Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Sú umfjöllun sem verið hefur að undan-förnu um misnotkun á heyrnarlausum, heft aðgengi þeirra að læknisþjónustu og skort á táknmálstúlkaþjónustu hverfist öll um samskipti og þátttöku heyrnarlausra í íslensku samfélagi. Frá 1880 og fram yfir 1980 var alls staðar í heiminum lögð mikil áhersla á að heyrnar- lausir yrðu að læra að tala með rödd. Í því skyni var táknmálið bannað í skólum heyrnarlausra. Táknmáls- bannið var ekki sett af mannvonsku heldur þekking- arleysi. Táknmálið var ekki álitið mál og enginn kunni það nema heyrnarlausir. Afleiðingin var útilokun þeirra frá þátttöku í samfélaginu og þar með menn- ingu og almennri menntun. Bannið leiddi til lágrar félagslegrar stöðu og kúgunar táknmálstalandi fólks hérlendis og annars staðar í heiminum. Það var líka forsenda þess að umfangsmikil misnotkun gat við- gengist hér um árabil. Staða heyrnarlausra hefur til allrar hamingju batn- að á undanförnum áratugum. Táknmál hefur fengið aukna viðurkenningu. Sett hafa verið lög um Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra þar sem er unnið að rannsóknum, kennslu táknmáls og táknmálstúlka- þjónustu er miðlað. Í sjónvarpi eru táknmálsfréttir, í skóla fyrir heyrnarlaus börn er kennt á táknmáli, boðið er upp á táknmálskennslu í framhaldsskólum, í háskólanum er kennt táknmál og túlkun og táknmálstalandi fólk á nú rétt á túlkun við flestar aðstæður. Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma er það einnig merki um fram- þróun að vitneskjan um misnotkun á heyrnarlausum börnum er komin fram. Táknmálstalandi fólk finnur þó ennþá fyrir áhrifum táknmálsbannsins. Það upplif- ir persónulega valdbeitingu í gegnum undir- okun táknmálsins og að lífsmáti þess og menning sé ekki viðurkennd af þeim sem ráða. Þetta kemur m.a. fram í því að of litlu fé er varið í táknmálskennslu og túlkaþjónustu. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra getur t.a.m. ekki sinnt nema hluta af pöntunum sem berast um þjón- ustu. Vegna allt of lágrar gjaldskrár, sem sett hefur verið af hinu opinbera, hefur einkarekin túlkaþjón- usta þurft að leggja upp laupana. Þörfin er hins vegar mjög brýn, t.d. telur geðlæknir að þolendur misnotk- unar geti þurft meðferð í allt að fimm ár. Við hana þarf góða táknmálskunnáttu eða öfluga túlkaþjón- ustu. Til þess að ástandið breytist, þátttaka heyrnar- lausra sé tryggð í samfélaginu og hægt sé að bæta fyrir það misrétti sem heyrnarlausir hafa orðið fyrir þarf fullnægjandi skilning og stuðning stjórnvalda á mikilvægi þess að fjárfesta í táknmálinu; rannsókn- um, kennslu og túlkun. Umbun samfélagsins er m.a. aðgengi að mannauði táknmálssamfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Táknmálsbannið var valdbeiting Sú sem þetta skrifar hefur um langt árabil verið þeirrar skoðunar að Ísland eigi að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Hún telur reyndar að það hafi verið alvarleg pólitísk mistök að stíga það skref ekki þegar þjóðirnar sem voru okkar megin borðsins þegar samið var um Evrópska efnahagssvæðið gerðu það fyrir rúmum áratug. En það er „water under the bridge“ eins og Bretar segja og til lítils að eyða mörgum dálksentimetrum í þá umræðu. Fréttir berast nú af því að Framsóknarflokkurinn vinni að því að setja fram lista um samningsmarkmið sem ætti að hafa að leiðarljósi í samningum við Evrópusambandið. Flokkurinn hlýtur að vera að búa sig undir ferðalagið inn í Evrópusambandið. Í Silfri Egils um helgina kvartaði einn