Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 38
Framleiðendur þáttaraðarinnar
Lost eru í viðræðum við sjón-
varpsstöðina ABC um hvenær
þættirnir eigi að enda.
Ekki er búist við að þættirnir
ljúki göngu sinni á næstunni en
framleiðendurnir vilja hafa það á
hreinu hvenær lokaþátturinn
verði til að auðveldara sé að
skipuleggja komandi þætti.
Dregið hefur úr áhorfi á þriðju
þáttaröð Lost bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Framleiðend-
urnir segja þó ekki mikið að
marka það því fyrstu tvær þátta-
raðirnar hafi náð svo gríðarleg-
um vinsældum að erfitt sé að
halda í við þær.
Engu að síður vilja þeir hætta
með þáttaröðina á toppnum. Þætt-
irnir The X-Files hafi til að mynda
gengið tveimur þáttaröðum of
lengi, sem þeir vilji ekki að eigi
sér stað með Lost.
Endirinn ræddur
Fyrstu fjórar klukkustundirnar í
sjötta sólarhringnum í lífi hryðju-
verkamannabanans Jack Bauer eru
sýndar í tveimur tvöföldum þáttum
í bandarísku sjónvarpi á sunnu-
dags- og mánudagskvöld. The New
York Times birti gagnrýni um þessa
fjóra 24-þætti fyrir helgi og miðað
við þann dóm er óhætt að segja að
nýja þáttaröðin lofi góðu.
Sólarhringurinn hefst á því að
hópur sjálfsmorðssprengjuárásar-
manna sprengja upp strætisvagna
og neðanjarðarlestir víðs vegar um
Bandaríkin. Í framhaldinu kemur í
ljós að mikil ógn vofir yfir landinu
og það er því ekki annað til ráða en
að fá Jack Bauer til þess að skakka
leikinn. Þegar skilið var við Bauer
í lok fimmtu þáttaraðar var hann á
leið í kínverskt fangelsi en banda-
rísk yfirvöld fá hann lausan gegn
háu gjaldi og hann tekur til óspilltra
málanna.
Gagnrýnandi blaðsins segir
þættina enn halda góðum dampi og
þeir séu merkilega ferskir. Þessir
fjóra þætti bendi jafnvel til þess að
nýja serían verði sú besta hingað
til. Jack er þó ekki í toppformi
sjálfur, er laskaður eftir illa með-
ferð í Kína og er fullur efasemda
um að hann sé starfi sínu vaxinn.
Hann þarf í ofanálag að þola kunn-
uglegt skilningsleysi æðstu stjórn-
enda, sem virðast seint ætla að
læra að taka mark á hugboðum
hetjunnar.
Íslenskir aðdáendur Bauers
þurfa svo ekki að bíða lengi eftir að
fá að njóta samvista við kappann
en sýningar á 24 hefjast á Stöð 2 í
lok janúar.
Bauer mætir sterkur til leiks
Guðjón Davíð Karlsson
hefur leikið í tæplega 250
sýningum hjá Leikfélagi
Akureyrar síðasta árið, sem
mun vera met.
„Ég er búinn að leika í 248 sýning-
um á rúmlega 13 mánuðum,“ segir
Guðjón Davíð Karlsson leikari,
sem mun á næstu dögum frum-
sýna sitt sjöunda leikrit með Leik-
félagi Akureyrar. Samkvæmt
Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhús-
stjóra telst það met en Guðjón
segist ekki vita hvort það sé rétt.
„Mér líður allavega eins og ég
hafi farið í framhaldsnám. Hlut-
verkin hafa verið fjölbreytt og
flest verkin sem Magnús Geir
hefur valið eru sjóðheit verk sem
slegið hafa í gegn í Evrópu.
