Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 12
fréttir og fróðleikur
Refsað með hengingum í 2.500 ár
Katrín Edda Svansdóttir
- sölumaður í þjónustuveri RV
Skrifstofuvörur
á janúartilboði
Á tilboði
í janúar 2007
Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar,
töflutússar og
veggklukka
Merkipennar,
bláir, svartir, rauðir
og grænir, 12 stk í pk.
898kr.
pk.
R
V
62
22
A
Mopak ljósritunar-
pappír, 5x500 blöð í ks.
1.240kr. ks.
Bréfabindi A4,
5cm og 8cm kjölur.
148kr.
Strangari
reglur
Sækjandi og verjendur í
Baugsmálinu tókust í gær
á fyrir Hæstarétti Íslands
um sex ákæruliði sem
eftir standa af upphaflegri
ákæru. Sækjandi líkti Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni við
fjósamann en verjendur
sögðu þá ákæru sem fjall-
að var um í dómsal í gær í
raun allt aðra ákæru en þeir
hefðu varist í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Málið var
dómtekið eftir langan dag í
dómsalnum.
Fjórir af þeim sex ákæruliðum
sem fjallað var um fyrir Hæsta-
rétti í gær sneru að gerð ársreikn-
inga fyrir Baug vegna reiknings-
áranna 1998-2001, en þar er Jón
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group, ákærður, ásamt end-
urskoðendunum Stefáni Hilmari
Hilmarssyni og Önnu Þórðardótt-
ur.
Jón Ásgeir er sakaður um að
hafa látið hjá líða að geta um í árs-
reikningum fjárhæð lána til stjórn-
enda fyrirtækisins sem ákæru-
valdið segir að hafi verið
útistandandi á viðskiptareikning-
um um áramót þegar ársreikning-
ur er gerður. Stefán Hilmar og
Anna eru ákærð fyrir að undirrita
ársreikningana athugasemdalaust.
Sigurður Tómas Magnússon,
settur saksóknari í málinu, sagði
ljóst að skuld hafi verið á við-
skiptareikningum Jóns Ásgeirs
sjálfs, auk fyrirtækja sem hann
stjórni; Gaums og Fjárfars. Lánin
hafi ekki farið fyrir stjórn Baugs,
sem á þeim tíma var hlutafélag á
markaði. Það hefði komið sér afar
illa fyrir fyrirtækið ef slík lán til
stjórnenda hefðu verið gerð opin-
ber.
„Það stóð til að halda þessum
viðskiptum leyndum, til að rýra
ekki traust á fyrirtækinu. Leynd-
um fyrir stjórn og leyndum fyrir
viðskiptalífinu. Þess vegna var
þeirra ekki getið í ársreikning-
um,“ sagði Sigurður.
„Peningar eru kýr nútímans, þeir
mjólka,“ sagði Sigurður. Hann
líkti vaxtalausum lánum til stjórn-
enda við það að fjósamaður teymi
eina af mjólkurkúnum í eigið fjós
og láti hana mjólka fyrir sig í tvö
til þrjú ár. Þar með njóti hann
ávaxtanna og eigandi kúnna skilji
ekki hvers vegna hagnaður hans
minnkar. Svo kaupi fjósamaðurinn
fjósið á lægra verði en ella þar
sem hagnaðurinn hafi verið
minni.
Þannig hafi peningarnir sem
Jón Ásgeir og fyrirtæki hans hafi
fengið að láni vaxtalaust verið not-
aðir í ýmis viðskipti sem hann hafi
hagnast á, ekki Baugur.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs, var afar ósáttur við mál-
flutning Sigurðar Tómasar, einkum
það að svo virtist sem ákæran sem
til umfjöllunar var í gær væri allt
önnur ákæra en fjallað var um fyrir
héraðsdómi.
Það megi meðal annars sjá í
greinargerð sækjanda, þar sem
segir að fallið hafi verið frá þeim
ákæruefnum að Jón Ásgeir hafi sett
fram rangar og villandi sérgrein-
ingar í ársreikningum, og honum nú
gefið að sök að hafa látið rangar og
villandi upplýsingar fylgja árs-
reikningnum með því að láta hjá
líða að tilgreina lán til stjórnenda.
Gestur gerði athugasemd við
skort á skýrleika í ákærunni. Ekki
sé ljóst hvaða glæpur eigi að hafa
verið framinn. Líkja megi ákærunni
við að einhver sé ákærður fyrir
umferðarlagabrot með þeim orðum
að hann hafi ekið öðruvísi en bar að
gera, en ekki tiltekið nánar hvern-
ig.
Gestur sagði það sýna lítinn
skilning að tala um stöðu á við-
skiptareikningum sem lán. Lög-
regla og sækjandi hafi raunar hafn-
að því að sundurliða nákvæmlega
viðskiptareikningana sem um ræðir,
og því hafi Jón Ásgeir sjálfur þurft
að fá endurskoðunarfyrirtækið
PricewaterhouseCoopers til að
vinna slíka úttekt. Þar hafi komið í
ljós að um hver áramót hafi Baugur
skuldað Jóni Ásgeiri meira en hann
skuldaði Baugi, og því ekkert
athugavert við að geta ekki stöðu á
viðskiptareikningum í ársreikn-
ingi.
Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi
Stefáns Hilmars og Önnu, sagði í
gær að endurskoðendurnir tveir
hefðu gert Baugi mikinn óleik
hefðu þeir undirritað ársreikning-
ana með fyrirvara, eins og sækj-
andi segir að þau hefðu átt að gera.
Það sé aðeins gert í þeim tilvikum
sem ársreikningarnir gefi ekki
glögga mynd af stöðu fyrirtækis-
ins, og það hafi ekki verið uppi á
teningnum í þessum tilvikum.
Þær upphæðir sem talað sé um
hafi ekki getað orðið til þess að
skekkja stöðuna svo mikið að árs-
reikningarnir gefi ekki þá glöggu
mynd sem góð endurskoðunar-
venja segir að þeir eigi að gera.
Segir peninga vera kýr nútímans
Baugsmálið hefur verið til meðferðar hjá lögreglu
og fyrir dómstólum um nokkuð langt skeið. Segja má
að það sé nú orðið að þremur aðskildum málum; því
sem eftir er af upphaflegum ákærum, endurákærum
sem fram komu eftir frávísun á flestum af upphaf-
legum ákærum, og rannsókn á meintum skattalaga-
brotum.
Upphaflega voru gefnar út ákærur á hendur sex ein-
staklingum í 40 liðum 1. júlí 2005. Ákærunum var
vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, og Hæstiréttur
staðfesti frávísun á 32 ákæruliðum, en vísaði 8 aftur
í hérað.
Þar með skiptist málið í tvennt, gefin var út end-
urákæra í 19 liðum vegna ákæruliðanna sem vísað
var frá, en ákæruliðirnir átta voru teknir fyrir að
nýju í héraðsdómi. Þar var kveðinn upp sýknudómur
15. mars 2005, og var honum áfrýjað til Hæstaréttar.
Þó aðeins vegna sex ákæruliða og fjögurra ákærðu.
Áfrýjunin var tekin fyrir í Hæstarétti í gær.
Yfirheyrslur eru nú í gangi vegna rannsóknar á
skattamálum Baugsmanna, auk þess sem endur-
ákæran verður tekin fyrir í héraðsdómi í febrúar, en
þar hefur reyndar einum ákærulið af nítján verið
vísað frá.