Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 6
 Íslensk trygginga- félög segjast uggandi yfir því hve dræmar móttökur bakvísandi bíl- stólar hafa fengið hér á landi. Herdís Storgaard, forstöðumaður hjá Forvarnarhúsi Sjóvár, segist undrandi á þróuninni og vísar máli sínu til stuðnings í niður- stöður rannsókna á umferðarslys- um barna. Hún segir sannað að börn sleppi við alvarleg meiðsl við árekstur í 60 prósent tilvika í framvísandi stólum en í 90 pró- sent tilvika þar sem þau eru í bakvísandi stólum. Í árlegri könn- un Umferðarstofu í vor fyrir utan leikskóla kom samt sem áður í ljós að aðeins 6,4 prósent barna yfir tveggja ára aldri reyndust vera í slíkum stólum. Herdís segir prófanir á barna- bílstólum, sem gerðar eru af evrópskri öryggisnefnd sem annast öryggi barna í bílum, ófull- nægjandi þar sem prófunar- dúkkurnar sem notaðar eru í rannsóknum á börnum undir þriggja ára aldri samsvari ekki líkamsbyggingu þeirra. Stefnan sé að þrýsta á að nefndin hækki kröfur nefndarinn- ar á framleiðendur svo aðeins bakvísandi stólar verði framleidd- ir fyrir börn undir 25 kílóum. Hún segir mikla umræðu um þessi mál hafa skapast þegar bandarískur barnalæknir rannsakaði áverka á börnum í heimalandi sínu. Upplýs- ingarnar bar hann svo saman við niðurstöður rannsókna í öðrum löndum og komst þá að því að dauðaslys barna í bílslysum voru nær óþekkt í Svíþjóð og áverkar barna þar mun minni en annars staðar. Muninn taldi hann mega rekja til þess hve lengi sænsk börn eru í bakvísandi stólum. Katrín Davíðsdóttir barna- læknir segir að ástæðan fyrir því að bakvísandi stólar reynast betri vera þá að hálsliðir barna eru mun veikbyggðari en hjá full- orðnum og höfuð þeirra hlutfalls- lega mun þyngra. Því verði álag á háls, heila og mænu mun meira hjá börnum en hjá fullorðnum í árekstri. Snúi barnið baki í akst- ursstefnu dragi mikið úr þessu álagi. Herdís telur helsta vandamálið það að margir foreldrar viti ekki hversu mikilvægt það er að börn þeirra snúi baki í aksturstefnu. „Í dag er það þannig að börn undir eins árs mega ekki snúa fram vegna líkamsbyggingar þeirra,“ segir Herdís en bendir á að sú regla megi gilda mun lengur, eða þar til barnið nær þriggja til fimm ára aldri. Foreldrar óupplýstir um öryggi barna Forsvarsmenn íslenskra tryggingafélaga segjast undrandi á því hve sjaldan íslenskir foreldrar nota bakvísandi bílstóla. Einn helsti sérfræðingur um öryggi barna í bílum segir ástæðuna líklega þá að foreldrar séu óupplýstir. Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fíkniefni fundust í húsi hjá tæplega þrítugum karlmanni í austurborginni á föstudag. Eftir hádegi á laugardag voru fertugur karlmaður og kona á þrítugsaldri handtekin í miðborginni, grunuð um fíkniefnamisferli. Aðfaranótt sunnudags voru tveir karlmenn færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að í þá náðist þar skammt frá. Annar er hálfþrítugur en hinn á fimmtugsaldri en í fórum annars þeirra fundust efni, sem talin eru vera fíkniefni. Skömmu síðar var bifreið stöðvuð í Garðabæ en ökumaður hennar, 17 ára piltur, er grunaður um fíkniefnamis- ferli. Og sömu nótt handtók lögreglan tæplega tvítugan pilt í miðborginni en sá hafði meint fíkniefni í fórum sínum. Loks var kona á fertugsaldri stöðvuð í miðborg- inni í fyrrinótt en í bíl hennar fundust ætluð fíkniefni. Hún reyndi að gefa upp rangt nafn og kennitölu en þegar hið sanna kom í ljós reyndist konan aldrei hafa fengið ökuréttindi. Þá var bíllinn sem hún ók ótryggður. Átta tekin vegna eiturlyfja Umhverfisstofnun hefur veitt eigendum flutninga- skipsins Wilson Muuga, sem stend- ur í Hvalsnesfjöru í Sandgerði, frest fram á föstudag til að skila inn áætlun um hvernig skipið verður fjarlægt af strandstað. Þó er heimilt að lögum að skip standi óhreyft telji eigandi þess ill- eða ógerlegt að fjarlægja það. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að kirkjustaður bæjarfélagsins og helgur reitur sé þar sem skipið er og enginn hafi áhuga á þeirri hug- mynd að láta skipið standa óhreyft. Í bæjarráði og bæjarstjórn hafi sú afstaða verið tekin að hreinsa beri fjöruna. Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa, segir að verið sé að „þukla“ á málinu. Skipið geti orðið góð viðvörun fyrir sjófarendur, minnismerki og lyftistöng fyrir ferðamennsku fengi það að standa. Ekki megi gleyma því að rót verði af stór- virkum vélum í fjörunni í sumar og fram að jólum verði skipið fjarlægt. Sigurður Valur segir að svona atburðir hafi alltaf rask í för með sér. Vegarslóðar eru lagðir og girðingar teknar upp. Margir hafi farið ógætilega um tún og lendur en „við teljum að sú áníðsla hafi verið minni háttar. Við þurfum að skoða þetta í heild sinni þegar skýrsla liggur fyrir og búið er að hreinsa flakið úr fjörunni,“ segir hann. Áform yfirvalda mexíkóska fylkisins Coahuila um að lögleiða hjónabönd samkyn- hneigðra hefur valdið miklum titringi í landinu. Stjórnarflokkur Felipes Calderon forseta hefur mótmælt frumvarpi að lögum um hjónabönd samkynhneigðra, sem og kaþólska kirkjan, en hún kallar þau aðför að hjónabandinu. Gangi lögin í gegn verður Coahuila annað mexíkóska fylkið til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra en í nóvember síðastliðnum leyfðu yfirvöld Mexíkóborgar slík hjónbönd. Yfirvöld í Kosta Ríka og yfirvöld í Kólumbíu íhuga einnig að lögleiða hjónabönd samkyn- hneigðra. Deilur í Mexíkó Sjómannafélag Eyjafjarðar vísar því alfarið á bug að félagið sé ábyrgt fyrir þeirri aðgerð Brims hf. að flytja skip félagsins til höfuðborgar- svæðisins. Fyrir því hlýtur Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, að hafa aðrar ástæður sem hann kýs að halda utan dagsljóssins, segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Í ályktuninni segir að Guðmundur hafi ráðist með ósmekklegum hætti að félaginu, stjórn þess, starfsmönnum og félagsmönnum öllum. Ákvörðun Brims um að skrá togara með áratuga farsæla útgerðarsögu á Akureyri í Reykjavík er hörmuð og hún sé án útskýringa og sýnilegs tilgangs. Hafna staðhæf- ingum Brims Eiga íbúar Reykjanesbæjar að fá að kjósa um álver í Helgu- vík? Fylgist þú með fréttum af Baugsmálinu?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.