þátttakandinn undan því að Samfylkingin hefði ekki enn lagt fram sín samningsmarkmið. Í mínum huga hlýtur samnings- markmiðið að vera að fá inngöngu í bandalagið við þau skilyrði sem við sættum okkur við. Efst í huga eru þá yfirráð yfir fiskimiðunum. Fastur liður verða þess vegna fréttirnar af því þegar embættis- menn bandalagsins verða spurðir hvort við fáum undanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins eða hvort gerð verði undantekning frá því að fiskveiðiheimildum við Ísland verði úthlutað í Brussel. Svar embættismannanna verður nei, á því leikur enginn vafi. Þeir sækja umboð sitt til samþykkta samstarfsins og hafa ekkert umboð til sjálfstæðra skoðana á þeim vettvangi. Evrópusambandið breytir ekki reglum sínum þegar ný ríki ganga í bandalagið. Samningaviðræður ganga út á hvernig og á hve löngum tíma ný ríki geti aðlagast þeim reglum sem gilda. Þá held ég að óhætt sé að segja að við inngöngu nýrra ríkja hafi oftast orðið til nýjar reglur. Dæmi þar um eru reglur um hinn svokallaða heimskautalandbúnað sem urðu til þegar Finnar og Svíar gengu í sambandið. Í samningaviðræðum næst pólitískt samkomulag um skilning og útfærslu á reglum sem skipta einhver þjóðlönd meira máli en önnur; sjávarútvegsstefnan og Ísland eru gott dæmi þar um. Samningsmarkmiðin hljóta því að miðast við að ná pólitísku sam- komulagi og átta sig á því frá upphafi að gildandi reglum verður ekki breytt okkar vegna. Stundum getur verið nauðsyn- legt að hrista upp í mynd sinni af raunveruleikanum. Umræðan um flöktið á gengi íslensku krónunnar varð til þess að ég fletti upp á heimasíðu Seðlabankans til að skoða gengissveiflurnar. Þar er sagt frá nýjum gengisvogum sem eiga að koma í stað gengisvísitöl- unnar sem notuð hefur verið. Því segi ég frá því hér að það kom mér á óvart hversu lítið Bandaríkjada- lur vegur orðið í viðskiptum landsins. Bæði í inn- og útflutningi vigtar dalurinn ekki nema í kringum tíu prósent. Ég stóð í þeirri meiningu að vægi hans í viðskiptum okkar við önnur lönd væri í kringum þriðjungur og hefði fyrir föstudaginn lagt talsvert undir í veðmáli um það efni, en nú veit ég sem sagt betur. En það er fleira en vægi dollarans í gjaldeyrisviðskiptum sem breytist. Við athugun kom í ljós að árið 1997 voru fiskveiðar átta prósent landsframleiðslunnar en árið 2005 voru þær 4,8 prósent hennar. Vinnsla sjávarafurða nam 4,7 prósentum af landsframleiðslu árið 1997 en einungis tveim prósentum árið 2005. Samtals fór þessi undirstöðugrein í atvinnulíf- inu því úr 12,7 prósentum af lands- framleiðslunni niður í 6,8 prósent. En þar er sagan náttúrlega ekki öll sögð, vegna þess hve háð við erum milliríkjaviðskiptum og þar eru útfluttar sjávarafurðir ennþá meg- instoðin. Hlutur þeirra fer þó minnkandi og var rúmlega 49 prósent af verðmæti útfluttrar vöru og þjónustu árið 1997 en tæp 43 prósent árið 2005. – Og hvað er konan að fara með þessari tölfræði, hugsar ábyggilega einhver. Svarið er: eiginlega ekki neitt, bara að minna á að stundum er rétt að hrista upp í mynd sinni af raunveruleikanum. Þakka ber samgönguráðherran- um þann heiður sem hann sýndi mér fyrir tveim vikum. Það eru ekki allar sem fá nafn sitt í fyrirsögn og síðan nefnt að ég held tíu sinnum í merkri grein, svo ekki sé talað um sérstakar árnaðarósk- ir sem ég vil endilega endurgjalda. Kona hefur oft áður skrifað um samgöngumál og alltaf verið gagnrýnin, sumir virðast hins vegar einungis lesa blöðin og bretta upp ermar í vinnunni síðustu mánuðina fyrir kosningar og skal