Fréttablaðið - 29.12.2006, Side 86
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Meira hefur verið rifist undanfar-
in misseri um skegg Loga Berg-
manns Eiðssonar sjónvarpsmanns
en keisarans skegg. Nú hefur Logi
tekið sig til og rakað af sér skegg-
ið, einmitt þegar sjónvarpsáhorf-
endur voru farnir að venjast því.
„Ég held nú að áhorfendum sé
nokkuð sama um skeggið,“ segir
fréttamaðurinn góðkunni. „Ég
rakaði mig á jóladag og það var
bara eitt og annað sem olli því.
Meðal annars bein tilmæli frá
tengdó og fleirum.“
Logi lét sér upphaflega vaxa
skegg í sumar þegar hann var í
fæðingarorlofi, við mikla undrun
landsmanna. „Allt á sinn tíma,
þannig að ég held að þetta sé nú
bara fínt. Svavar Örn hárgreiðslu-
maður var orðinn þreyttur á þessu
og sagði að þetta væri eins og
fréttastöð í Mið-Austurlöndum.
Hann sagði að raksturinn væri
besta jólagjöfin,“ segir Logi.
Fréttamaðurinn skegglausi er
þó greinilega tvísaga í þessu máli,
enda hefur hann ítrekað lýst því
yfir við fjölmiðla að hann væri
ánægður með skeggið.
„Ég hef mér nú ekkert til máls-
bóta annað en að ég nennti ekki að
halda þessu við,“ segir Logi. „Þetta
var bara tilraun, byrjaði óvart og
endaði eiginlega bara óvart líka.“
Logi telur að raksturinn marki
endalok skeggsins fræga. „Það er
ekki eins og þetta hafi verið stór-
kostlegur atburður. Ég efast um
að ég láti það vaxa aftur. Allir sem
skipta mig máli eru nú bara sáttir
við þetta,“ segir Logi.
Tengdó neyddi Loga í rakstur
„Já, við erum að klára öll
samningsatriði núna, en
við stefnum á að fara út
til hans í mars,“ segir
kraftajötunninn, kerfis-
fræðingurinn og heimild-
armyndagerðarmaðurinn
Hjalti Úrsus Árna-
son. Hjalti hefur
nú ákveðið að ráð-
ast í annað kvik-
myndaverkefni
og gera heim-
ildarmynd um
bandaríska
kraftakarlinn
Bill Kazmaier.
Bill þessi var
lengi helsti
keppinautur
Jóns Páls og er talinn frumkvöð-
ull á sviði aflrauna. „Hann var
fyrstur allra til þess að lyfta
1100 kílóum árið 1980, langt á
undan sínum samtímamönn-
um. Svo var hann líka fyrstur
til þess að taka 300 kg í
bekkpressu án þess
að vera í bekk-
pressubol,“ segir
Hjalti um Bill
sem hefur
margt annað
afrekað. Þar á
meðal hefur
hann spilað
amerískan
ruðning með lið-
inu Greenbay
Packers og
stundað fjölbragðaglímu.
„Skemmtilegasta metið hans er
heimsmet hans í gúbbífiskaáti, en
hann át um 500 stykki en sá sem
lenti í öðru sæti át um 30,“ segir
Hjalti og hlær. Heimildarmynd
Hjalta, Ekkert mál, um Jón Pál
Sigmarsson er fyrsta heimildar-
myndin sem hann gerir en hún
vann Edduverðlaunin fyrr í vetur.
„Þetta eru sömu tengiliðirnir sem
við notumst við og við búum því
vel eftir að hafa gert myndina um
Jón.“
Ekkert mál hefur nú selst í yfir
fimm þúsund eintökum á DVD.
Hjalti ítrekar að myndin sé enn
bara í startholunum og því ekkert
ákveðið um frumsýningardag eða
slíkt. Myndin er þó fyrst og fremst
ætluð á alþjóðamarkað og verður
því á ensku. „Auðvitað verður svo
gerð útgáfa á íslensku, en Íslend-
ingar hafa bæði áhuga og ástríðu
fyrir svona löguðu.“
Gerir aðra heimildarmynd um kraftajötunn
… fær rapparinn Poetrix,
Sævar Daníel Kolandavelu,
sem fékk Bubba Morthens til
að syngja í einu lagi á vænt-
anlegri plötu sinni og heillaði
kónginn upp úr skónum með
hæfileikum sínum.
„Ætli ég sé ekki enn þá barn innra
með mér, hef bara ekki náð þroska
á þessu sviði,“ segir Einar Ólafs-
son, sprengjukóngur og flugelda-
sali. Einar er einn þeirra fjöl-
mörgu fullfrísku karlmanna sem
breytast í smástráka með flugelda
þegar síðasti dagur ársins rennur
upp. „Ég hef haft gaman af þessu
frá unga aldri og sá áhugi hefur
ekkert dvínað,“ bætir hann við.
Flugeldasalar opnuðu í gær og
má reikna með mik- illi
aðsókn Íslendinga í flug-
elda þetta árið enda er
sprengjuæðið sem
rennur á þjóðina
fyrir löngu orðið
heimsþekkt fyrir-
bæri. Samkvæmt
síðustu tölum er
talið að Íslendingar
sprengi í kringum
550 þúsund flugelda
en þegar hafa verið
flutt inn 990 tonn af
hvers kyns sprengi-
efni.
Einar tekur virkan
þátt í þessari hefð,
rekur flugeldasölu á
Suðurlandsbrautinni
auk þess sem hann er
með pústþjónustu í
Kópavogi. Einar ætti
einnig að vera lands-
mönnum að góðu kunn-
ur fyrir framkomu sína
á yngri árum en hann
söng lagið Ég vil ganga
minn veg sem sló eftir-
minnilega í gegn fyrir
nokkrum áratugum. Einar var
staddur í flugeldaverslun sinni á
Suðurlandsbraut þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum og ekki
var annað að heyra á flugeldasal-
anum en að hann væri spenntur
fyrir gamlárskvöldinu.
„Ég hef verið að dunda mér við
það að læra að setja saman flug-
eldasýningar og hef undanfarin ár
stjórnað svokallaði Stjörnumessu-
sýningu sem er haldin fyrstu helg-
ina í desember,“ segir Einar sem
jafnframt hefur gaman af að
sprengja flugelda fyrir sjálfan
sig. „Það fer þó allt eftir því
hversu þreyttur ég er eftir allan
erilinn,“ útskýrir hann og segist
ekki hafa hugmynd um hvað það
kostar sem hann sprengir upp.
„Ég hef enga tölu á því enda hef ég
bara óskaplega gaman af þessu.“
Einar er hvergi nærri hættur
að syngja þótt ekki hafi mikið fyrir
honum farið á opinberum vett-
vangi. Hann er ásamt bróður
sínum meðlimur í hljómsveitinni
Gigg sem spilar reglulega í lof-
gjörðinni hjá Krossinum í Kópa-
vogi. „Þar sprengjum við sannkall-
aða tónlistarflugelda,“ segir Einar
Ólafsson.
Upplýsingar,
viðburðir,
afþreying og fréttir