Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 39
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Þ.J. -FBL
Mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Clint Eastwood.
GEGGJUÐ GRÍNMYND
BS. FBL
DENZEL WASHINGTON VAL KILMER
KVIKMYNDIR.IS
FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS
HUGHJACKMAN CHRISTIANBALE
SCARLETTJOHANSSON MICHAELCAINE
EKKI MISSA
AF ÞESSARI! FRÁBÆRLEGA FYNDIN OG SNIÐUG GAMANMYND...
A.Ó. SIRKUS
FRÁ LEIKSTJÓRA BATMAN BEGINS OG MEMENTO
MÖGNUÐ OG TÖFRANDI SPENNA SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM
Háskólabíó
KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 B.i. 16
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16
THE PRESTIGE kl. 6 - 9 - 10:20 B.i.12
THE CHILDREN OF MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16
THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 B.i. 7
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16
/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
THE CHILDREN OF MEN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.16
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 3:20 - 5:40 Leyfð
HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:20 Leyfð
SKOLAÐ Í BURTU Ísl tal. kl. 3:20 Leyfð
THE PRESTIGE kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12
THE PRESTIGE VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40
EMPLOYEE OF THE MONTH kl.5:40 - 8 - 10:20
STRANGER THAN FICTION kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 Leyfð
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:40 B.i.16
THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12
STRANGER THAN FICTION kl. 8:10 - 10:30 Leyfð
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 5:50 Leyfð
HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 5:50 - 8:10 Leyfð
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i.12
THE PRESTIGE kl. 8 - 10:30 B.i. 12
EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 8 B.i. 12
STRANGER THAN FICTION kl. 10:10 B.i. 7
HAPPY FEET kl. 6 Leyfð
THE PRESTIGE kl 8 - 10:20 B.i. 12
FLAGS OF OUR FATHERS kl 5:40 B.i. 16
THE CHILDREN OF MEN kl 8 - 10:20 B.i. 16
MÖRGÆSAÆÐIÐ
ER HAFIÐ!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
BAGGALUTUR.IS
Félagaskipti Davids Beck-
ham frá spænska stórliðinu
Real Madrid til L.A. Galaxy
hafa vakið furðu og undran
margra knattspyrnufor-
kólfa. Victoria er hins vegar
sögð vera í skýjunum.
„David Beckham? Er það ekki
maðurinn hennar Victoriu?“ sagði
bandarísk húsmóðir þegar hún var
innt eftir viðbrögðum sínum við
félagaskiptum Davids til L.A.
Galaxy. Victoria hefur verið aðal-
umfjöllunarefnið í bandarískum
fjölmiðlum enda fastagestur á for-
síðum slúðurblaðanna í Bandaríkj-
unum undanfarin ár. Kaninn þekk-
ir vel til Victoriu frá árunum með
Spice Girls og hún hefur náð
nokkrum vinsældum vestra með
gallabuxnalínu sinni fyrir Rock og
Republic en meðal þeirra sem
hafa klæðst flíkum Victoriu eru
ofurfyrirsætan Elle Macpherson
og leikkonan Scarlett Johansson.
Victoria nýtur mikils stuðnings
frá Simon Fuller, umboðsmanni
þeirra hjóna hjá afþreyingarfyrir-
tækinu 19 Entertainment. Fuller
var maðurinn á bak við Spice
Girls-ævintýrið og er þegar farinn
að toga í alla sína
spotta, rær nú
öllum árum að því
að útvega Victoriu
hlutverk í sjón-
varpsþáttunum
Aðþrengdar eig-
inkonur. Og
„Fína kryddið“
hyggst ekki
láta staðar
numið við
leiklistina. Hún
undirbýr nýtt
merki undir nafn-
inu DVB (David/Vict-
oria/Beckham) sem á
að framleiða sólgleraugu, hliðar-
töskur og gallabuxur. Ef af þessu
verður gæti verðmæti vörumerk-
is Beckham-hjónanna hlaupið á
hundruðum milljarða og Victoria
verður andlit þess.
