Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 2
Tveir menn sættu yfirheyrslum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær, eftir að þeir höfðu veist að tveimur lögreglu- þjónum við skyldustörf og veitt öðrum þeirra högg á barkakýlið. Mönnunum var sleppt síðdegis í gær eftir yfirheyrslurnar. Það var um fimmleytið í fyrri- nótt sem lögreglan var kvödd að húsi í vesturbænum í Reykjavík vegna hávaða sem stafaði af flug- eldaskotum. Einn íbúanna í umræddu húsi var þá með ógn- andi tilburði við aðra íbúa, senni- lega þá sem hann taldi að hringt hefðu á lögreglu. Lögreglumenn- irnir hófu að skakka leikinn, en þá bar að annan mann sem gekk í lið með hinum fyrrnefnda. Annar þeirra sló til lögreglumannanna og kom í framhaldinu til átaka sem leiddu til þess að annar lög- reglumannanna fékk högg beint á barkann og meiddist nokkuð. Þrátt fyrir það tókst að færa mennina í fangaklefa, þar sem þeir voru látnir dúsa yfir nóttina. Lögreglumennirnir fóru á slysa- deild til skoðunar, en hvorugur mun vera frá starfi þrátt fyrir atburðinn. Ófriðarseggirnir tveir hafa ekki komið við sögu lögreglu áður, en Bakkus var með þeim í för. Ekki verður boðað til sérstaks fundar í samgöngu- nefnd Alþingis vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi í flugsam- göngum, en Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, hafði óskað eftir því. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar og varaformaðurinn, Hjálmar Árnason, telja að ekki sé ástæða til að grípa til aðgerða. „Það var búið að ákveða að vera með fund í annarri viku janúar og við höldum okkur við það. Málið er afgreitt frá þinginu og við blöndum okkur ekkert inn í það,“ sagði Guðmundur í gær. Enginn fundur í samgöngunefnd Póst- og fjarskiptastofn- un hefur auglýst eftir fyrirtækj- um sem reka vilja hér á landi þriðju kynslóðar farsímakerfi, en þau byggja á svonefndum UMTS- staðli. Stofnunin gerir ráð fyrir að úthluta tíðnisviðum fyrir netin í byrjun apríl til allt að fjögurra bjóðenda. Í UMTS-farsímakerfi er sendi- hraði stóraukinn og því möguleg margvísleg ný þjónusta svo sem sjónvarpssendingar í síma, eða annað gagnastreymi. Nýja tæknin er önnur en GSM-staðallinn sem fólk þekkir í dag og kallar á nýjan farsímakost. Fyrirtæki sem sækjast eftir tíðnisviðum verða að uppfylla ákveðin skilyrði, svo sem að eiga að minnsta kosti 400 milljónir króna í eigið fé. Að auki fylgir kvöð um útbreiðslu þjónustunnar á landsvísu. „Útboðið er byggt á lögum um þriðju kynslóð farsíma þar sem fegurðarsamkeppnisformið var sett upp,“ segir Hrafnkell V. Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunarinnar. Í lögunum eru einnig ákvæði um lágmarksþjón- ustu en útbreiðsla verður að ná til að minnsta kosti 60 prósenta á höf- uðborgarsvæðinu og svo á vestur-, norður-, og suðurhluta landsins. „Þetta er nokkuð stíf krafa en við settum það upp á nokkru árabili þannig að þetta gerist ekki allt í einni svipan,“ bætir hann við. Fjar- skiptafyrirtækin hafa þannig, í fjórum skrefum, fimm og hálft ár til að vinna sig upp í fulla þjón- ustu. Vitað er um þrjú fyrirtæki sem lýst hafa opinberlega áhuga á rekstri þriðju kynslóðar farsíma- þjónustu, fjarskiptafélag Novators í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, Símann og svo Vodafone. Novator hefur eitt fengið svokallað tilraunaleyfi til reksturs þriðju kynslóðar nets. Tilraunaleyfi er hins vegar ekki forsenda úthlutun- ar. „Þau eru bara aðferð stofnunar- innar til að koma til móts við mark- aðsaðila sem prófa vilja einhverja tækni,“ segir Hrafnkell og bætir við að þau séu nánast alltaf veitt. Berist fleiri en fjögur tilboð getur verið að úthlutun tíðnisvið- anna taki aðeins lengri tíma en stefnt er að því þá þarf að raða til- boðunum upp í goggunarröð eftir nánari samanburð. Að öðrum kosti nægir að bjóðendur uppfylli grunnskilyrðin sem sett eru um rekstur þriðjukynslóðar netsins. Samkeppni hafin um þriðju kynslóð farsíma Tíðnisviðum þriðju kynslóðar farsímakerfa verður úthlutað í vor. Stóraukinn hraði og ný þjónusta við farsímanotendur eru á næsta leiti. Að minnsta kosti þrír stefna á uppbyggingu þriðju kynslóðar