Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 20
[Hlutabréf]
Mikil söluaukning var á matvör-
um og sérvörum í verslunum
Haga, stærsta smásalans á
íslenskum verslunarmarkaði,
fyrir jólin. Metdagur var í Bónus-
verslunum á Þorláksmessu og
eins var sölumet á einum degi
slegið í hinni tíu þúsund fermetra
verslun Hagkaupa í Smáralind.
Þá var söluaukning bæði í sér-
vöruverslunum í Kringlu og
Smáralind þar sem Hagar eiga
fjölda verslana. Karen Millen
opnaði nýja verslun í Smáralind
fyrir jólin sem hlaut góðar við-
tökur.
„Það sem kemur okkur þægi-
lega á óvart er að verslun er að
styrkjast þrátt fyrir aukin ferða-
lög til útlanda,“ segir Finnur
Árnason, forstjóri Haga. Tölu-
verð aukning var á jólaverslun í
fyrra samanborið við 2004. Finn-
ur segir að jólaverslunin í ár sé
meiri en í fyrra þótt hann nefni
engar tölur í þeim efnum.
Finnur segir að Hagkaup í
Smáralind velti á Þorláksmessu
upphæð sem nemi ársveltu
margra verslana í húsinu. Hann
nefnir einnig að föstudagurinn 22.
desember hafi komið sterkur út í
verslunum fyrirtækisins. Hagar
veltu 22,2 milljörðum króna á
fyrstu sex mánuðum rekstrarárs-
ins sem hófst í mars.
Sölumet féllu hjá
Högum fyrir jólin
Samgöngumálaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur ákveðið að veita
lággjaldaflugfélaginu Virgin
America ekki flugrekstrarleyfi í
landinu. Flugfélagið er eitt af dótt-
urfélögum bresku samstæðunnar
Virgin Group, sem er í eigu breska
auðkýfingsins Richards Branson.
Undirbúningur fyrir starfsemi
flugfélagsins hefur staðið yfir síð-
astliðin tvö ár.
Ástæðan fyrir neituninni er sú
að bandarísk lög um starfsemi
flugfélaga kveða á um að eignar-
hlutur erlendra aðila í flugfélög-
um á innanlandsmarkaði einskorð-
ast við fjórðungshlut og mega
Bandaríkjamenn ekki eiga minna
en 75 prósent í þeim. Þetta er
þvert á vonir forsvarsmanna Virg-
in Group, sem á 49 prósenta hlut í
Virgin America. Þá kveða reglurn-
ar sömuleiðis skýrt á um svipað
hlutfall erlendra aðila í stjórnum
flugfélaga.
Til stóð að Virgin America hæfi
starfsemi snemma á næsta ári.
Óljóst er hvort af því verði en for-
svarsmenn Virgin Group ætla að
svara flugmálayfirvöldum í
Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Virgin Group á meirihluta í
fjölda flugfélaga víða um heim.
Svo sem í Evrópu, Ástralíu og í
Nígeríu. Á meðal þeirra er Virgin
Atlantic, sem sinnir flugi til áfanga-
staða víða um heim, svo sem á milli
Bretlands, Bandaríkjanna, til Aust-
urlanda og Afríku.
Virgin America fær
ekki flugrekstrarleyfi
Seðlabanki Íslands varaði Straum-
Burðarás við því að nýta sér heim-
ild ársreikningaskrár til að færa
bókhald og semja ársreikning sinn
í evrum. Þetta kom fram í svarbréfi
Seðlabanka Íslands til Fréttablaðs-
ins við fyrirspurn um samskipti
Straums-Burðaráss og Seðlabank-
ans í tengslum við breytingar þess
fyrrnefnda. Á blaðamannafundi
í Seðlabankanum í síðustu viku,
þegar tilkynnt var um 25 punkta
stýrivaxtahækkun bankans, vís-
aði Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri í bréf frá Straumi-Burðarási
til Seðlabankans þar sem fram
komi að í Svíþjóð megi fjármála-
fyrirtæki gera upp í evrum. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
var hvergi vísað til sænskra laga í
bréfinu og staðfesti Seðlabankinn
það með svarbréfi sínu.
Í svarbréfinu kemur fram að
í umsókn Straums-Burðaráss til
Seðlabankans, um að hafa sér-
stakan jákvæðan gjaldeyrisjöfn-
uð til varnar gengisáhrifum á eig-
infjárhlutfall, standi að bankinn
hefði óskað eftir heimild ársreikn-
ingaskrár til að færa bókhald og
semja ársreikning sinn í evrum.
Seðlabankinn hafi veitt heimildina
um jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð en
um leið varað við því að Straum-
ur-Burðarás nýtti sér heimild árs-
reikningaskrár.
