Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 32
ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN! Mig hefur löngum dreymt um að vinna í „lottói“. Hinn dæmi- gerða íslenska draum um skjótfenginn gróða sem öllu bjargar. Hef reyndar aldrei farið út í að selja fæðubótar- efni eða lagt allt mitt traust á nýtt gos eða súkkulaði. Ég vildi helst vinna í víkingalóttói enda er það mun minni fyrirhöfn heldur en að byggja upp eitthvert fyrirtæki sem byrjar að skila gróða eftir nokkur ár. Þar eru líka miklu hærri fjár- hæðir í boði en í hinu íslenska. Vinna tvö hundruð milljónir á einu bretti. Dagdraumarnir hafa borið mig langa leið. Fyrst af öllu myndi ég borga allar skuldir sem hafa safn- ast fyrir, skuldir allra fjölskyldu- meðlima kæmu síðan í rökréttu framhaldi. Síðan yrði keypt hús eins og ekkert væri eðlilegra og innkaupunum myndi ljúka á tveim- ur glæsibifreiðum fyrir fjölskyldu- fólkið. Fólksbíl fyrir innanbæjar- akstur og jeppa fyrir öll ferðalögin um landið. Afgangurinn yrði síðan lagður inn á bók en hann nægði að sjálfsögðu til að halda fjölskyld- unni uppi án þess að fyrirvinnurn- ar þyrftu að dýfa hendinni í kalt vatn. Krakkarnir færu utan í einka- skóla og myndu læra „eðlilega“ evrópska kurteisi en væru ekki úti á lífinu um hverja helgi eins og íslenskir jafnaldrar þeirra. Um hver áramót myndi síðan forstjóri stórfyrirtækis bjóða mér til London á tónleika með einhverri heimsfrægri stórstjörnu. Ég væri ekki lengur einn af þeim sem eru andvaka hverja nóttina á fætur annarri vegna himinhárra yfir- drátta eða ógreiddra íbúðarlána. Gluggapóstar heyrðu sögunni til og ég hefði vart undan við að svara fjölmiðlum sem vildu ólmir fá mig í viðtal og ræða um auðævi mín. Fátt þykir auðugum manni skemmti- legra en að láta alla vita hversu ríkur hann er. Þegar ég vakna af þessum væra blundi verður mér hins vegar hugs- að til spekingslegra orða húsfreyj- unnar á Bessastöðum. „Peningar gera þér vissulega auðveldara fyrir en þeir færa þér ekki hamingjuna.“ op an nitsel Lyklar, peningar ... allt í lagi, við getum farið! Ertu með allt? Vonandi skemmtið þið ykkur vel. En Maggi, ég þarf að eiga eitt orð við þig ... Ef þú svo mikið sem skerðir eitt hár á höfði hennar skal ég elta þig uppi og rífa úr þér hjartað með berum höndum! Er það skilið?! Já, láttu mig vita það! Af hverju starirðu svona á pabba þinn? Er að læra! Fylgist með honum ... Læri allar hans hreyfingar ... Hvert einasta smáatriði um hans hegðun verður geymt hér inni. Og ef ég geri allt nákvæmlega öfugt við hann, get ég ekki annað en orðið ofursvalur. Málarinn. Þú verður að afsaka en konan þín hefur bannað mér að selja þér innanhússmálingu nema þú komir með miða frá henni! Hvaða ár er núna? 3003 Við höfum náð að bjarga tígrisdýrinu frá útrýmingu! Ert þú þessi „Við“? Ég verð að hringja í hana Lindu og segja henni að ég sé ólétt. Hún verður svo spennt! Hún á alveg eftir að ... æi, það er á tali! Hún er alltaf í símanum þegar ég þarf að segja henni eitthvað mikilvægt! Snilldar gaur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.