Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 36
Ástralska söngkonan Kylie Min-
ogue hefur hætt við að koma fram
á tvennum tónleikum vegna veik-
inda. Kylie er um þessar mundir á
tónleikaferð um Bretland sem ber
heitið Showgirl Homecoming Tour.
Hún þurfti að hætta tónleikum
sínum í Manchester um síðustu
helgi eftir klukkutíma dagskrá
vegna kvefs. Tónleikum sem hún
ætlaði að halda í gærkvöldi og í
kvöld hefur einnig verið frestað.
Kylie er á sinni fyrstu tónleika-
ferð eftir að hafa greinst með
brjóstakrabbamein.
Kylie veik
„Hún var bara skráð hjá okkur
fyrir helgi,“ segir Þröstur Brynj-
ólfsson hjá bílasölunni Bílalind en
guli Hummer-eðalvagninn sem
Ásgeir Davíðsson, oftast kenndur
við Goldfinger, hefur gert út er til
á skrá hjá bílasölunni. Þröstur
segir að enn hafi ekki borist marg-
ar fyrirspurnir enda sé tiltölulega
stuttur sölutími liðinn en hann
bjóst fastlega við því að bílinn
myndi seljast.
Eðalvagninn er verðlagður á 25
milljónir og segir Þröstur það síður
en svo of mikið. „Þetta er bíll með
öllu,“ útskýrir hann. „Og ef þú
horfir á hann sérðu strax að bíllinn
er vel þess virði,“ bætir Þröstur
við.
„Við erum bara að athuga hvort
hann seljist,“ segir Jón Kristinn
Ásgeirsson, sonur Ásgeirs, hjá
GoldLimmo sem hefur séð um
reksturinn á bílnum. „Þetta er bara
smá tilraun,“ bætir hann við og
áréttar að fyrirtækið sjálft sé ekki
að hætta. „Við höfum verið að
skoða aðra bíla og þá helst minni
og af annarri gerð,“ segir Jón
Kristinn. „Það er góður markaður
fyrir svona bíla og það hefur verið
allt brjálað að gera hjá okkur síðan
við byrjuðum með þennan bíl,“
segir hann.
Guli eðalvagninn er án nokkurs
vafa eitt frægasta ökutæki lands-
ins og hefur notið mikilla vinsælda
hjá framhaldsskólakrökkum fyrir
skólaböll. Þá greindu fjölmiðlar
einnig frá því að GoldLimo hefði
reynt að markaðssetja eðalvagninn
fyrir fermingarbörn í fyrravor.
Guli eðalvagninn til
sölu á 25 milljónir
Spjallsvæði virðist vera óvarin fyrir ágangi
klámsíðna og nú hefur stúlknasveitin Nylon
orðið fyrir barðinu á óforskömmuðum
netverjum.
Tengla á klámsíður var að finna á spjallsvæði
stúlknasveitarinnar Nylon sem starfrækt er
á heimasíðu sveitarinnar og fór fréttin eins
og eldur um sinu á netheimum í gær. Á tengl-
asíðunni b2.is mátti finna vísun yfir á svæðið
og þar mátti glögglega sjá ósiðsamlega
fullorðinstengla sem ekki eiga heima
hjá jafn barngóðri sveit og Nylon.
Einari Bárðarsyni, umboðs-
manni sveitarinnar, var augljós-
lega brugðið þegar Fréttablaðið
bar þetta undir hann. Hann sagði að aðilar sem störf-
uðu fyrir Nylon í Bretlandi fylgdust vel með þessu og
væru duglegir við að henda út þessum óþverra. „Því
miður er þetta ekki eina vefsíðan sem verður fyrir
barðinu á óprúttnum aðilum sem planta svona
viðbjóði á spjallsvæðum,“ útskýrði Einar en
hann hafði ekki séð þessa tengla sjálfur. „Ég er
mjög óhress með þetta enda taldi ég mig vera
með menn í vinnu sem ættu að koma í veg
fyrir að svona hlutir gætu gerst,“ bætti Einar
við og sagðist ætla að ganga í málið af fullum
krafti.
Einar taldi þetta vissulega bagalegt
ástand í ljósi þess að gestir heimasíð-
unnar væru oft saklaus börn og ung-
menni sem vildu fylgjast með
gangi mála hjá sveitinni. Hann
sagði að farið yrði strax í að
leita leiða og lausna sem
kæmu í veg fyrir að svona
nokkuð gerðist aftur.
Madonna leitar nú logandi ljósi að
barnfóstru fyrir son sinn, David
Banda, sem hún ættleiddi frá
Malaví í október. Leitin hefur
staðið yfir frá því í desember og
hefur söngkonan fengið vinkonur
sínar, þær Stellu McCartney og
Gwyneth Paltrow, í lið með sér.
Það munu vera miklar kröfur
Madonnu sem hrekja umsækj-
endurna frá; hún ætlar barnfóstr-
unni að búa undir sama þaki og
börnin og bannar allar heimsókn-
ir. Þar sem börn Madonnu fá ekki
að horfa á sjónvarp verður barn-
fóstrunni einnig neitað um það.
Kunnugir segja að söngkonan sé
orðin nokkuð stressuð yfir barn-
fóstruleysinu, en hún er nú þegar
með hóp manna í vinnu við að líta
eftir hinum börnum hennar, þeim
Lourdes og Rocco.
Leitar að
barnfóstru
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
56
26
1
/0
7
VERÐ FRÁ 59.700 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI
Hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn
á sameiginlegum tónleikum í Cirkusbygningen.
Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi
og síðan fyrir dansleik. Þriggja rétta kvöldverður.
Stanslaust, íslenskt fjör eins og það getur best
orðið til kl. 2:00. Leynigestur úr heimi tónlistarinnar.
Kynnir kvöldsins: Þorvaldur Flemming.
+ Nánari upplýsingar á www.icelandair.is
STUÐMENN OG SÁLIN
Í KÖBEN 18. APRÍL 2007
Safnaðu
Vildarpunktum
Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir
ICELANDAIR OG WWW.KAUPMANNAHOFN.DK KYNNA: