Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 52

Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 52
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI stelpubögg með Siggu Dögg Ágamlársdag þá ligg ég yfir Kryddsíldinni og dunda mér við listagerð, einn listi er fyrir hlutina sem ég hef áorkað á liðnu ári og annar fyrir markmið nýs árs. Ég strengi tvö til þrjú áramótaheit sem flest snúast um hluti eins og að taka fleiri myndir og nota tannþráð hverju kvöldi. Raunhæft, einfalt og auðframkvæmanlegt. Gamlársdagur snýst um að kveðja fortíðina og leggja drögin að framtíðinni. Þessi dagur er eins konar jafnvægispunktur á vegasalti. Gamla árið er ekki alveg búið og það nýja ekki enn komið. Þetta er því minn uppgjörsdagur. Ég geri einn leynilegan lista til viðbótar. Ég fer yfir hluti sem hefðu mátt fara betur og gjörðir og orð sem gætu hafa sært. Ég fer með litla afsökunarbeiðni í hjartanu og lofa sjálfri mér að segja það við viðkomandi næst þegar ég hitti hann. Þetta er því hálfgert karma-uppgjör. Það sem ég hef áorkað fer í debet og leynilistinn fer í kredit. Ég athuga hvort bókhaldið stemmi ekki örugglega því þá get ég farið með góðri samvisku út að skemmta mér um kvöldið. Það hefur þó komið fyrir að ég skuldi. Í slíkum tilfellum þá hef ég haldið í þá trú að með nýársdegi þá þurrkist bókhaldið út og ég fái að byrja á nýju óskrifuðu blaði. Engin skuld og engin inneign. Karma-uppgjör er því á ársgrund-velli, engin sjö ára ógæfa fyrir brotinn spegil, allt endurnýjast á miðnætti á gamlárskvöld. V inur minn sagði einu sinni við mig: „Þú verður að kyssa einhvern á gamlárs, annars verður þú ekki ástfangin næsta árið“. Þessu trúi ég bókstaflega svo til að byrja að safna í debetdálkinn minn þá set ég mér það markmið 31. desember að fara í sleik. Þrátt fyrir miklar umræður um ofmetin teiti þá get ég samt ekki bara sprengt flugeldana með fjölskyldunni og farið svo heim að sofa. Þessi setning vinar míns hangir yfir mér líkt og hræðileg örlög eða dómur um einmanaleika. Mér finnst ég skulda karmanu mínu að fara út að skemmta mér og leita að sleiknum. Það skiptir ekki máli við hvern, strákurinn er ekki aðalatriðið hér heldur sjálfur kossinn. Þetta er ekki ólíkt eplinu hennar Öskubusku, óþægindi í hálsinum og hjartanu sem aðeins koss getur læknað. B iblían og karma eru sammála um að það sé sælla að gefa en að þiggja. Það er einnig oftast þannig að sá sem gefur fær eitthvað í staðinn. Þú daðrar og einhver daðrar til baka. Ég kyssi hann og hann... Þetta er leikur með bjúgverpil, þú færð til baka það sem þú sendir frá þér. Langmikilvægasta áramótaspakmælið er því án efa: „Þú uppskerð eins og þú sáir“. Byrjum nýja árið á því að senda góða strauma út í heiminn og færa inn í debetdálkinn.... G leðilegt nýtt ár. Gamlárs- sleikur...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.