Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 68

Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 68
Árið 2006 er alveg að verða búið og nán- ast ekkert eftir nema að kaupa nokkra flugelda og halda upp á að árið 2007 sé að ganga í garð. Áramót hafa alltaf verið sveipuð ákveðinni dulúð og einhvern veg- inn finnst manni þá allt geta gerst. Enda er það oft þannig að vænting- ar fólks eru frekar miklar um ára- mót. Um áramótin eiga partí að vera svo skemmtileg að annað eins hefur ekki gerst, útlitið á að vera óaðfinn- anlegt, allt á að ganga upp og ef ein- hver er skotinn í einhverjum öðrum er hann yfirleitt viss um að hann nái í viðkomandi um áramótin. Því miður er það oft þannig að þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin ennþá meiri. Af hverju ætti líka allt sem ekki hefur ennþá gengið upp að vera að gera sig þetta eina kvöld frekar en önnur eins og fyrir einhverja töfra? Staðreyndin er sú að góðir hlutir gerast hægt og yfirleitt þarf maður sjálfur að koma jákvæðum breyt- ingum af stað. Ekki þýðir að treysta á að eitthvað utanaðkomandi eins og að það skuli vera áramót breyti öllu. Þess vegna má ekki gleyma því að það frábærasta við áramótin eru ekki partíin, flugeldarnir eða ára- mótaskaupin. Það frábærasta við áramótin er það að þau boða komu nýs árs og nýju ári fylgja ný tæki- færi. Í upphafi nýs árs fá allir tæki- færi til þess að lofa bót og betrun og gera sitt besta til þess að standa sig betur en á síðasta ári. Sumir setja sér háleit markmið sem þeir gefast fljótt upp á en aðrir önnur raunhæfari sem breyta lífi þeirra varanlega til hins betra. Mikilvæg- ast er að markmiðin snúi að ein- hverju sem skiptir mann raunveru- lega máli og þrátt fyrir að maður nái þeim kannski ekki fullkomlega geta þau alltaf haft einhver jákvæð áhrif. Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir það gamla og gangi ykkur vel með ára- mótaheitin. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.