nets. Fjögur leyfi eru í boði. Ungi Íslendingurinn sem féll um 12 metra niður af svölum íbúðar sinnar í Árósum í Danmörku er enn í lífshættu, að sögn föður hans. Atvikið átti sér stað sunnudag- inn 17. desember, en tildrög þess eru óljós. Ungi maðurinn féll um 12 metra niður af svölunum og lenti á steyptri stétt. Að sögn föður hans nýtur hann einstakrar umönnunar á sjúkrahúsinu í Árósum. Maðurinn er kominnn til meðvitundar, en þarf enn að vera í öndunarvél af og til. Faðir hans segir að líðan hans sé slæm, en heldur horfi þó til betri vegar. Enn í lífshættu Lokið var við að dæla olíu úr síðu- tönkunum á flutningaskipinu Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru í Sandgerði síðdegis í gær. Olía er enn eftir í lestum skipsins. Kristján Geirsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að bráða- hættan sé að mestu frá. Lestirnar verði tæmdar á nýju ári. „Eftir í skipinu situr olía í lestinni sem var pumpað úr botntönkunum. Við þurfum annan mannskap og annan búnað til að ná henni. Nú verður mannskapurinn og búnaðurinn fluttur í land og aðeins pústað,“ segir Kristján. Átta menn voru um borð í Wilson Muuga í rúmlega tvo sólarhringa við að dæla úr skipinu og tókst að dæla áttatíu til áttatíu og fimm tonnum af svartolíu á land. Hátt í fimmtíu tonn af svartolíu úr botntönkunum og dísilolíu virðast hafa farið í sjóinn. Kristján segir að sest verði yfir reikningana þegar mennirnir um borð hafi hvílst. „Við teljum að bráðahættan sé að mestu frá og það stafi ekki mikil hætta af því sem eftir er. Þetta er þunnt lag af olíu ofan á í lestinni en lestin er traust og við teljum enga hættu aðsteðjandi þar. Mesta málið var að tæma stóru tankana,“ segir hann. „Við notum næstu daga í að undirbúa okkur því við teljum ekki þörf á sama asa og áður. Það er hægt að flytja afganginn í land í minni tönkum með þyrlu.“ Útboðið er byggt á lög- um um þriðju kynslóð farsíma þar sem fegurðarsam- keppnisformið var sett upp.“ Nýlátinn fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, Gerald R. Ford, efaðist mjög um réttmæti ákvörðunar George W. Bush, núverandi forseta Banda- ríkjanna, um innrásina í Írak. Þetta kom fram í leynilegu viðtali sem blaðamaður Washing- ton Post tók við Ford með því skilyrði að viðtalið yrði ekki birt fyrr en eftir fráfall Fords. Viðtalið, sem tekið var í júlí 2004, var birt í gær, en Ford lést á þriðjudaginn. Ford sagðist vera afar mótfallinn stefnu Bush í Íraks- málum. „Ég held ekki að ég hefði farið í stríð,“ sagði Ford og bætti við að betra hefði verið að leita friðsam- legra lausna á málunum þar. Efaðist um rétt- mæti innrásar Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur keypt útgáfu DV samkvæmt kaupsamn- ingi við 365 miðla hf. DV mun koma út í óbreyttri mynd fyrst um sinn, en útgáfudögum verður fjölg- að á næsta ári. Hjálmur ehf., sem er í eigu Baugs Group hf., á 49 prósenta hlut í útgáfufélaginu, 365 miðlar hf. eiga 40 prósenta hlut og Sigurjón M. Egilsson og Janus Sigurjónsson eiga 11 prósenta hlut. Sigurjón M. Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV og verður engum starfsmönnum sagt upp vegna eigendaskiptanna. Frekari breytingar eru fyrirhugaðar á prentútgáfu hjá 365 miðlum í þeim tilgangi að skerpa áherslur og auka arðsemi í rekstri fyrirtækisins. 365 ætlar að einbeita sér að útgáfu Fréttablaðs- ins og þeim ritum sem fylgja því. Fyrirtækið hefur selt tímaritin Hér & nú og Veggfóður til útgáfufélagsins Fögrudyra ehf. Sigurjón verður ritstjóri DV Tölvubúnaði var stolið úr tveimur heimahúsum og einu fyrirtæki í Reykjavík í fyrradag. Eldhústækjum var stolið úr nýbyggingu og þá fór þjófur inn á veitingastað í austurbænum og komst undan með nokkuð af peningum. Brotist var inn í tvær geymslur, sumardekk tekin úr annarri en kjötvörum stolið úr frystikistu í hinni. Þá var hljómflutningstækj- um stolið úr bíl. Þrjár matvöruverslanir urðu líka fyrir barðinu á þjófum en þeir höfðu lítið upp úr krafsinu. Einnig var tilkynnt um bensínþjóf til lögreglu. Þjófar þreytast ekki um jólin Björgvin, ertu að fara í mútur fyrst núna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.