Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 88

Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 88
Nú er að renna upp sá tími árs-ins þegar að minnugasta stétt þjóðarinnar, og jafnframt sú lang- ræknasta, segir okkur frá því sem var markverðast á árinu sem er að líða, hver var stjarna ársins og hver var skussinn og hvað muni einkenna árið sem er í vændum. fylgja upp- gjör sem allir fréttafíklar kunna að meta. Ég ber óttablandna virð- ingu fyrir álitsgjöfum sem geta hikstalaust rifjað upp smáskand- ala sem gerðust í febrúar og hald- ið til haga löngu gleymdum bömm- erum. Sennilega stafar þessi aðdáun af því að ég man lítið sem ekkert og er ánægð ef ég finn bíl- inn minn á morgnana. hluta vegna er mik- ilvægt að láta segja sér af því hvers ber að minnast þegar nýtt upphaf er í vændum. eru sérstök í huga margra en sjálft gamlárskvöld er þó með leiðinlegri kvöldum. Minn- ingar af gamlárskvöldi tengjast því helst að hafa staðið kenndur í snjóskafli að bíða eftir leigubíl. Það virðist nefnilega vera álitin skylda ungs fólks að inna það hlut- verk af hendi þessa nótt. Annað skylduprógramm samfara upp- gjörinu er auðvitað Áramótaskaup allra landsmanna. Það er senni- lega ekkert grín að búa til sjón- varpsefni sem á að fanga huga fimm ára barna og líka afa þeirra og ömmu. Enda verður niðurstað- an sú að ákveðnir aðilar í hverri fjölskyldu fá það hlutverk að útskýra brandarana fyrir öðrum sem ekki þekkja þá sem fjallað er um eða skilja ekki brandarana. Og greining á gríni er auðvitað ein- hver öruggasta leiðin til að eyði- leggja það. sem fylgir ára- mótunum felst ekki síst í þessari upprifjun á árinu og hefðunum í kringum uppgjörið. Þjóðin situr um land allt og borðar sama mat- inn og hún borðaði á sama tíma í fyrra, horfir öll á fréttaannál og síðan Skaupið – og pirrast jafnvel yfir bjánunum sem eru þá þegar byrjaðir að skjóta upp flugeldum. Og kemst svo öll að þeirri niður- stöðu að skaupið hafi verið mun betra í fyrra. sinni á ári fer fram tiltekt hjá þjóðinni þegar árið er gert upp. Öll viljum við líta til baka og greina hvað var gott og hvað var slæmt á árinu sem er að kveðja. Og þá er gott að hafa stétt hinna stálminnugu sér til halds og trausts. Uppgjör FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.