Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 21
Fjöldi geðhjúkrunarfræðinga fer nú um Aceh-hérað í Indónesíu og hjálpar fólki sem á við geð- ræn vandamál að stríða. Um 150 geðfatlaðir einstaklingar sem annað hvort eru hafðir í hlekkjum eða í búrum hafa fund- ist í Aceh-héraði í Indónesíu eftir að borgarastríði lauk fyrir rúmu ári. Þrátt fyrir að miklar fjárhæðir hafi borist til héraðsins í kjölfar flóðbylgjunnar miklu sem fór yfir landið fyrir tveimur árum er heil- brigðiskerfið enn hálf lamað. Í eina geðsjúkrahúsi héraðsins er notuð raflostsmeðferð án svæf- ingar, sem er ólögleg á Vestur- löndum. Aðeins einn geðlæknir starfar á sjúkrahúsinu en sjúk- lingar eru 300. Áætlað er að um 400 þúsund af 220 milljónum íbúa Indónesíu þjá- ist af geðsjúkdómum. Sumar fjöl- skyldur þar í landi geyma geð- sjúka fjölskyldumeðlimi lokaða inni á heimilunum og oft í hlekkj- um eða búrum til að koma í veg fyrir að þeir meiði sjálfa sig og aðra. Fjöldi geðhjúkrunarfræðinga fer nú um héraðið og leitar uppi fólk sem þeir geta hjálpað. Hjúkr- unarfræðingarnir eru hluti af hópi heilbrigðisstarfsfólks sem mynd- aður var til að takast á við geðheil- brigðisvandamál í Aceh. Það er kaldhæðnisleg staðreynd að ekki var unnt að koma slíku verkefni af stað fyrr en eftir flóðbylgjuna sem varð um 131 þúsund manns að aldurtila. Hins vegar hafa hamfar- irnar leitt til þess að friður komst á í héraðinu. Geðfatlaðir í búrum og hlekkjum Bretar innbyrða mun fleiri aukefni en þeir halda sjálfir. Bretar innnbyrða að meðaltali 20 mismunandi aukefni í matvælum á hverjum degi og sumir allt að því 50. Flestir telja hins vegar að þeir borði mun minna, samkvæmt rannsókn sem gerð var af Bird´s Eye-matvælaframleiðandanum í Bretlandi. Aukefni í matvælum eru skil- greind sem efni sem er bætt í mat í einhverjum ákveðnum til- gangi, til dæmis til að breyta lit eða áferð matarins eða til að hann geymist betur. Flestir töldu að með því að elda sjálfir kæmust þeir hjá flestum aukefnum en rannsóknin sýnir að þeir sem elda sjálfir í staðinn fyrir að kaupa tilbúinn mat fækka ekki aukefnunum um nema eitt. Breskir vísindamenn segja að fæst þessara aukefna valdi bein- um skaða enda væru þau þá ekki í matvælum en margir áhuga- menn um heilsu eru ósammála því. Einnig er verið að rannsaka áhrif slíkra efna á börn með tilliti til sjúkdóma eins og ofvirkni og athyglisbrests. Fjöldi auk- efna á dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.