Seðlabankinn er ekki fylgjandi
því að helstu fjármálafyrirtæki
landsins geri reikninga sína upp í
erlendum gjaldmiðli, samkvæmt
bréfinu. Slík umskipti gætu dregið
úr virkni innlendra fjármálamark-
aða og þar með úr áhrifamætti
peningastefnu Seðlabankans. Við-
skipti fjármálafyrirtækja við
Seðlabanka Íslands séu í íslenskum
krónum og ekki sé fyrirsjáanleg
nein breyting á því. Þau viðskipti
varði meðal annars greiðslumiðl-
un í landinu, reglubundna útvegun
lauss fjár og úrræði við lausafjár-
vanda.
Bæði Landsbankinn og Glitnir
hafa upplýst að ekki séu sérstök
áform uppi um að fara sömu leið
og Straumur-Burðarás þótt málið
sé stöðugt til skoðunar. Kaupþing
hefur hins vegar ekki viljað gefa
upp fyrirætlanir sínar í þessum
efnum. Talsmenn Straums-Burðar-
áss vildu ekki tjá sig sérstaklega
um málið.
Seðlabanki Íslands segir evruuppgjör fjármálafyr-
irtækja geta dregið úr virkni innlendra fjármála-
markaða og áhrifamætti peningastefnu bankans.
Peningaskápurinn ...
Heildarnafnverð DB 06 2 er 380.000.000 kr.
Heildarnafnverð DB 06 3 er 850.000.000 kr.
Skuldabréfaflokkur að fjárhæð 380.000.000 kr. var gefinn út þann 1. ágúst
sl. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands er DB 06 2 og verða bréfin skráð þar
þann 29. desember 2006. Skuldabréfin eru verðtryggð með grunnviðmiðun í
vísitölu neysluverðs í ágúst 2006, 263,1 stig. Skuldabréfin skulu bera 6,5%
flata vexti og skulu endurgreiðast á 10 gjalddögum vaxta, á sex mánaða
fresti, í fyrsta sinn þann 1. febrúar 2007 og síðast 1. ágúst 2011. Höfuðstóll
skuldabréfanna skal greiðast allur í einu lagi þann 1. ágúst 2011.
Skuldabréfaflokkur að fjárhæð 850.000.000 kr. var gefinn út þann 1. ágúst sl.
Auðkenni flokksins er DB 06 3 og verða bréfin skráð þar þann 29. desember
2006. Skuldabréfin eru óverðtryggð. Skuldabréfin skulu bera 6 mánaða
Reibor vexti að viðbættu álagi sem er 200 punktar og skal endurgreiðast á 3
gjalddögum vaxta, þann 1. febrúar 2007, 1. ágúst 2007 og síðast 1. febrúar
2008. Höfuðstóll skuldabréfanna skal greiðast allur í einu lagi þann 1.
febrúar 2008.
Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 29. desember 2006.
Lýsingar er hægt að nálgast hjá útgefanda, Teymi hf., Skútuvogi 2, 104
Reykjavík, á vefsíðu útgefanda, Teymis hf., www.teymi.is og á vefsíðu
Kauphallarinnar www.icex.is. Umsjónaraðili skráningarinnar í Kauphöll
Íslands hf. er fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
29. desember 2006
NAFNVERÐ ÚTGÁFU:
SKILMÁLAR SKULDABRÉFA:
SKRÁNINGARDAGUR:
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
35
49
5
12
/0
6
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
35
49
5
12
/0
6
Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands
Teymi hf.
380.000.000 – DB 06 2
850.000.000 – DB 06 3
Tískuverslunarkeðjan Mosaic
Fashions skilaði um 1,4 millj-
óna punda tapi, eða 195 milljón-
um króna á þriðja ársfjórðungi
reikningsársins. Þessi niður-
staða er langt undir væntingum
greiningardeilda bankanna sem
reiknuðu með þó nokkrum
hagnaði hjá félaginu. Meðal-
talsspá þeirra hljóðaði upp á
rúmlega 7,8 milljóna punda
hagnað, jafnvirði 1,1 milljarði
króna.
Erfiðar markaðsaðstæður í
Bretlandi setja svip sinn á upp-
gjörið enda hefur hlýtt veður-
far komið niður á sölu einkum
hjá Oasis. Þá jókst dreifingar-,
stjórnunar- og fjármunakostn-
aður til muna á milli ára.
Hins vegar liggur megin-
vöxtur fyrirtækisins á alþjóð-
legum mörkuðum en velta keðj-
unnar jókst um 27 prósent á
milli ára. Tískumerkin Karen
Millen og Whistles fara fremst
þar fremst í flokki.
Uppgjör Mosa-
ic í jólalitunum