Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 29.12.2006, Qupperneq 44
SIRKUS29.12.06 8 viðtalið Þegar farið er yfir árið 2006 er margt sem stendur upp úr. Að mati Sirkuss voru það þó félagarnir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon sem hljóta nafnbótina menn ársins. Báðir hafa mikið látið að sér kveða og toppuðu svo allt saman með kaupum sínum á einu fornfrægasta knatt- spyrnuliði Englands. Þeir kynntust fyrir 40 árum og hafa brallað margt saman. Þessi jól sá Björgólfur um Waldorfsalatið á sínu heimili á meðan Eggert sá um fótboltaliðið sem þeir keyptu saman. Þeir bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum og ætla sér á toppinn með West Ham. Þegar Sirkus ræddi við félagana var Eggert nokkuð upptekinn við hrókeringar á leikmannamarkaðnum en Björgólfur var hins vegar brattur og sagðist hafa borðað og lesið mikið yfir jólin. „Ég hef haft það svo gott að ég er bara stressaður yfir því að þurfa að fara aftur í vinnuna,“ sagði Björgólfur þegar Sirkus náði af honum tali. „Ég borðaði kalkún og mjög góða deserta sem ég hef verið að klára. Ég læt alltaf búa til nokkra skammta þannig að hægt sé að grípa í þetta þegar sulturinn er alveg að drepa mann.“ Björgólfur viðurkennir án þess að hika að hann sé ekki mikið í eldhúsinu sjálfur. Konan sé betri og hann þori ekki í þá samkeppni. „Ég fer aldrei í samkeppni nema ég sé öruggur um að vinna. Reyndar sá ég um Waldorfsalatið og fékk bara mikið hrós fyrir. Held samt að það hafi aðallega verið þegar fólk vissi að ég hefði gert það,“ segir Björgólfur og hlær. Björgólfur segir alla fjölskylduna hittast á jólunum og eyða nokkrum tíma saman. En hefur hann strengt einhver áramótaheit? „Ég er nú eiginlega alveg hættur því enda hefur þetta gefist illa. Maður er samt aðeins að reyna að bæta sig. Ég reyki fullmikið af vindlum og þyrfti að hætta því en mig langar bara ekkert til þess. Það eru aðrir í kringum mig sem leggja svolítið hart að mér en maður á aldrei að strengja áramótaheit sem maður hefur ekki trú á sjálfur.“ Björgólfur er ánægður með árið 2006 og segir það hafa gefist vel bæði í viðskiptum og í fótboltanum. „Það er alltaf eitthvað að bætast við og nú er maður farinn að vinna 18 tíma á sólarhring sem er bara gott. Ég næ allavega utan um þetta.“ Hann er einnig bjartsýnn á næsta ár. „Mér finnst ég bara vera ungur maður á uppleið og það leggst sérstaklega vel í mig.“ Björgólfur hefur verið duglegur við að láta drauma sína rætast en er eitthvað sem hann á eftir að gera sem er á döfinni? „Ég mun bara efla það sem ég hef verið að gera. Ég hef haft það tækifæri að styðja menningu og listir. Ég tel knattspyrnu til menningar og lista og við höfum verið iðnir við að styrkja það. Þetta gefur manni mikið og skilar okkur sem erum í viðskiptum miklu. Það þarf líka að tryggja það að West Ham verði Englandsmeistari sem er þó fullmikið á einu ári en það er stefnan. Svo er ég búinn að ganga frá því að KR verði meistari á næsta ári. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur í tveimur löndum og það er mikill léttir,“ segir Björgólfur og hlær. En hvað myndi Björgólfur gera ef KR myndi mæta West Ham í Evrópukeppninni? „Þetta er rosaleg spurning og vandræðamál. En ætli ég myndi ekki veðja á þann sem ég treysti að kæmist lengra. Síðan myndi ég ekki hafa mig mikið í frammi á leiknum og vera rólegur eins og ég héldi með báðum liðum, voðalega diplómatískur.“ Fengu barnabörnin öll West Ham-treyjur? „Já, ég verð nú að játa það að sumir fengu svoleiðis. Það var samt eitthvað kvartað yfir því að ég væri búinn að gefa KR-búninga. En það er sumar og vetur og svo þarf að þvo búning- ana öðru hvoru og þá er hægt að skipta.“ Björgólfur segist aldrei hafa átt neitt uppá- haldslið í ensku knattspyrnunni fram að þessu. „Við KR-ingar höfum alltaf verið miklir Liverpoolmenn og Newcastle líka en ég hef ekki verið alræmdur með neinu liði og verið afslappaður þar til ég fann minn tón.“ Björgólfur lítur á West Ham sem skemmtilegt fótboltaævintýri sem gaman er að byggja upp og taka þátt í. „Það er svo margt í þessu fyrir utan fótboltann og þetta er mikill rekstur. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé allur pakkinn.