Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Þetta lítur vel út. En samt er eng-
inn ofsagróði af Mýrinni eins og
hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn
Baltasar Kormákur aðspurður um
hvort Mýrin reynist ekki sannköll-
uð gullnáma.
Baltasar tók sig til og gaf öllum
þeim sem störfuðu við Mýrina,
tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu
aðstandendum og leikurum þeim
sem ekki voru sérstaklega yfir-
borgaðir, hundrað þúsund krónur í
jólagjöf. Um er að ræða rúmlega
þrjátíu manns þannig að þessi
rausnarlega gjöf hefur kostað
Baltasar og fyrirtæki hans rúmar
þrjár milljónir.
„Þegar vel gengur þá er rétt að
deila því með fólkinu sínu,“ segir
Baltasar sem þó vill ekki tala
mikið um þessa jólagjöf, eða
bónusgreiðslu, né hreykjast af
rausn sinni. En vissulega mættu
fyrirtæki sem gengur vel taka sér
þetta til fyrirmyndar.
Fréttablaðið greindi nýverið
frá því að Mýrin hefði slegið
aðsóknarmet síðan mælingar hóf-
ust en síðast þegar fréttist höfðu
84 þúsund manns séð myndina.
Ætla má að tekjur af sýningum
myndarinnar, brúttó tekjur, séu
um níutíu milljónir. Að auki hlaut
Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvik-
myndasjóði þannig að myndin
stendur undir sér og vel það. Og
ekki er séð fyrir endann á tekju-
möguleikum því Mýrin hefur verið
seld til annarra Norðurlanda og
Þýskalands. Ekki er þó byrjað að
sýna hana þar enn.
„Við erum að búa okkur undir
það. Þetta fer allt í gang nú fljót-
lega. Sýningar og frekari sala.“
Höfðingleg jólagjöf Baltasars
Idolstjarnan fyrrverandi og Ólafs-
firðingurinn Gísli Hvanndal Jak-
obsson hefur misst sjötíu kíló síðan
hann fór í magaminnkunaraðgerð í
maí á síðasta ári.
Gísli, sem verður 22 ára í sumar,
átti lengi við offituvanda að stríða
en ákvað að gera eitthvað róttækt í
sínum málum og drífa sig í aðgerð.
„Ég hef haldið þessu til streitu með
því að vinna mikið og maður hefur
svitnað mikið,“ segir Gísli, sem var
164 kíló áður en hann gekkst undir
aðgerðina. „Mér líður frábærlega.
Þegar maður fer í svona aðgerð þá
þarf maður að taka allt inn eins og
manni er sagt að gera og svo á
maður að hreyfa sig vel. Þetta er
bara megrun og þessi aðgerð er
ætluð sem gott hjálpartæki. Með
hreyfingu á þetta ekki að klikka,“
segir hann. „Það eru dæmi um að
fólk hafi farið tvisvar í svona
aðgerð og beðið um að fara í þriðja
sinn. Þetta er engin töfralausn og
það er mjög auðvelt að klúðra
þessu.“
Gísli segir megrunina hafa átt
hug sinn allan seinasta árið og því
hafi tónlistin þurft að sitja á hak-
anum. Einnig hefur hann verið
upptekinn á sjónum en núna starf-
ar hann hjá smíðafyrirtæki. „Það
kemur að því þegar maður er búinn
að koma sjálfum sér í lag að fara
að gera einhverja hluti,“ segir
hann um tónlistarferilinn. „Það er
kominn tími á að gefa út plötu en
maður hefur bara ekki verið í
ástandi til að gera neitt.“
Þrátt fyrir að hafa misst
sjötíu kíló á aðeins tíu
mánuðum ætlar Gísli
ekki að láta staðar
numið. „Fólk segir í
kringum mig að ég
megi ekki missa meira
en ég ætla
að fara í
ræktina og
ná mér í
meiri
vöðva.
Núna
þegar
maður er
búinn
að koma sér í form er ekkert því til
fyrirstöðu að fara í ræktina.“
Í gær birtist grein frá Gísla í
Fréttablaðinu þar sem hann gagn-
rýndi Íraksstríðið harðlega. Hann
játar að vera pólitískur í hugsun og
útilokar ekki að láta heyra frekar í
sér á þessu sviði. „Þetta er eina
greinin sem ég hef sent inn en ég
er búinn að skrifa margar greinar
fyrir sjálfan mig. Kannski á ég
eftir að senda inn fleiri
greinar,“ segir hinn
gjörbreytti Gísli
Hvanndal.
„Ég myndi nú ekki taka svo djúpt í árinni að
segja ég væri að innleiða nýja tískustrauma á
Alþingi,“ segir Hlynur Hallsson, varaþingmað-
ur Vinstri grænna. Hlynur bindur bagga sína
ekki sömu hnútum og flestir á þingi hvað
klæðaburð snertir og þekkt er þegar hann
mætti bindislaus í ræðustól um árið og fékk
bágt fyrir.
Hann situr nú á þingi í fjarveru Þuríðar
Backman og gætti sín á að gera ekki sömu mis-
tök tvisvar heldur skartaði í gær hauskúpu-
skreyttu Dead-bindi og jakka með textabroti
úr Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar. Jón
Sæmundur Auðarson hannar báðar flíkurnar.
„Ég sættist á að ganga með bindi á sínum
tíma í þeirri góðu trú að þessi mál yrðu færð til
nútímahorfs en Sólveig Pétursdóttir er hins
vegar föst á því að karlar skuli vera með háls-
tau. Þetta er ekki stórmál í mínum huga, mér
finnst bindi bara óþægileg og ljót en til þess að
forðast frekari vesen ákvað ég að setja upp
slifsi,“ segir Hlynur og bætir við að Jón
Sæmundur hafi haft samband við sig og boðið
sér bindi þegar málið kom upp á sínum tíma.
Aðrir þingmenn hafa ekki gert athugasemd
við bindið að sögn Hlyns en margir eru áhuga-
samir um jakkann. „Það er mikið rýnt í textann
en það kemur mér á óvart hversu margir vita
ekki að þetta er eftir Jónas,“ segir hann og
bætir við sér þyki óvíða jafn viðeigandi að
klæðast jakka með kvæði eftir þjóðskáldið og
einmitt á Alþingi. „Sérstaklega eru Ferðalok
viðeigandi því þetta er líklega í síðasta sinn
sem ég sest á þing í bili.“ Margir hafa spurt
Hlyn hvar hann fékk jakkann en hann segir þó
suma þingmenn bera kennsl á handbragð Jóns
Sæmundar. Ég held að Kolbrún Halldórsdóttir
sé að minnsta kosti á leiðinni í Liborius að fá
sér eitthvað svipað.“
Hlynur með hauskúpubindi á Alþingi
...fá Freydís Vigfúsdóttir og
félagar í Flugdiskafélagi stúd-
enta, en þau stunda frisbí af
kappi og stefna á að fá íþrótt-
ina viðurkennda hjá ÍSÍ.