Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 22
Karlar þurfa ekki síður en konur að huga vel að húðinni. Nokkur atriði ber að hafa hugföst í tengsl- um við val á snyrtivörum og húðhirðu karla. • Varastu snyrtivörur sem geta innihaldið ertandi efni, þar á meðal svokölluð gervi- ilmefni. Þau er gjarnan að finna í rakspír- um svo dæmi sé tekið og ganga þá yfirleitt undir heitinu „parfum“. Dæmi um annað ertandi efni er lanólín sem finnst í mörgum andlitskremum. Þá er ekki óalgengt að náttúruleg efni eins og hrokkinmenta og sandalviðarolía séu ertandi. • Ekki halda að þótt á pakkningunni standi að varan hafi verið prófuð af hjúðsjúk- dómafræðingi („dermatologically tested“) að niðurstöðurnar hafi endilega verið góðar. Það eina sem þetta þýðir er að varan hafi verið próf- uð, en fram- leiðandanum ber hins vegar ekki skylda til að upplýsa hver útkoman hafi verið. • Gættu þess að andlitskrem- ið innihaldi sólarvörn, minnst 15 í styrkleika. Útfjólu- bláir geislar sólarinnar valda nefnilega mestum húðskemmdum, líka á veturna. • Góð húðhirða skiptir síðan ekki síður máli en val og kaup á góðum snyrtivörum. Notaðu góða andlits- sápu, sem freyðir vel, til að hreinsa húðina. Er þá ekki átt við dæmigerða handsápu sem er líkleg til að þurrka húðina. Húðin verður enn frem- ur strekkt af völdum handsápu, sem gerir það að verkum að alltof margir maka á sig of miklu rakakremi. Notk- un of mikils rakakrems getur hins vegar stíflað svitaholurnar, svo óhreindindi safnast í þeim. Afleiðingarnar af því geta verið fílapensl- ar og bólur. • Hafðu hugfast að með rakstri losnarðu ekki einungis við skegg- brodda heldur dauðar húðfrumur, þannig að best er að raka sig rétt. Notaðu rakstursgel og leyfðu því að liggja á húðinni í nokkrar mínútur til að mýkja skeggbroddana upp fyrir rakstur. Rakaðu þig síðan í sömu átt og skeggvöxtur ligg- ur. Skolaðu andlitið vandlega með köldu vatni eftir rakstur- inn, til að loka svitaholunum. Sumir vilja meina að betra sé að sleppa því að nota rakspíra. Eftir að hafa lesið enn eina frétt- ina um manneklu á leikskólum í Reykjavík finnst mér mikilvægt að fjalla örlítið um mikilvægi stöðugleika fyrir börn sem þessi mál varða. Mannekla á leikskól- um er svosem engar nýjar frétt- ir, en minna virðist hafa verið fjallað um þetta málefni síðasta hausts þar til núna. Hvort þetta sé afleiðing þess að lítill áhugi sé á efninu þar sem það er ekki lengur nýtt fréttaefni eða vegna vonleysistilfinningar foreldra um að rödd þeirra hafi einhver áhrif þegar kemur að þessum málaflokki, eða út af einhverju allt öðru, skal látið ósagt hér. Það sem skiptir hins vegar máli er þau áhrif sem mannekla á leikskólum getur haft á börnin okkar. Flestum börnum líður betur þegar líf þeirra er í nokkuð föst- um skorðum, og þar er innifalin dagvist barna á meðan foreldr- ar eru í vinnu. Mörg börn eru í dagvist, hjá dagforeldri, í leik- skóla eða grunnskóla að lág- marki sex tíma á dag. Að sjálf- sögðu verður mikið rask á högum þeirra barna sem þurfa allt í einu að vera í burtu frá sinni dagvist vegna þess að ekki er hægt að veita þá þjónustu sem á að vera fyrir hendi. Hér er ekki átt við að börnum sé óhollt að verja tíma með for- eldrum sínum, öfum eða ömmum, eða öðrum einstakling- um sem hugsanlega væru fengn- ir til að sinna börnunum þá daga sem þörf er á að þau séu heima frá leikskólanum, heldur þýðir þetta ákveðið rask fyrir alla og ekki síst barnið. Flestum börnum líður vel að hafa hlutina í nokkuð föstum skorðum og það veitir þeim öryggi. Þegar stór hluti lífs þeirra raskast, eins og gerist þegar mannekla er á leikskól- um, getur það valdið miklu óöryggi, streitu og vanlíðan hjá barninu þar sem hlutirnir eru ekki eins fyrirsjáanlegir og áður. Hér er ekki bara átt við að barnið þurfi að vera heimavið nokkra daga í mánuði heldur raskast iðulega allt innra starf leikskólanna vegna vöntunar á starfsfólki og því verður dag- legt líf barnsins á leikskólanum frábrugðið því sem það var áður og það getur valdið barninu óþægindum á marga vegu. Börn eru að sjálfsögðu ein- staklingar og á meðan sum börn þola breytingar vel þola sum þeirra þær mjög illa. Hjá þeim börnum sem þola breytingar illa getur svona rask haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér, t.d. getur mikill kvíði farið að hrjá barnið vegna þess að það upplif- ir óöryggi því að líf þess er ekki í sömu skorðum og áður. Mikil- vægt er að huga vel að dagvistarmálum barna, ekki vegna þess að mannekla á leik- skólum er óhentug fyrir for- eldra eða starfsfólk leikskóla, þó svo að það sé að sjálfsögðu mikilvægur þáttur þegar kemur að líðan þeirra sem koma að börnunum okkar, heldur vegna þess að það er mikilvægt fyrir velferð og vellíðan barna! Rétt húðhirða karla PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.