Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 34
Kl. 11.00 Færeysku listmálarnir Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnarsdóttir, Tor- bjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni sýna verk sín í menningarmiðstöð Hafnarfjarðar í Hafnar- borg. Sýningin stendur til 4. febrúar. Hvað leynist í skúffunum? Myndlistarmaðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur óvenju- lega sýningu í Nýlistasafninu um þessar mundir. Yfirskrift hennar er „Still drinking about you“ en þar veitir hann gestum sínum „einstakt tækifæri til að skyggn- ast inn í íveru listamannsins jafn- framt því að fjalla á fordómalaus- an hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins“. Þetta er fyrsta stóra einkasýn- ing Kolbeins, sem segist hafa unnið talsvert með „almenna ógæfu“ í verkum sínum undanfar- ið. Tildrög sýningarinnar rekur Kolbeinn til fjölmiðlaumfjöllunar um sitt eigið heimili, en húsið sem hann býr í komst í fréttirnar fyrir nokkru og var í Kastljósþætti bendlað við skuggalegri hliðar borgarlífsins. Kolbeinn hefur nú flutt inn í Nýlistasafnið ásamt samleigjendum sínum og vinum, Elvari og Jóni Pálmari, og munu þeir dvelja þar og búa „í sýning- unni“ um helgar. „Það mætti segja að allt væri til sýnis en við erum samt ekki að reyna að skapa neina „Big Brother-stemmningu,“ segir Kolbeinn Hugi. „Fólk getur komið og skoðað okkur ef það vill en við erum frekar að reyna að skapa heimilislega íslenska partí- stemmningu.“ Kolbeinn kveðst vera búinn að breyta Nýlistasafninu í „dóp- fantasíu“ með tilheyrandi innan- stokksmunum og eru áhugasamir hvattir til þess að kíkja í heim- sókn. Nýlistasafnið er opið virka daga milli klukkan 13 og 17 en um helgar er opið til miðnættis. Næstu laugardaga verða líka skipulagðar uppákomur kl. 21 þar sem óhljóða- tvíeykið Snatan Últra kemur mögulega við sögu. „Það er frekar ungt band,“ útskýrir Kolbeinn, „þeir hafa bara spilað svona þrisvar eða fjórum sinnum á tón- leikum áður. Ég myndi segja að þetta væri „vondasta“ band á Íslandi - það er einn trommuleik- ari og annar sem spilar á stereó- græjur.“ Unnið með almenna ógæfu Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðru- vísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bak- land sögunnar og forsagan sem les- endur kynntust betur í fyrri bók- unum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyld- unnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafs- kafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt upp- eldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undir- strika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýleg- ar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bók- anna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög til- gerðarlaus enda hefur höfundur- inn afbragðslag á því að ljá börn- um raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndn- um aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjöl- skrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjöl- skylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjöl- skylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frá- sögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesend- um og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svip- uðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Fólkið í kringum okkur ! „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.