Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 50
14
1
2
3
1
FM957
2
3
Farðu á þetta ...Farðu á þessa...
um helgina
MÁNI MÆLIR MEÐ
„Við byrjuðum með þetta í sumar og það hefur alltaf verið
troðfullt hjá okkur og rosalega gaman. Okkur hefur líka
fundist vanta skemmtilegt áramótapartí og þetta verður
þrusugaman,“ segir Curver Thoroddsen sem stendur fyrir
90´s áramótapartíi með Kiki Ow, vinkonu sinni. „Það er mikill
húmor í þessum lögum og þau eru hallærislega skemmtileg.
Það kemur mikill nostalgíufílingur í mann þegar maður heyrir
þetta og ekki skemmir fyrir að dressa sig aðeins upp.“
Curver segir að fyrir um tíu árum hafi 80´s bylgjan komið
aftur en nú sé það 90´s sem hætt er að vera hallærislegt og
er komið hringinn. „Í sumar hefur þessi tónlist verið áberandi
í auglýsingum og teiknimyndum. Ég hef meira að segja heyrt
No Limit á handboltaleikjum. Það geta allir verið sammála um
að þessi tónlist er skemmtileg,“ segir Curver sem vonast til
að sjá ólíka hópa á NASA á gamlárskvöld. „Við höfum verið
að fá til okkar nýbylgjufólk og pönkara. Pælingin er að
sameina listaspírutreflana og hitt fólkið á einu kvöldi.“
Curver segir að þessi 90´s bylgja sé ekki bara á Íslandi
heldur séu haldin mörg þúsund manna partí í Bretlandi og
Þýskalandi.
Forsalan er byrjuð á www.nasa.is og hvetur Curver fólk til
þess að næla sér í miða sem fyrst. „Við munum telja í
fljótlega eftir miðnætti og svo verður bara brjálað stuð. Það
má líka alveg segja frá því að þetta er í boði Campari og
Thule.“
BRJÁLAÐ 90´S GAMLÁRSPARTÍ CURVER OG KIKI OW Á NASA
Það hefur vantað
alvöru gamlárspartí
90´S HLJÓMSVEITIR SEM HEYRAST Á NASA
2 Unlimited
Prodigy
Dr Albarn
Haddaway
Scatman John
Underworld
Vanilla Ice
House of Pain
Bubbleflies
Bong
Pís of Keik
Happy Feet
er krúttleg-
asta mynd í
heimi.
Myndin
fjallar um
mörgæsina
Mumble.
Mumble
kann ekki að
syngja og
verður það
honum til
mikils ama,
enda finna
mörgæsir
sér lífstíð-
armaka með söng. Útskúfun og einsemd bíða
því Mumble sem reynir hvað hann getur að
bjarga sér fyrir horn með einstökum danshæfi-
leikum. Elijah Wood, Robin Williams og
Gwyneth Paltrow fara með aðalhlutverkin.
Pottþétt jólamynd.
90´S Curver og Kiki Ow verða
með brjálað gamlárspartí á NASA.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár er Bakkynjur eftir
Evrípedes, einn þekktasti harmleikur grísku
gull-aldarinnar. Allir alvöru kúltúr-snobbarar
munu flykkjast á þessa uppfærslu sem er sögð
afar tilkomumikil. Af öllum grísku guðunum er
Díónýsos án efa sá hressasti. Í leikritinu kíkir
hann í heimsókn til borgarinnar Þebu til að
tékka á því hvort allir séu ekki örugglega að
stunda brjálaðan ólifnað, sukk og aðra vitleysu.
Þeir sem treysta sér ekki geta bókað sig fyrst
á námskeið í Þjóðleikhúsinu sem kennir gríska
harmleiki. Sniðugt.
Dagskráin á gamlárskvöld
Þegar mér áskotnaðist boðsmiði á frumsýningu Flags of
Our Fathers vissi ég satt að segja ekki mikið um myndina,
annað en að hún var að einhverjum hluta tekin upp á Íslandi
og Clint Eastwood hefði leikstýrt henni. Ég gerði mér því
smávæntingar þar sem hann fékk nú einu sinni Óskarinn
fyrir síðustu mynd sína Million Dollar Baby.
