Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 40
Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari tilkynnti í gær leik- mannahóp sinn fyrir HM á blaða- mannafundi í gær. Við sama tækifæri var skrifað undir nýja styrktarsamninga við Kaupþing og Kempa til þriggja ára. Alfreð valdi 17 leikmenn í hópinn en aðeins má tefla fram 16 leikmönn- um hverju sinni. Markús Máni Michaelsson mun hvíla í riðla- keppninni en gæti komið inn á seinni stigum. Leyfilegt er að skipta út tveim leikmönnum fyrir keppni í milliriðlunum og svo aftur eftir milliriðlana. Má þá velja leikmenn úr 28 manna hópn- um sem sendur var inn til IHF fyrir nokkru. „Hópurinn var nokkuð klár eftir Danmerkurferðina enda tóku Björgvin og Sigfús ekki þátt í Tékkaleikjunum,“ sagði Alfreð eftir blaðamannafundinn í gær. Alfreð tekur þrjá markverði út og þar af eru tveir - Roland og Hreið- ar - sem geta ekki spilað heilan leik. Alfreð gerir þó ekki ráð fyrir að vera nokkru sinni með þrjá markverði á skýrslu. Meiðslastað- an á leikmönnum sem geta leikið í stöðu vinstri skyttu er nokkuð áhyggjuefni. Einar Hólmgeirsson er frá, Ólafur Stefánsson er slæm- ur í öxlinni og Alexander Peters- son er meiddur á ökkla. Alfreð hefur spilað Ásgeiri Erni aðallega í skyttustöðu fyrir Ólaf en sumir vilja sjá Alexander einnig spila fyrir utan. „Það kemur til greina að setja Alex í skyttustöðu en ég sé það fyrir mér ef ég set Ólaf á miðj- una,“ sagði Alfreð, sem býst við að nota Ásgeir Örn talsvert enda getur hann leikið bæði sem skytta og hornamaður og er sterkur varn- armaður. Alfreð hefur verið að prófa ýmislegt í varnarleiknum í síðustu leikjum og prófað margar útfærslur í varnarlínunni. Er hann búinn að finna þá línu sem hann vill helst halda sig við? „Sterkasta vörnin hjá okkur er með Sverre og Sigfús saman. Við munum halda áfram að spila okkar 5/1 vörn og svo gekk 6/0 vörnin ágætlega þannig að við munum grípa eitthvað í hana,“ sagði Alfreð. Það verður ekki hjá því litið að íslenska landsliðið er gríðarlega sterkt og getur hæglega náð góðum árangri á HM sleppi það við meiðsli. Væntingar eru þegar farnar að byggjast upp og vilja margir sérfræðingar meina að Ísland eigi að vera á meðal sex efstu liða á mótinu. Hvað er raun- hæft að fara fram á fyrir mót? „Aðalmálið núna er riðillinn þar sem við eigum stórhættulegan leik gegn Úkraínu. Við þurfum að klára það almennilega, og svo væri frábært ef við töpuðum ekki leik, og eftir það erum við tiltölu- lega heppnir með milliriðil því ef við komumst þangað erum við að mæta liðum sem við eigum að geta lagt að velli. Ekkert þeirra liða er eins sterkt og Frakkland sem við mætum í riðlakeppninni. Ef við sleppum við meiðsli erum við með fínan möguleika að gera eitthvað. Það eru mikil afföll í slóvenska liðinu vegna meiðsla þar sem vant- ar leikmenn á borð við Vugrinec, Pajovic, Zorman, Pungartnik og Rutenka. Túnis er með mjög öfl- ugt lið og hættulegt. Þjóðverjarnir eru sterkir heima en það eru meiðsli hjá þeim og spurning hvernig mótið þróast hjá þeim. Pólverjarnir eru happdrætti. Þeir hafa á að skipa frábæru sókn- arliði og það lið gæti náð langt en hugarfarið hjá þeim er þannig að ef illa gengur þá hætta þeir. Draumurinn væri þá að komast í átta liða úrslit og ef við vinnum þann leik erum við komnir í und- anúrslit og leik um verðlaun. Við verðum helst að vinna tvo leiki í milliriðli til að komast í átta liða úrslit og líklega þrjá ef við förum þangað án stiga,“ sagði Alfreð en strákarnir í liðinu eru eflaust jafnmeðvitaðir um þennan möguleika. Óttast Alfreð ekkert að leikmenn fari að hugsa of langt fram í tímann? „Það er einmitt það sem ég er að reyna að forðast. Ég stilli dæm- inu þannig upp fyrir strákana að riðillinn sé það eina sem skipti máli eins og staðan er núna og að það þýði ekkert að hugsa lengra fram í tímann. Svo má ekki gleyma því að við megum við neinum frek- ari meiðslum og hverfi fleiri lykil- menn úr hópnum erum við í stór- vandamálum.“ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær 17 manna leikmannahóp sem fer á HM í Þýska- landi. Alfreð segir að íslenska liðið geti vel gert góða hluti á mótinu en minnir á að liðið má vart við frek- ari skakkaföllum. Hann hefur ekki sett sér önnur takmörk í augnablikinu en að komast upp úr riðlinum. Belgíska úrvalsdeildar- liðið Genk setti sig fyrir helgi í samband við norska úrvalsdeild- arliðið Stabæk með það fyrir augum að fá Veigar Pál Gunnars- son lánaðan til félagsins. Stabæk var aðeins tilbúið að lána Veigar til Belgíu í þrjá mánuði en ekki til loka tímabilsins eins og óskað var eftir. Útlit er því fyrir að ekkert verði af því að Veigar Páll fari til Belgíu, í bili að minnsta kosti. „Þetta hefði verið spennandi kostur,“ sagði Veigar Páll við Fréttablaðið. „Sérstaklega að fá að spila alvöru fótbolta á undirbún- ingstímabilinu fyrir norska tíma- bilið. Það er þó vonandi að þeir fylgist með mér í sumar og séu opnir fyrir þeim möguleika að gera tilboð í mig því þetta er gott félag,“ sagði hann. Veigar Páll skrifaði í haust undir þriggja ára samning við Stabæk. „Það hefði ekki gengið upp að fá hann í aðeins þrjá mánuði. Þá hefði hann misst af síðustu tíu leikjum tímabilsins,“ sagði Willy Reynders, einn forráðamanna Genk. Veigar Páll var meðal marka- hæstu leikmanna norsku úrvals- deildarinnar í sumar og var valinn í lið ársins af leikmönnum deildar- innar. Í sumar voru ýmis félög orðuð við hann en hann batt enda á þær vangaveltur er hann skrifaði undir nýjan samning við Stabæk. Genk er sem stendur í efsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir sautján leiki. Anderlecht fylgir fast á hæla þess með 37 stig en liðin eru í nokkrum sérflokki sem stendur. Genk vildi fá Veigar Pál fram á sumar 3 Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvenna- sjóð Glitnis og ÍSÍ en sjóðsstjórn- in tók við styrknum í nýárshófi Glitnis. Sjóðnum er ætlað að vera hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstakl- ings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari árangri í íþrótt sinni. Sjóðsstjórn skipa þrjár valin- kunnar konur sem allar hafa komið að starfi íþróttahreyfingar- innar; þær Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík sem er formaður sjóðsstjórnar, Vala Flosadóttir stangarstökkvari og bronsverðlaunahafi á Ólymp- íuleikunum í Sydney 2000 og Vanda Sigurgeirsdóttir knatt- spyrnukona og knattspyrnuþjálf- ari. 20 milljónir til kvennaíþrótta Svíar unnu 13 marka sigur á Norðmönnum, 22-35, í Haukelandshallen í Bergen, í lokaleik norska liðsins fyrir HM í handbolta. Norska liðið hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og vann meðal annars með 12 marka mun á Íslandi. Svíar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og tryggðu sér með sigrinum sigur á þriggja þjóða mótinu í Noregi en þriðja liðið var Portúgal. Kim Andersson skoraði 9 mörk fyrir Svía og Martin Boquist gerði 6 en Frank Løke var markahæstur Norðmanna með 5 mörk. . Svíar flengdu Norðmenn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.