Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 29

Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 29
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Þráinn Bertelsson kynntist afskaplega góðri fiskisúpu í Frakklandi fyrir margt löngu. „Ég hlakka alltaf til þess milli jóla og nýárs að hvíla mig á reykta kjötinu sem borðað er ótæpilega af á þessum árs- tíma,“ segir Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður. „Þá fæ ég mér fiskisúpuna.“ Þráinn segist fyrst hafa fengið súpuna góðu bouilla- baisse í Suður-Frakklandi fyrir langa löngu. Súpan er að sögn Þráins ættuð frá Marseille eins og franski þjóðsöngur- inn og greifinn af Monte Cristo. Þráinn hafði þó engar væntingar til súpunnar í fyrsta skipti sem hann fékk hana. „Ég hafði aldrei fengið öðruvísi fiskisúpu en íslenska lúðusúpu sem búin er til úr hveiti, ediki og lárviðarlaufum og var því ekki bjartsýnn á að borða fiskisúpu. Það var hins vegar mikil upplifun að bragða alvöru fiskisúpu í fyrsta skipti á ævinni og síðan hefur þetta verið einn af mínum uppáhaldsréttum,“ segir Þráinn og fannst mikil upplifun að uppgötva að aðrar þjóðir gætu búið til öðruvísi fiskisúpu en tíðkaðist hér á landi, úr lúðu, laxi eða silungi. Þráinn gefur lesendum uppskriftina að súpunni góðu. Hana fékk Þráinn frá vini sínum og nágranna Gerard Lem- arquis. Hann segir hins vegar fráleitt að gefa nákvæmar mælieiningar yfir magn hvítvíns, kryddjurta og annarra hluta uppskriftarinnar, hlutföllin fari alfarið eftir persónu- legum smekk og sálarástandi kokksins hverju sinni. Uppskrift Þráins má finna á síðu 3. Hvílir sig á reykta kjötinu Fjörður • • 565 7100 Þar sem draumar rætast ... X ST R E A M D E S IG N A N 0 6 12 0 01

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.