Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 10
 Starfsmenn hverfastöðva framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar eru nú við móttöku og uppröðun á bálköstum þar sem brennur verða haldnar. Hætt verður að taka á móti efni þegar kestirnir eru orðnir hæfi- lega stórir eða í síðasta lagi kl. 12 á gamlársdag. Líkt og í fyrra verða 11 ára- mótabrennur í Reykjavík, þar af fjórar stórar sem verða við Ægi- síðu, á Geirsnefi, í Gufunesi við gömlu öskuhaugana og við Rauða- vatn. Þá verða minni brennur við Suðurhlíðar neðan Fossvogs- kirkjugarðs, við Suðurfell, við Leirubakka, á Klébergi á Kjalar- nesi, í Skerjafirði, vestan Laugar- ásvegar og við Úlfarsfell. Kveikt verður í brennunum klukkan 20.30 á gamlárskvöld. Einn til tveir starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á vakt við brennurnar og eftir klukkan tvö á miðnætti er gert ráð fyrir að fjórir vatnsbílar hefji slökkvi- starf. Samkvæmt breytingum á reglu- gerð þarf ekki leyfi heilbrigðis- nefndar fyrir brennum sem standa skemur en í tvær klukkustundir en ávallt þarf að fá samþykki slökkvi- liðsins fyrir brennunum svo fremi sem þær eru á borgarlandi. Veðurútlit er almennt gott fyrir gamlárskvöld og gert er ráð fyrir hæglætisveðri og 1-4 stiga hita. Rignt gæti við strendur sunnan- lands, vestan og norðan. Vel ætti að viðra á brennum Sigfríði Þor- steinsdóttur hefur verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra í Gríms- nes- og Grafningshreppi. Unnið er að starfslokasamningi við Sigfríði en óvíst er hvernig samningurinn verður og hvenær viðræðum milli hreppsnefndar og Sigfríðar lýkur. Gunnar Þorgeirsson, sem sæti á í sveitarstjórn hreppsins fyrir hönd minnihlutans, segir starfsað- ferðir meirihluta K-listans slæmar og ekki til þess fallnar að bæta ímynd hreppsins. „Mér heyrist það vera almennt viðhorf forsvars- manna meirihlutans að það sé best að leysa úr öllum ágreiningsmál- um með því að siga lögfræðingum á fólkið sem er að reyna að greiða úr ágreiningi með umræðum við sveitarstjórnina. Þá vitna ég til samskipta forsvarsmanna sveitar- félagsins við íbúa þess. Ég tel einn- ig aðferðina við uppsögnina á sveit- arstjóranum sérkennilega því hún fékk engar viðvaranir áður en henni var sagt upp störfum.“ Sigfríður var ráðinn sveitar- stjóri 28. júní á þessu ári en í samn- ingnum er ákvæði um þriggja mán- aða gagnkvæman uppsagnarfrest fyrstu sex mánuði samingstímans. Uppsögnin tekur gildi 31. desem- ber. Hvorki Sigfríður né Ingvar G. Ingvarsson, oddviti meirihlutans í sveitarstjórn, vildu tjá sig um starfslokin eða viðræðurnar um starfslok sem nú eru í gangi. Sigfríður lét bóka á fundi hreppsnefndar 21. desember, er starfslok hennar voru til umræðu, að henni þætti umhugsunarefni hvernig staðið væri að stjórnsýslu- málum í sveitarfélaginu. „Þar sem mikil sárindi eru í sveitarfélaginu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor tel ég að gæta verði vel að því hvernig stjórnsýslan tekur á málum. Mikilvægt er við þær aðstæður að gæta meðalhófs og að jafnræði ríki við meðferð mála. Þar sem dagskipun K-listans sem myndar meirihluta í hreppsnefnd er að sýna hörku í samskiptum við íbúana sé ég mér ekki annað fært en bóka þetta við þessi tímamót,“ segir í bókun Sigfríðar þegar starfslok hennar voru til umræðu. Sveitarstjóranum í Grímsnesi sagt upp Lögreglan í Reykja- vík stöðvaði allmarga ökumenn fyrir hraðakstur í fyrradag. Einum þurfti að veita eftirför vegna þess að hann sinnti ekki stöðvunar- merki lögreglu. Hann nam loks staðar við eina af áfengisverslunum borgarinnar og bar ökumaðurinn því við að hann hefði nauðsynlega þurft að ná þangað fyrir lokun. Við leit í bíl mannsins fundu lögreglumenn nokkurt magn fíkni- efna. Við nánari skoðun kom svo í ljós að ökumaðurinn reyndist vera ökuréttindalaus en hann var svipt- ur réttindum fyrir nokkru. Var að verða of seinn í Ríkið Sjö kvenráðherrar verða í næstu ríkisstjórn Ekvadors, af sautján ráðherrum alls. Varnar- málaráðherra verður frú Gua- dalupe Larriva, en hún er forseti Jafnaðarmannaflokksins. Þetta er í fyrsta skipti í sögu landsins sem sterkara kynið fer með varnar- málin, en hernaðarsérfræðingur- inn Luis Hernandez fagnar tilbreytingunni og segir að ekvadorskir hermenn geti vel hlýtt skipunum frá konu. Vill sjö konur í ríkisstjórnina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.