“ Eggert var staddur í London þegar Sirkus náði af honum tali. Þar var hann um jólin. Hvernig líkaði þér það? „Ja, lífið er bara fótbolti núna, það er ekkert annað. Nú er hávertíð knattspyrnunnar og maður verður að vera þar. Og ég sé ekkert eftir því.“ Eru erfiðir tímar fram undan? „Það eru mikilvægir leikir núna. Við erum í erfiðleikum því við erum í stöðu í deildinni sem við viljum ekki vera í. Svo þegar markað- urinn verður opnaður í janúar verðum við að reyna að gera eitthvað.“ Hvernig er enska pressan að fara með þig? „Enska pressan er í fínu lagi. Hún er agressív en sýnir okkur mikinn áhuga og það skiptir knattspyrnuna miklu máli. Allur þessi fjölmiðlaáhugi þarna úti skiptir máli fyrir vinsældir íþróttarinnar. Maður tekur þeim því bara eins og þeir eru og vinnur með þeim.“ Stjórnarformenn ensku liðanna eru stórstjörn- ur á Englandi og má segja að Eggert hafi orðið frægur á einni nóttu og hefur mikið verið skrifað um Eggert í pressunni. „Já, þeir hafa kallað mig The Biscuit Baron og The Eggman. Það er búið að vera mikið fjölmiðlaævintýri um mig og minn bakgrunn á síðustu mánuðum en maður tekur því bara eins og öðru.“ Er þetta besta starf sem þú gætir óskað þér? „Já, lífið er svo mikið ævintýri. Lífið er bara þannig að það bjóðast stundum tækifæri og ef maður er svo heppinn að geta gripið þau og gert eitthvað úr þeim þá eru ævintýrin stöðugt að gerast. Þetta er algjört ævintýri fyrir fótboltakarl eins og mig. Að lifa og hrærast í þessum bolta hér úti eru bara forréttindi,“ segir Eggert. En hvernig metur hann viðbrögð stuðnings- manna West Ham við kaupum Íslending- anna? „Ég finn mikið traust í garð okkar Björgólfs. Þeir voru náttúrulega bara heppnir að fá okkur. Ég fer ekkert undan því að segja það. Það sem stóð þeim til boða á undan okkur var að mínu mati ekki gæfulegt fyrir þennan klúbb. Þeir fá í staðinn fótboltamenn sem vilja gera veg þessa klúbbs sem mestan. Á hinn bóginn var um að ræða umboðsmenn sem voru að mínu mati að hugsa um eigin hag. Mér finnst líka mikilvægt að stuðnings- menn West Ham viti að samband okkar Björgólfs byggir á fullkomnum vinskap og trúnaði. Það er mikið um þessa umboðsmenn í boltan- um. Allt of mikið að mínu mati. Þetta eru afætur á fótboltann að mínu mati og taka allt of mikinn pening úr íþróttinni.“ Hvað gerist núna á næstu dögum? „Við erum á fullu að leita að leikmönnum til að styrkja okkur. Við ætlum okkur að bæta stöðu West Ham því það kemur ekki til greina að falla. Það er eitthvað sem er ekki í plönunum hjá okkur.“ WEST HAM-KÓNGARNIR BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON OG EGGERT MAGNÚSSON Bestu vinir og ætla ekki að falla Björgólfur um Eggert „Við erum búnir að vera vinir í yfir 40 ár og starfað saman í ýmsum félagasamtökum. Meðal annars vorum við saman í fyrstu stjórn SÁÁ og stofnendur þar. Ég hefði aldrei farið út í þetta West Ham dæmi ef Eggert hefði ekki verið með mér í þessu. Ég tel að hann hafi alla þá hæfileika sem þarf til að gegna þessu starfi og það er enginn sem ég þekki sem hefur eins mikil sambönd í knattspyrnuheiminum. Við höfum bæði verið grallarar saman og svo líka ákveðið að vera ekki grallarar. Hann er einbeittur og skjótur að taka ákvarðanir og lætur hlutina ekkert vefjast fyrir sér heldur keyrir á hlutina. Sumum finnst hann kannski dálítið einráður en í því starfi sem hann er í núna tel ég það vera kost.“ Eggert um Björgólf „Björgólfur er eins og ég, búinn að vera fótboltakall allt sitt líf. Og hefur stutt rækilega við bakið á íslenskri knattspyrnu um langa hríð. Hann var formaður í KR og ég í Val. Það eru náttúrulega höfuðfjendur í fótboltanum heima. En við erum búnir að vera vinir í langan langan tíma. Og þegar þetta tækifæri kom upp gat ég ekki fundið betri „partner“ í þetta. Bæði fótboltaáhug- inn og félagsskapurinn eru þar til staðar. Það verður að vera ákveðinn trúnaður í gangi í svona fyrirtækjum. Því þó að þetta sé að sjálfsögðu stórfyrir- tæki þá er þetta að sjálfsögðu líka tilfinningafyritæki. Þetta snýst um tilfinning- ar. Og það er það sem gerir þetta líka oft á tíðum flókið. Við tölum saman á hverjum degi eins og við höfum lengi gert. Og þannig mun það verða. Það gefur mér púst að fá skoðanir hans og líka að geta komið frá mér því sem á mér liggur.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.