Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 10
Starfsmenn
hverfastöðva framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar eru nú við
móttöku og uppröðun á bálköstum
þar sem brennur verða haldnar.
Hætt verður að taka á móti efni
þegar kestirnir eru orðnir hæfi-
lega stórir eða í síðasta lagi kl. 12
á gamlársdag.
Líkt og í fyrra verða 11 ára-
mótabrennur í Reykjavík, þar af
fjórar stórar sem verða við Ægi-
síðu, á Geirsnefi, í Gufunesi við
gömlu öskuhaugana og við Rauða-
vatn.
Þá verða minni brennur við
Suðurhlíðar neðan Fossvogs-
kirkjugarðs, við Suðurfell, við
Leirubakka, á Klébergi á Kjalar-
nesi, í Skerjafirði, vestan Laugar-
ásvegar og við Úlfarsfell. Kveikt
verður í brennunum klukkan 20.30
á gamlárskvöld.
Einn til tveir starfsmenn
Reykjavíkurborgar verða á vakt
við brennurnar og eftir klukkan
tvö á miðnætti er gert ráð fyrir að
fjórir vatnsbílar hefji slökkvi-
starf.
Samkvæmt breytingum á reglu-
gerð þarf ekki leyfi heilbrigðis-
nefndar fyrir brennum sem standa
skemur en í tvær klukkustundir en
ávallt þarf að fá samþykki slökkvi-
liðsins fyrir brennunum svo fremi
sem þær eru á borgarlandi.
Veðurútlit er almennt gott fyrir
gamlárskvöld og gert er ráð fyrir
hæglætisveðri og 1-4 stiga hita.
Rignt gæti við strendur sunnan-
lands, vestan og norðan.
Vel ætti að viðra á brennum
Sigfríði Þor-
steinsdóttur hefur verið sagt upp
störfum sem sveitarstjóra í Gríms-
nes- og Grafningshreppi. Unnið er
að starfslokasamningi við Sigfríði
en óvíst er hvernig samningurinn
verður og hvenær viðræðum milli
hreppsnefndar og Sigfríðar lýkur.
Gunnar Þorgeirsson, sem sæti á
í sveitarstjórn hreppsins fyrir
hönd minnihlutans, segir starfsað-
ferðir meirihluta K-listans slæmar
og ekki til þess fallnar að bæta
ímynd hreppsins. „Mér heyrist það
vera almennt viðhorf forsvars-
manna meirihlutans að það sé best
að leysa úr öllum ágreiningsmál-
um með því að siga lögfræðingum
á fólkið sem er að reyna að greiða
úr ágreiningi með umræðum við
sveitarstjórnina. Þá vitna ég til
samskipta forsvarsmanna sveitar-
félagsins við íbúa þess. Ég tel einn-
ig aðferðina við uppsögnina á sveit-
arstjóranum sérkennilega því hún
fékk engar viðvaranir áður en
henni var sagt upp störfum.“
Sigfríður var ráðinn sveitar-
stjóri 28. júní á þessu ári en í samn-
ingnum er ákvæði um þriggja mán-
aða gagnkvæman uppsagnarfrest
fyrstu sex mánuði samingstímans.
Uppsögnin tekur gildi 31. desem-
ber.
Hvorki Sigfríður né Ingvar G.
Ingvarsson, oddviti meirihlutans í
sveitarstjórn, vildu tjá sig um
starfslokin eða viðræðurnar um
starfslok sem nú eru í gangi.
Sigfríður lét bóka á fundi
hreppsnefndar 21. desember, er
starfslok hennar voru til umræðu,
að henni þætti umhugsunarefni
hvernig staðið væri að stjórnsýslu-
málum í sveitarfélaginu. „Þar sem
mikil sárindi eru í sveitarfélaginu
eftir sveitarstjórnarkosningarnar í
vor tel ég að gæta verði vel að því
hvernig stjórnsýslan tekur á
málum. Mikilvægt er við þær
aðstæður að gæta meðalhófs og að
jafnræði ríki við meðferð mála.
Þar sem dagskipun K-listans sem
myndar meirihluta í hreppsnefnd
er að sýna hörku í samskiptum við
íbúana sé ég mér ekki annað fært
en bóka þetta við þessi tímamót,“
segir í bókun Sigfríðar þegar
starfslok hennar voru til umræðu.
Sveitarstjóranum í Grímsnesi sagt upp
Lögreglan í Reykja-
vík stöðvaði allmarga ökumenn
fyrir hraðakstur í fyrradag. Einum
þurfti að veita eftirför vegna þess
að hann sinnti ekki stöðvunar-
merki lögreglu.
Hann nam loks staðar við eina
af áfengisverslunum borgarinnar
og bar ökumaðurinn því við að
hann hefði nauðsynlega þurft að
ná þangað fyrir lokun.
Við leit í bíl mannsins fundu
lögreglumenn nokkurt magn fíkni-
efna. Við nánari skoðun kom svo í
ljós að ökumaðurinn reyndist vera
ökuréttindalaus en hann var svipt-
ur réttindum fyrir nokkru.
Var að verða of
seinn í Ríkið
Sjö kvenráðherrar verða
í næstu ríkisstjórn Ekvadors, af
sautján ráðherrum alls. Varnar-
málaráðherra verður frú Gua-
dalupe Larriva, en hún er forseti
Jafnaðarmannaflokksins. Þetta er
í fyrsta skipti í sögu landsins sem
sterkara kynið fer með varnar-
málin, en hernaðarsérfræðingur-
inn Luis Hernandez fagnar
tilbreytingunni og segir að
ekvadorskir hermenn geti vel
hlýtt skipunum frá konu.
Vill sjö konur í
ríkisstjórnina