Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 13
Hópur vísindamanna frá ýmsum löndum hefur fundið gen sem virð- ist auka líkurnar á því að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn. Vonast er til að þessi uppgötvun geri vísinda- mönnum auðveldara að finna með- ferð gegn sjúkdómnum þegar fram líða stundir. Vísindamennirnir, sem eru frá Kanada, Bandaríkjunum, Þýska- landi, Ísrael og Japan, skýrðu frá rannsóknum sínum á sunnudaginn á vefsíðu tímaritsins Nature Genetics. Rannsóknin náði til meira en sex þúsund manns og sýnir fram á að ákveðnar gerðir af geninu, sem nefnist SORL1, geti átt þátt í að sjúkdómurinn geri vart við sig á seinni árum. Enn er þó óvíst með öllu hvort og þá hve mikil áhrif genið hefur á sjúkdóminn, en með því einu að varpa ljósi á það hvernig sjúkdóm- urinn þróast þykir þessi rannsókn mikilvægur áfangi. Áhætta tengd geni Tveir af ákæruliðunum sex í þeim hluta Baugsmálsins sem fjallað var um fyrir Hæstarétti í gær snúa að innflutningi á tveimur bílum. Talið er að ákærðu hafi skotið sér undan að greiða samtals tæplega 1,1 milljón króna í ríkis- sjóð. Ákærðu voru sýknuð af þess- um ákærum í Héraðsdómi Reykja- víkur. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, er sakaður um að hafa gefið rangar upplýs- ingar á aðflutningsskýrslu vegna innflutnings á Grand Cheeroke jeppa árið 1999. Kristín Jóhannes- dóttir, stjórnandi Gaums, er ákærð fyrir sömu sakir við innflutning á BMW bifreið árið 2000. Í sýknudómi héraðsdóms frá 15. mars 2006 kom fram að ekki væri hægt að byggja á framburði Jóns Geralds Sullenberger, sem hafði milligöngu um kaup bílanna frá Bandaríkjunum, þar sem ljóst væri að hann bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Einnig var ekki talið byggjandi á framburði bandaríska bílasalans Ivan G. Motta, sem kom hingað til lands til að bera vitni fyrir héraðsdómi, enda tengist hann Jóni Geraldi, og hafi ferðast með honum hingað til lands. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, segir að héraðsdómur hafi gert mistök með því að meta ekki framburð vitna og öll gögn sem lögð voru fram í samhengi. Sé það gert verði að teljast fullsannað að ákærðu hafi vísvitandi blekkt tollstjóra við innflutning á bílunum, eða fengið starfsmenn sína til þess. Byggt er á því að Jón Gerald hafi útbúið tvo reikninga vegna Grand Cheeroke bílsins, og aðeins annar hafi verið notaður við inn- flutninginn. Þrír reikningar hafi verið gerðir vegna BMW-bifreið- arinnar og annars bíls sem fluttur var inn á sama tíma, en aðeins tveir notaðir við innflutninginn. Sigurður Tómas vitnaði fyrir dómi í tölvupóst sem hann sagði skrifaðan af Kristínu Jóhannes- dóttur, en hún bar fyrir héraðs- dómi að hún kannaðist ekki við að hafa skrifað póstinn. Sigurður sagði póstinn bera höfundarein- kenni Kristínar, hann byrjaði eins og aðrir póstar hennar á ávarpinu „sæll“, endaði á „Kveðja, Kristín“, og hún skammstafaði ávallt orðið reikningur á sama hátt. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sagði fyrir dómi í gær að verknaðarlýsing í ákæru stæðist ekki, þar væri sagt að Jón Ásgeir hefði sjálfur lagt inn rangar upp- lýsingar, sem stæðust ekki þar sem Aðföng ehf. hefði séð um inn- flutninginn fyrir Baug, og hann hvergi komið þar nærri. Ekkert í gögnum málsins tengi Gest við innflutninginn, svo jafnvel þó eitt- hvað óeðlilegt hafi átt sér stað sé sökin ekki Jóns Ásgeirs. Kristín Edwald, verjandi Krist- ínar Jóhannesdóttur, mótmælti þeirri fullyrðingu að héraðsdómur hefði ekki lagt mat á gögn og vitn- isburð í heild, það hafi verið gert og niðurstaðan hafi verið sýkna. Einnig sé fráleitt að tala um höf- undareinkenni á tölvupósti ef þau eigi að felast í því að byrja á orð- inu „sæll“ og enda á „kveðja, Kristín“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.