ég kinnroðalaust játa því að slík vinnubrögð gera mig reglulega fúla. Auk þess legg ég til að eftir- launaósóminn verði afnuminn með lögum. ESB og reglur þessK jörnir þingmenn þjóðarinnar settust í stólana sína á Alþingi í gær, að loknu leyfi um jól og áramót. Sumir þeirra hafa ekki í hyggju að leita eftir endurnýjun umboðs hjá kjósendum sínum til þingsetu, en flestir keppa að því að setjast aftur á þing að loknum kosningum í vor. Aðrir eiga samkvæmt skoðanakönnunum varla afturkvæmt á Alþingi, en úrslit kosninganna 12. maí í vor munu endanlega skera úr um það. Þótt enn séu tveir mánuðir eftir af þinginu og fjórir mán- uðir til kosninga eru menn strax farnir að tala um væntanlegt stjórnarmynstur að loknum kosningum og er ekkert við það að athuga. Kjósendur geta þá betur áttað sig á því hvað kosningarnar hafa í för með sér. Staðreyndin er sú að kosningaloforð eru eitt, en stjórnarsáttmáli og athafnir í kjölfar kosninga eru allt annað. Yfir- boð í aðdraganda kosninga eru alþekkt fyrirbæri, að ekki sé talað um athafnasemi stjórnarliða og þeirra sem hafa yfir fjárveitingum að ráða í mánuðunum fyrir kosningar. Það er við því að búast að breytingar verði á stjórnarmynstrinu hér í kjölfar kosninganna. Stjórnarandstæðingar hamra auðvitað á því að breytingar séu nauðsynlegar og skipta verði um alla þá sem nú sitja við ríkisstjórnarborðið. Þrátt fyrir „kaffibandalag“ virðist sú skipan málanna ekki liggja á borðinu. Stjórnarandstöðu- flokkarnir koma langt í frá fram sem ein heild, líkt og gerðist í Sví- þjóð á liðnu hausti, enda aðrar aðstæður hér og annar aðdragandi að kosningunum. Stjórnarandstæðingar virðast þurfa sterkara og betra kaffi, ef einhver árangur á að nást hjá þeim í þessum efnum. Óvæntar uppákomur geta líka orðið á þeim fjórum mánuðum sem eru til kosninga. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír eru líka á ólíku róli í skoðanakönnunum, og þar þarf Samfylkingin á mestum byr að halda í lokasiglingunni fram á vor. Stjórnarflokkarnir standa mjög ólíkt að vígi á nýbyrjuðu kosn- ingaári, en eitt er það þó sem þeir eiga sameiginlegt, og það er að báðir eru undir forystu annarra manna en við síðustu kosningar. Þetta kann að hafa nokkur áhrif á úrslit kosninganna, í hvora áttina sem litið er. Stöðug umræða á þessu kjörtímabili um kjör aldraðra og öryrkja hefur þjappað þessum hópum saman og innan raða þeirra hafa verið raddir um sérframboð til alþingiskosninga til að koma hagsmuna- málum þeirra fram. Það er mikið vafamál hvort elli- og örorku- lífeyrisþegar eigi að sóa tíma og fjármunum í að reyna að koma sérkjörnum fulltrúum sínum á þing. Þeir myndu að vísu fá meiri athygli í þjóðfélaginu varðandi hagsmunamál sín, en mjög hæpið er að þeir næðu fulltrúum á þing. Þótt svo færi er hætt við að þeir yrðu einangraðir og ættu erfitt með að hafa veruleg áhrif á gang mála. Þjóðfélagsumræðan almennt er elli- og örorkulífeyrisþegum mjög í hag, menn hafa verið að vakna upp við það að þessir hópar hafa orðið útundan í lífsgæðakapphlaupinu á undanförnum árum. Þennan meðbyr eiga forystumenn þessara hópa að notfæra sér, enda hefur þegar orðið töluverður árangur af málflutningi þeirra. Þannig er þess að vænta að veruleg framför verði í búsetumálum aldraðra á næstu árum. Þetta er auðvitað hlutur sem stjórnarmeiri- hlutinn hefði átt að hafa döngun í sér til að taka ákvörðun um í upp- hafi kjörtímabilsins, en ekki á síðustu metrum stjórnarsetu sinnar. Lokasprettur á Alþingi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.