Victoria á þegar í góðu sam-
bandi við stóru nöfnin í Holly-
wood. Með vinfengi sínu við Tom
Cruise og Katie Holmes hefur
hún komist í kynni við Will Smith
og Jada Pinkett Smith, Jim Carrey
og Jenny McCarthy og Jennifer
Lopez og Marc Anthony. Victoria
hefur kynnt sér kenningar Vís-
indakirkjunnar, sem tekið hefur
upp á sína arma margar af stærstu
stjörnum Englaborgarinnar. „Ég
hef rætt við Tom um trúna hans og
mér finnst það sem þau gera vera
mjög flott,“ lét Victoria hafa eftir
sér fyrir skömmu en það þykir
gefa góða raun fyrir fólk á uppleið
að tileinka sér þessi trúarbrögð.
Victoria svífur um á bleiku skýi
þessa dagana og á eftir að njóta
þess að vera í kastljósi fjölmiðl-
anna, jafnvel meira en sjálfur
David Beckham. Flestir
Bandaríkjamenn halda enda
að knattspyrna sé íþrótt
hugsuð fyrir konur og
börn.
Fáir leikstjórar hafa gert sig gild-
andi af álíka slagkrafti og enski
leikstjórinn Christopher Nolan,
sem kom sér rækilega á kortið með
hinni frábæru mynd Memento auk
þess sem Leðurblökumaðurinn
gekk í endurnýjun lífdaga í hans
meðförum. Í þeirri síðari leiddu
hann og Christian Bale saman
hesta sína og endurtaka nú leikinn
í The Prestige, sem er síst til þess
fallin að rýra orðstír Nolans sem
eins áhugaverðasta kvikmynda-
gerðarmanns í Hollywood í dag.
The Prestige byggir á sam-
nefndri skáldsögu Christophers
Guest og gerist á Englandi um alda-
mótin 1900. Hún segir frá sjón-
hverfingamönnunum Alfred Borden
og Robert Angier, leiknum af þeim
Bale og Hugh Jackman, félögum
sem kastast í kekki með svo úr verð-
ur hatrömm og stigmagnandi deila
þar sem þeir kosta öllu til að stela
leyndarmálum hvors annars og
jafnvel mannslíf mega missa sín.
Um söguþráðinn er annars best
minnst að segja, eitt af einkennum
Nolans er krefjandi frásagnarhátt-
ur sem í þessu tilfelli skiptist í
þrennt og fléttast saman eftir því
sem á líður. Og virkar fjandi vel
lengst framan af. Nolan skapar raf-
magnað andrúmsloft (í orðsins
fyllstu merkingu) sem magnast upp
eftir því sem þráhyggjan bítur sig
fastar í keppinautana.
Sjónhverfingar skipa eðli máls-
ins samkvæmt stóran sess í mynd-
inni, sem ljær henni meiri dýpt
fyrir vikið. Vísbendingarnar eru
hins vegar fleiri en villuljósin og of
miklu púðri er eytt í að afhjúpa
ráðgátuna í lokin sem ólíklegt er að
muni skilja nokkurn eftir gapandi
af undrun.
Bale og Jackman eru í fínu
formi í aðalhlutverkunum og
myndin er í raun áhugaverðari
fyrir karakterstúdíuna en annað.
Michael Caine kann sína rullu upp
á tíu fingur og Rebecca Hall og
Scarlett Johansson eru fínar í hlut-
verkum sínum. David Bowie er
skemmtilegur í hlutverki hugvits-
mannsins Nikola Tesla, en dulúðin
sem hefur sveipast í kringum nafn
hans og ævistarf nýtist skemmti-
lega.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
The Prestige enn ein rósin í hnappa-
gat Nolans; hugvitssamleg mynd
sem hefði þó getað orðið enn betri
ef betur hefði verið búið um hnút-
ana í lokin.
Brellur og bellibrögð
ÚTSALA70
Allt að
afsláttur
%
Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl.11-16
Úrval ljósa á frábæru verði!