Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 1
68%
40%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Þriðjudagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
20
10
50
40
0
60
70
80
Dóra Birna Sigurjónsdóttir lætur gervifót ekki aftra
sér frá þátttöku í herþjálfun.Dóra Birna Sigurjónsdóttir, starfsmaður hjá Össuri, skellti
sér ásamt vinnufélögunum í herþjálfun hjá Heilsu-
akademíunni í október síðastliðnum, með það að markmiði
að koma sér í betra form. Hún hefur farið eftir stífri æfinga-
áætlun síðan þá og lætur ekki stöðva sig þótt hún noti gervi-
fót á hægri fæti.„Þetta er lítið mál vegna sérstaks íþróttafótar sem Össur
framleiðir og ég nota,“ segir Dóra. „Við köllum fótinn
hlaupafót. Gagnstætt gervifætinum sem ég nota yfirleitt er
hann ekki eftirmynd venjulegs fótar, heldur sérhannaður
til þátttöku í íþróttum, og því í laginu eins og c. Hann auð-
veldar mér að hlaupa, skríða, hoppa og leika alls kyns
hundakúnstir.“Dóra, sem hefur notað gervifót frá því að hún lenti í bíl-
slysi sex ára gömul, er nýbúin að fá hlaupafótinn og segir
hann hafa breytt lífi sínu. „Ég hefði aldrei getað trúað því
hversu vandaður fóturinn er fyrr en ég reyndi hann,“ segir
hún. „Allt í einu gat ég hlaupið án þess að verða dauðþreytt
á skömmum tíma, eins og gerist þegar maður reiðir sig
meira á aðra vöðva en gengur og gerist. Hlaupafóturinn
hefur rutt ýmsum hindrunum úr vegi og ég fæ fiðring í
magann af tilhugsuninni einni saman um að nota hann.“
Dóra mælir síðan með að sem flestir kynni sér herþjálf-
un, eins og þá sem er á boðstólum hjá Heilsuakademíunni.
„Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég fór í herþjálfunina.
Styrkur og þol hafa til að mynda aukist til muna, svo ég sé
ekki eftir að hafa slegið til.“
Í herþjálfun með
gervifót
Sjötíu kíló fuku á tíu
mánuðum
Fjármunir sem runnið
hafa til stjórnenda og starfsmanna
Byrgisins eru langt umfram það
sem fram kemur í bókhaldi eða árs-
reikningum félagsins. Þetta kemur
fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um fjármál og bókhald Byrgisins á
árunum 2005 og 2006 en hún var
gerð opinber í gær eftir að hafa
verið afhent félagsmálaráðherra.
Samkvæmt skýrslu Ríkisendur-
skoðunar hafa stjórnendur Byrgis-
ins, Guðmundur Jónsson og Jón A.
Einarsson, ekki gert fullnægjandi
grein fyrir ráðstöfun á söfnunarfé
og vistgjöldum sem ekki voru færð
í bókhald Byrgisins, að fjárhæð 9,6
milljónir árið 2005 og 12,7 milljónir
árið 2006. „Að mati Ríkisendur-
skoðunar er ekki að sjá að þessum
fjármunum hafi verið ráðstafað í
þágu Byrgisins,“ segir orðrétt í
skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Fram kemur í skýrslunni að
mikil óreiða hafi verið í veigamikl-
um þáttum í bókhaldi og fjármála-
umsýslu Byrgisins. Meðal annars
voru 122 þúsund krónur millifærð-
ar yfir á reikning Guðmundar Jóns-
sonar af reikningi sem stofnaður
var í tengslum við fjársöfnun vegna
láts Hauks Freys Ágústssonar, ungs
manns sem lést í fyrra vegna
ofneyslu fíkniefna.
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra segir vel koma til greina
að rannsaka nákvæmlega hvernig
fjármál Byrgisins hafi verið frá því
árið 1999 þar sem Ríkisendurskoð-
un hafði aðeins fjármál og bókhald
áranna 2005 og 2006 til skoðunar.
„Mér finnst það koma til greina að
skoða fjármál Byrgisins lengra
aftur í tímann þar sem niðurstöður
Ríkisendurskoðunar gefa það til
kynna,“ sagði Magnús Stefánsson
félagsmálaráðherra á blaðamanna-
fundi vegna málsins í gær.
Samhjálp og velferðarsvið
Reykjavíkurborgar munu taka við
verkefnum sem Byrgið hefur sinnt
og þeim sex vistmönnum sem verið
hafa í Byrginu að undanförnu. Sam-
tals voru 25 vistmenn árið 2005 í
Byrginu og 28 árið 2006. Sam-
kvæmt bókhaldi og upplýsingum
Byrgisins voru þeir sagðir vera 30
árið 2005 og 33 í fyrra.
