriði síðustu Vetrar- hátíðar og reisti stærstu brúðu sem reist hefur verið á Íslandi á Ljósanótt í haust. Örn sagði Norð- an Bál þó ekki einbeita sér að stærðinni. „Þetta hefur bara æxl- ast svona, en það er ekki allt stórt sem við gerum,“ sagði hann. Örn hafði ekki fengið viðbrögð við risakertunum þegar Fréttablaðið talaði við hann, en þau hafa nú verið uppi í tæpar tvær vikur. „Ég held reyndar að fæstir viti að þetta sé eftir okkur,“ sagði hann og hló. Risavaxin jólakerti við Tjörnina „Það sem ég kynntist fyrir utan myndavélarnar var mér ekki að skapi,“ segir Hafsteinn Þór Auð- unsson, sem vakti mikla athygli í síðasta X-Factor þætti þegar hann lýsti því yfir að eitthvað væri bogið við þáttinn og gerð hans. „Mér fannst aðaldómarinn í mínum hópi vingast meira við suma keppendur en aðra,“ útskýrir hann. „Varð vitni að klíkuskap þegar slökknaði á mynda- vélunum,“ bætir hann við. „Ég vil ekki vera að kasta rýrð á aðra keppendur í þættinum eða segja hverjir áttu hlut að máli en menn geta sagt sér sjálfir um hvaða dómara er rætt,“ segir Hafsteinn en í hópi hans voru einstaklingar undir leiðsögn Elínborgar Hall- dórsdóttur, betur þekktrar sem Ellýjar í Q4Y. Hafsteinn viðurkenndi að ef hann hefði komist áfram eða ekki verið með þeim síðustu til að vera sendir heim hefðu þessi orð aldrei verið látin falla. „Ég var bara pirraður og ósáttur með málalyktir,“ útskýrir hann en dregur hins vegar fullyrðingu sína um klíkuskap í X- Factor ekki til baka. Hann sagðist aftur á móti vita vel af því að í einu laganna hefði honum ekki tekist nægjanlega vel upp. „Mér fannst það hins vegar ekki nægjanlega góð ástæða til að láta henda mér út,“ segir hann. Hafsteinn er liðtækt ljóðskáld og er með ljóðabók í undirbúningi en er ekki búinn að fastsetja útgáfudag. „Þetta er allt í vinnslu, bókin verður á ensku og fjallar um tilfinningar fólks eins og nafnið gefur til kynna,“ útskýrir Haf- steinn en bókin mun að öllum lík- indum heita Feelings as you know them If you know them. Sakar dómara í X-Factor um klíkuskap Atli Freyr Steinþórsson, þulur hjá Ríkisútvarpinu, flytur hina hefð- bundnu jólakveðju annað árið í röð á slaginu 18 á aðfangadags- kvöld á Rás 1. Mikil ábyrgð hvíli á herðum hans, enda gildi strangar reglur um kveðjuna. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Atli Freyr, sem stundar nám við Háskóla Íslands samhliða starfi sínu sem þulur. „Í fyrra átti ég líka jólavaktina og þá sveif hátíðin mjög yfir vötn- um. Útvarpshúsið er nánast mann- laust á aðfangadagskvöld, þar eru þulur, tæknimenn Rásar 1 og 2 og húsvörður og það var hátíð hjá okkur, menn tókust í hendur og klöppuðu hver öðrum á öxlina. Það er gaman ef hlustendur finna fyrir þessum hátíðleika hjá okkur,“ segir Atli. Miklar og strangar reglur gilda um flutning jólakveðjunnar, aðdraganda hennar og eftirmál. „Dagskráin á aðfangadagskvöld er í föstum skorðum. Að lokinni hátíðartónlist hér um bil stundar- fjórðungi fyrir sex er gert hlé og útsending Útvarpsins liggur niðri þar til nákvæmlega fjórum mínút- um fyrir klukkan 18,“ segir Atli. „Þá hefst hátíðarhringing Dóm- kirkjunnar og klukkan 17:59:57 hefur þulur yfir kallmerki stöðv- arinnar, „Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík“ og býður gleði- leg jól um leið og kvöldsett verður og heilagt klukkan 18:00:00. Þá hefst beint útvarp frá aftansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir Atli. Aðspurður segir Atli að honum hafi aldrei dottið í hug að breyta jólakveðjunni. „Ríkisútvarpið snýst um hefð, það er í senn æva- fornt og spánnýtt, það er stöðugur punktur sem engin ástæða er til að stroka yfir. Jólakveðjan á aðfanga- dagskvöld er eitt af því sem ekki er ástæða til að breyta,“ segir Atli. Jólamessan hefur verið send út á samtengdum rásum Ríkisút- varpsins í fjöldamörg ár, en í ár verður breyting á. Jólamessan verður aðeins send út á Rás 1, en á Rás 2 leikur Svanhildur Jakobs- dóttir íslensk jólalög. Atli segist aðspurður vera mik- ill jólamaður. „Ég á segulbands- spólu þar sem Helgi S. Ólafsson leikur jólasálma á gamalt pípuorgel Hvammstangakirkju. Stundum er þessi spóla komin í tækið í bílnum í október.“ ...fá Bubbi og frítt föruneyti hans, sem leggja leið sína á Litla-Hraun á morgun til að létta föngunum lund, en þetta er 23. heimsókn Bubba á Hraunið í þeim tilgangi. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.