Myndin fjallar um sex hermenn sem reisa fánastöng á fjalli
sem þeir hafa verið að berjast um í einhverja daga. Þeir
slysast á ljósmynd þegar þeir eru að því og í kjölfarið kemst
þessi mynd í blöðin. Þeir þrír sem lifðu af eru fengnir heim
til Bandaríkjanna í einhvers konar auglýsingaherferð og
titlaðir sem hetjur.
Myndin fer fram og aftur í tíma en það virkaði engan veginn
hjá Clint og eftir því sem leið á myndina fannst mér eins og
ég væri að sjá sömu atriðin aftur og aftur. Það er nánast
enginn söguþráður í myndinni og ég fann enga samúð með
persónunum. Um miðbik myndarinnar var ég byrjaður að
dotta en þá var ég líka orðinn þreyttur á þessu: „I‘m not a
god damn hero!“ tali í fánareisurunum, sérstaklega í Ira
Hayes (Adam Beach) sem tókst að lifa af stríðið en dó
síðan vegna of mikillar áfengisneyslu. Bandaríski kjánahroll-
urinn lét á sér kræla á nokkrum stöðum og ég var hálffeginn
þegar myndinni lauk.
Þetta er vissulega flott og vönduð mynd en hreyfir bara ekk-
ert við manni. Ég vona að japanska útgáfan, Letters from
Iwo Jima, verði betri.
Ég gef myndinni eina stjörnu sem ég ætla að tileinka öllum
íslensku statistunum sem komu að myndinni og fengu
lúsarlaun fyrir.
Freyr Arnaldsson
Kvikmyndagagnrýni Sirkuss
Fábrotnir fánareisarar
STORM LARGE
LADYLIKE
„Þetta lag er
eiginlega lag
sem ég kolféll
fyrir þegar
þættirnir voru í gangi á
sínum tíma, hún er
náttúrulega alveg að
bræða mann með þessum
„slutty“ klæðnaði og
frábærri rödd og attitjúti.“
JAMES MORRISON
THE PIECES DONT FIT
ANYMORE
„Þessi kappi
kemur verulega á
óvart með sinni
fyrstu sólóplötu,
hann er búinn að henda út
þremur lögum á skömm-
um tíma núna, og þetta
lag er langbesta lagið... án
nokkurs vafa.“
KILLERS
WHEN YOU WERE YOUNG
„Ég eiginlega féll
fyrir þessu lagi
þegar ég skellti
mér til Ameríku um
daginn, þá var þetta lag
úti um allt, sem og reyndar
Killers yfir höfuð. Lagið er
náttúrulega bara alveg
ÓGEÐSLEGA GOTT.“
BRYNJAR MÁR
MÆLIR MEÐ
BARINN Það verður elektrópartí
á Barnum. DJ Skeletor verður í
transi fram á morgun. Mættu
snemma svo þú þurfir ekki að bíða í
röð í tvo tíma.
PRAVDA Hallli og
Ingvar verða með
pose.is partí á Pravda.
Frítt vín fyrir þá sem
kaupa sig inn. VIP
herbergi á efri
hæðinni. Áki Pain
spilar.
ÓLIVER
Opnar klukkan
korter fyrir eitt.
Hægt að panta
borð á
cafeoliver.is.
Fjöldinn allur af
skemmtiatriðum
og plötusnúðum.
PRIKIÐ Það verður rappfest á
Prikinu. Danni Deluxe, Dóri DNA og
Bent halda uppi stuðinu. Fullt af
röppurum og kampavín á tilboði.
BROADWAY Sálin spilar á stóra
sviðinu og tekur alla slagarana. Í
hliðarherbergjum verða plötusnúð-
arnir DJ Víkingur, Addi Exos, Grétar
G og DJ Björn Þór.
SIRKUS29.12.06
Albert Hammond
101
„Eiturhress og skemmti-
legur gæi sem er ekki á
eiturlyfjum.“
Mastadon
The Wolf Is Loose
„Úlfurinn er algjörlega laus
í þessu lagi, engin
spurning.“
Wolfmother
The White Unicorn
„Þeir eru það besta sem
komið hefur frá Ástralíu
síðan Mark Viduka kom
fyrst fram.“