Í október 2003 undirritaði Árni
Magnússon, þáverandi félagsmála-
ráðherra, yfirlýsingu um áfram-
haldandi stuðning ríkisins við Byrg-
ið. Stjórnendur Byrgisins skrifuðu
ekki undir yfirlýsinguna þar sem
þeir töldu sig ekki geta uppfyllt
skilyrði sem fram komu. Ekki náð-
ist í Árna Magnússon í gær þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Stórfelld óráðsía í
fjármálum Byrgisins
Ákveðið hefur verið að hætta styrkjum til meðferðarheimilisins Byrgisins. Tilefni
til þess að skoða nákvæmlega fjármál Byrgisins frá upphafi, segir félagsmálaráð-
herra. Málið hefur verið sent embætti ríkissaksóknara til rannsóknar.
Íslensk tryggingafé-
lög segjast uggandi yfir því hve
dræmar móttökur bakvísandi bíl-
stólar hafi fengið hér á landi. Sann-
að er að börn sleppa við alvarleg
meiðsl við árekstur í 60 prósentum
tilvika í framvísandi stólum en í 90
prósentum tilvika þegar þau eru í
bakvísandi stólum.
Í árlegri könnun Umferðarstofu
fyrir utan leikskóla í vor kom í ljós
að aðeins 6,4 prósent barna yfir
tveggja ára aldri reyndust vera í
slíkum stólum. Ástæðan fyrir því að
bakvísandi stólar reynast betur er
að hálsliðir barna eru mun veik-
byggðari en hjá fullorðnum og höfuð
þeirra hlutfallslega mun þyngra.
Því verði álag á háls, heila og mænu
mun meira hjá börnum en hjá full-
orðnum við árekstur.
Bakvísandi stól-
ar eru öruggari
Með tugi gramma innvortis
Karlmaður á fimm-
tugsaldri var handtekinn á Kefla-
víkurflugvelli á laugardag með
hátt í 80 grömm af amfetamíni
innvortis.
Að sögn Eyjólfs Kristjánsson-
ar, fulltrúa sýslumannsins á Kefla-
víkurflugvelli, var maðurinn einn
á ferð og að koma frá Kaupmanna-
höfn. Grunsemdir um fíkniefna-
misferlið vöknuðu við reglubund-
ið eftirlit tollvarða og var
maðurinn í kjölfarið færður í
röntgenmyndatöku. Við þá skoðun
fundust efnin falin í smokkum
sem komið hafði verið fyrir í enda-
þarmi mannsins. Þetta er fyrsta
stórfellda fíkniefnasmyglið sem
upp kemst um það sem af er ári á
Keflavíkurflugvelli.
Í kjölfar handtöku mannsins
framkvæmdi lögreglan húsleit
heima hjá honum og fannst þar
töluvert af kannabisplöntum. Eyj-
ólfur segir málið að mestu leyti
upplýst þó að rannsókn þess muni
halda eitthvað áfram. Ekki er talið
að fleiri tengist málinu.
Maðurinn var hnepptur í
varðhald á meðan á yfirheyrsl-
um stóð en ekki þótti tilefni til að
krefjast áframhaldandi gæslu-
varðhalds yfir honum. Hann
hefur áður komið við sögu lög-
reglu, meðal annars vegna fíkni-
efnabrota.
Sækjandi í Baugsmálinu
líkti Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
forstjóra Baugs, við fjósamann,
þegar sex ákæruliðir voru teknir
fyrir í Hæstarétti Íslands í gær.
Sigurður Tómas Magnússon,
skipaður ríkissaksóknari, líkti
lánveitingum sem hann segir að átt
hafi sér stað innan Baugs til
stjórnenda – þar á meðal Jóns
Ásgeirs, við að fjósamaður taki
eina af mjólkurkúnum í fjósinu
yfir í eigið fjós og mjólki hana þar,
og njóti sjálfur ávaxtanna.
Verjendur kröfðust þess að
sýknudómur héraðsdóms yrði
staðfestur, og gagnrýndu breyting-
ar sem þeir sögðu að gerðar hefðu
verið á ákærunni.
Líkti forstjóra
við fjósamann
Flugvél sem sannað
er að hefur sinnt fangaflutning-
um fyrir bandarísku leyniþjón-
ustuna CIA millilenti í Keflavík á
sunnudag eftir viðkomu í Noregi.
Þetta kemur fram á norska
netmiðlinum aftenbladet.no.
Flugvélin, sem hefur skráning-
arnúmerið N196D, kemur við
sögu í skýrslum frá bæði
Evrópuþinginu og mannúðarsam-
tökunum Amnesty International
um fangaflug og aðra starfsemi
sem bönnuð er samkvæmt
evrópskum lögum. Einnig hefur
verið rætt um þessa sömu flugvél
á kanadíska og danska þinginu í
tengslum við fangaflug. Ekki er
vitað hvort fangar voru um borð í
þessari ferð N196D.
Fangavél milli-
lenti í Keflavík