Magnús er kraftaverkamaður og
það hefur verið ofsalega gaman
og mikill heiður að fá að vinna
með honum.“
Leikfélag Akureyrar frumsýn-
ir verkið Svartan kött eftir Martin
McDonagh hinn 20. janúar. Guð-
jóni Davíð líst vel á verkið og
segir allt að smella saman fyrir
frumsýninguna. „Þetta er fyndin
og skemmtileg sýning og höfund-
urinn nær að skrifa skemmtilegar
persónur sem allar glíma við sín
vandamál. Eins og við þekkjum
öll eru þessi vandamál ofsalega
stór fyrir þeim sem í þeim lenda
þótt þau séu lítil séð utan frá.
Helsti höfuðverkurinn við verkið
er tveir kettir sem leika í sýning-
unni en ég hef aldrei leikið með
eins miklum prímadonnum. Þeir
skilja þetta ekki alveg greyin og
ef þeir eru ekki í stuði er erfitt að
eiga við þá enda sterkir karakter-
ar,“ segir Guðjón en bætir við að
hingað til hafi atriðin með köttun-
um gengið stóráfallalaust fyrir
sig. „Ég og Þráinn Karlsson vorum
mikið klóraðir á fyrstu æfingunni
en höfundurinn skrifaði tvo enda
á verkið svo það er undir köttun-
um komið hvorn endann áhorf-
endur fá að sjá.“
Guðjón kom beint norður til
Akureyrar eftir að hafa útskrifast
úr leiklistardeild Listaháskóla
Íslands og sér ekki eftir því.
„Þetta var einhver besta ákvörð-
un sem ég hef tekið. Kærastan
mín kom með mér og skellti sér í
hjúkrunarnám við Háskólann á
Akureyri og við erum alsæl hér,“
segir hann og bætir við að áður
hafi hann verið mikið borgarbarn.
„Í dag lít ég á mig sem Akureyr-
ing og vona að Akureyringar taki
mér sem slíkum. Þetta er yndis-
legur bær og hér býr gott fólk,“
segir Guðjón með hörðum hreim á
norðlenska vísu.
Auk þess að æfa og sýna í leik-
húsinu er Guðjón að leikstýra.
„Ég er að leikstýra Galdrakarlin-
um í Oz í Brekkuskóla og Draumi
á Jónsmessunótt í Menntaskólan-
um á Akureyri og hef mjög gaman
af að vinna með krökkunum. Ég
lít á sjálfan mig sem hálfgerðan
ungling svo við erum miklir jafn-
ingjar. Þessi hasar á vel við mig,
það er í nógu að snúast og þannig
vil ég hafa það.“
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S k
lú
bb
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
FRUMS Ý ND 19. JA NÚA R
ÞA Ð I Ð A R A LLT A F L Í F I!
SENDU SMS JA NMF Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR T VO!
V INNINGAR ERU B ÍÓMIÐAR F YRIR T VO, DV D MYNDIR OG M ARGT FLE IR A!
9
HVER
VINNU
R
3 VIKUR ÁTOPPNUM ÍUSA!
FYRST
A
STÓRM
YND
ÁRSIN
S!
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
APOCALYPTO kl. 6 og 9 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN W.ENGLISH SUBTITLES kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
BORAT kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA
APOCALYPTO kl. 5, 8 og 10.55 B.I. 16 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.55
THE BLACK DAHLIA kl. 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 3.40 og 8 B.I. 7 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3.40
ERAGON kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.15 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN kl. 5.50 B.I. 12 ÁRA
APOCALYPTO kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 6 og 8 B.I. 12 ÁRA
TENACIOUS D kl. 10 B.I. 12 ÁRA
Ath: Ekkert hlé á myndum Græna ljóssins.
Toppmyndin á Íslandi í dag!
“Stórkostlega skemmtilegur og hjartnæmur
farsi sem sendir áhorfendur brosandi
út úr salnum” M.H.G. - Fréttablaðið
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Gagnrýni. baggalútur.is
20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings
ef greitt er með korti frá Kaupþingi
FRÁ LEIKSTJÓRA SCARFACE OG THE UNTOUCHABLES
BYGGÐ Á SÖGU EFTIR HÖFUND L.A.CONFIDENTIAL
BEINT Á TOPPINN Í USA!